Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 30
 23. september 2006 LAUGARDAGUR30 Við inngöngu Póllands og Lit-háens í Evrópusambandið 1. maí 2004 varð Kalinín- grad-hérað, sem tilheyrir Rúss- landi, umlukt landsvæði ESB. Kal- iníngrad-hérað (Kaliningradskaja Oblast) var fram til ársins 1945 norðurhluti Austur-Prússlands, austasta héraðs Þýzkalands, en þýzkir íbúar þess voru ýmist drepnir, þeir flúðu eða voru flæmdir á brott og svæðið var inn- limað í Sovétríkin eftir stríðið. Allt fram til hruns Sovétríkjanna fyrir hálfum öðrum áratug var héraðið, sem er um 15.000 ferkíló- metrar, lokað hernaðarsvæði í kringum flotastöð Rauða hersins í hafnarborginni Kaliníngrad, sem áður hét Königsberg. Í héraðinu búa nú um 950.000 manns, svo til allt borgarar rúss- neska sambandsríkisins þótt þjóð- ernin skipti tugum. Tæplega helm- ingur íbúanna býr í Kaliníngrad-borg. Margir eru fyrr- verandi hermenn sovézka hersins, fjölskyldur þeirra og afkomendur. Flotastöðina manna enn um 25.000 rússneskir hermenn. Bágborið efnahagsástand Efnahagsástandið í héraðinu hefur verið mjög bágborið frá því veru- lega dró úr umsvifum hersins eftir upplausn Sovétríkjanna. Á síðustu fimm árum hefur þó miðað í fram- faraátt, þótt enn sé spilling land- læg, glæpatíðni há og smitsjúk- dómar útbreiddir. Tekjur fólks í Litháen og Póllandi eru enn sem komið er aðeins brot af meðal- tekjum í Vestur-Evrópulöndum, eru þær samt mun hærri en íbúa Kaliníngrad. Árið 2001 taldist samkvæmt opinberum tölum um þriðjungur íbúa Kaliníngrad lifa undir fátæktarmörkum. Nú kvað þetta hlutfall vera komið niður í um fjórðung. Félagsleg vandamál eru mikil. Héraðið hefur fengið orð á sig fyrir að vera gróðrarstía fyrir farsóttir – eyðni, berklar og lifrar- bólga þeirra alvarlegastar – og fyrir eiturlyfjasmygl og -neyzlu, skipulagða glæpastarfsemi, óhefta mengun og rányrkju, og fleira miður æskilegt. Kalinín- grad er næstmesta uppspretta mengunar í Eystrasalti á eftir St. Pétursborg. Þetta ástand hefur ýtt undir að ESB beitti sér fyrir hertu eftirliti á þessum nýju ytri landamærum sambandsins. Landamæraverðir nýju aðildarríkjanna hafa hlotið sérstaka þjálfun og útbúnir tækj- um af fullkomnustu gerð, svo sem nætursjónaukum, til að eftirlitið verði eins skilvirkt og unnt er. Hið herta landamæraeftirlit og skylda Kaliníngrad-búa til að afla sér vegabréfsáritunar til að mega fara yfir landamærin að Litháen eða Póllandi, hefur að mestu bundið enda á umferð smáhöndlara yfir landamærin, sem annars hefur verið helzta lifibrauð margra þar síðustu ár. Smygl á rafi til skart- gripagerðar og sölu á ferðamanna- mörkuðum í Riga og víðar hefur verið ein arðbærasta „svarta“ atvinnustarfsemin í Kaliníngrad, en megnið af því rafi sem til er í heiminum er að finna á sendnum ströndum héraðsins. Sem dæmi um harða lífsbaráttu heimamanna má nefna að leigubíl- stjóri sem blaðamaður þáði far með í borginni - í 20 ára gamalli útja- skaðri Mözdu - sagði að til að barn- ið hans fengi inni á barnaheimili yrði hann að greiða leikskólastýr- unni 1.000 Bandaríkjadali. Hann væri hins vegar ekki í neinni aðstöðu til að útvega slíkt fé þrátt fyrir að vinna öllum stundum. Samið við ESB um ferðafrelsi Fáeinum dögum áður en aðildar- samningar Litháens og Póllands gengu í gildi 1. maí 2004 tókst loks samkomulag milli ESB og Rúss- lands um hvaða reglur skyldu gilda um ferðir fólks og vöruflutn- inga milli Kaliníngrad og rúss- neska móðurlandsins um litháískt og pólskt landsvæði. Rússnesk stjórnvöld höfðu krafizt þess að íbúar héraðsins, sem og allir aðrir borgarar Rússlands, mættu ferð- ast til þess og frá án þess að þurfa að sækja um vegabréfsáritun, þótt þeir þyrftu að fara um litháískt eða pólskt ESB-landsvæði í þess- um tilgangi. Það var hins vegar ekki svo ein- falt fyrir ESB, Litháen og Pólland að heimila það, þar sem landamæri þeirra urðu ytri landamæri ESB og verða jafnframt ytri mörk Schengen-svæðisins eftir að nýju ESB-ríkin fá fulla aðild að Schengen-vegabréfasamstarfinu. En eins og kunnugt er á fólk almennt að geta ferðast svo að segja eftirlitslaust yfir öll innri landamæri Schengen-svæðisins. Lausnin fólst í útgáfu sérstakra feðraskilríkja fyrir Kaliníngrad- búa og einfaldaða ferðaáritun fyrir aðra rússneska borgara, sem ferð- ast landleiðina til hólmlendunnar. Heimamenn sem höfundur hitti í Kaliníngrad sögðu þó að í reynd væru ferðafrelsinu mikil takmörk sett. Vissulega væri tiltölulega auðvelt fyrir þá að skreppa yfir landamærin til Litháens eða Pól- lands, en ef þeir vildu komast til að mynda til Svíþjóðar yrðu þeir að sækja um vegabréfsáritun í sendiráði í Moskvu, með tilheyr- andi kostnaði og umstangi. Þetta ylli því að fæstir færu neitt lengra. „Sérstakt efnahagssvæði“ Á tíunda áratugnum, í beinu fram- haldi af hruni Sovétríkjanna, reyndu rússnesk stjórnvöld að bæta þróunarhorfur héraðsins með því að lýsa það „sérstakt efna- hagssvæði“ og reyna að draga að erlenda fjárfestingu með hagfelld- um reglum þar að lútandi. Minna hefur þó orðið úr en vonir stóðu til. Þó virðist eitthvað vera að rofa til í þeim efnum. Hagvöxtur í Kaliníngrad hefur verið hátt í 10% frá árinu 2002, samkvæmt tölum frá héraðsyfirvöldum. Flest sjón- vörp og ísskápar þekktra vest- rænna framleiðenda, sem seld eru í Rússlandi, eru sett saman í Kaliníngrad þar sem íhlutirnir í þau eru tollfrjáls þar, en ekki í Rússlandi sjálfu. Brösulegar hefur gengið með fjárfestingar bíla- framleiðenda. BMW, Kia og Gen- eral Motors hafa samið um að setja upp samsetningarverksmiðj- ur í héraðinu. Starfsemi í þeim er nú að mestu komin í gang. Norrænir fjárfestar og kaup- sýslumenn eru meðal fyrstu vest- rænu fjárfestanna sem hafa komið ár sinni sæmilega fyrir borð í Kaliníngrad. Dansk-norræna flutn- ingafyrirtækið DFDS er til dæmis að hefja áætlunarskipaflutninga og ferjusiglingar til Kaliníngrad. Starfsmaður þess, sem blaðamað- ur hitti í borginni, segir það þó ekki heiglum hent að standa í við- skiptum á þessum slóðum. Þar séu hins vegar miklir möguleikar og það því fyrirhafnarinnar virði að bera sig eftir þessum viðskiptum. Lettneska flugfélagið Air Baltic er eina flugfélagið utan Rússlands sem býður upp á áætlunarflug til Kaliníngrad, frá Kaupmannahöfn og Riga. „Fjórða Eystrasaltsríkið“? Þess er minnst þessa dagana í Kaliníngrad að 60 ár eru liðin frá því héraðið varð til sem stjórn- sýslueining. Í fyrra var mikið um dýrðir í borginni í tilefni af 750 ára afmæli hennar, en Königsberg fékk borgarréttindi árið 1255. Borgarstjórinn í Kaliníngrad lýsti því yfir nýlega að borgin ætti að verða „evrópskari“ og endur- spegla í framtíðinni betur þá for- tíð sem hún átti fyrir eyðilegging- una árið 1945. Í því skyni eru uppi áform um að reisa eftirlíkingu af konungshöllinni þar sem hún stóð í yfir 700 ár, en hún var hin sögu- lega miðja borgarinnar, auk dóm- kirkjunnar sem nú hefur verið endurreist. Í viðhorfskönnun sem félags- vísindastofnun í Kaliníngrad gerði vorið 2005 kom fram að um þriðj- ungur íbúa hólmlendunnar hafði aldrei komið til rússneska móður- landsins. Önnur 26% höfðu aldrei farið þangað síðan Sovétríkin leystust upp árið 1991. Þrátt fyrir þetta kom fram í könnuninni að aðskilnaðarsinnar, sem aðhyllast hugmyndir um „fjórða sjálfstæða Eystrasaltsríkið“, eru tiltölulega fáir – aðeins um fimm prósent. Enda hafa ráðamenn í Moskvu gefið afdráttarlaust til kynna að þeir muni ekki líða neinar slíkar hugmyndir. Aftur á móti binda margir íbúanna vonir við að geta í framtíðinni tengst ESB nánar. Og með opnun norrænu upplýsinga- skrifstofunnar hafa verið skapað- ar betri forsendur fyrir efldum tengslum við Norðurlöndin. audunn@frettabladid.is Rússneski fleygurinn við Eystrasaltið NÝ DÓMKIRKJA Vladimír Pútín Rússlandsforseti og fleira fyrirfólk komu til Kaliníngrad í vikunni sem leið til að vera við vígslu nýrrar dómkirkju borgarinnar, sem patríarkinn af Moskvu, æðsti yfirmaður rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, stýrði. Á „Sigurtorgi“ fyrir framan kirkjuna nýju stóð þar til í fyrra stærðarinnar stytta af Lenín. Hún var fjarlægð, að sögn vegna þess að fætur „föður Sovétríkjanna“ voru farnar að tærast illa. Segja má að Lenín hafi verið tákn fyrir yfirráðatilkall Rauða heimsveldisins yfir landsvæð- inu og nýja dómkirkjan sé ámóta tákn um vald hins nýja Rússlands yfir því. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN London Dublin París Amsterdam Brussel Lúxemborg Berlín Varsjá Prag Bern Vaduz Vín Bratislava Búdapest Ljubljana Ósló Stokkhólmur Sagreb Belgrad Sofia Valletta Róm Búkarest SkopjeTirana Sarajevo Aþena MadridLissabon Ankara Kiev Minsk Helsinki Ríga Vilníus ��������� Nicosia BakuT'bilisi Yerevan Ashgabat Chisinau ������ ��������� ������ ������� ��������� ������� ������ ������ �������� � � � � � � � � � � ������� �������� ��������� �������� ���������� ������������ ������������ ���������� ����� ������� �������� ������� ������� ����� ������ ������� ������� �������� �������� ������ ����������� ������� ������� �������� ����� ������ � ����� ������� ��������� ��� ������ ��������� ����� �������� ������ ������� ������� �������� ������� ������� ������� ���������� ��������� ������ ������� ������ �� ��������������� � � � � � � � � � � � � ������ ������ ������ ��� ������ ����� ���������� ��� ������������ � � � � � � � � �� ������� ���� � � � � � � � � � � � � � � � � ������ �� ��������� � ������ ������� � �� � �� � � ��� ��� �� �� � �� ��� ��� ���� �������� ������� ������������ ������� ��� �� �������� ��� ��������10° 0 0 500250 750 1000 km 250 500 mi ��������������������������������������������������������� �������������������� ��������������������������������������� ���������������������� Höfuðborg �������������������������� ��������� � Map No. 3976 Rev. 10 UNITED NATIONS August 2004 Department of Peacekeeping Operations Cartographic Section Kaupmannahöfn Kaliníngrad Moskva Sankti Pétursborg �������� Tallinn �������� Yfir sjö alda sögu borgarinnar Königsberg lauk með nær algerri eyðileggingu borgarinnar í lok síðari heimsstyrjaldar. Saga borgarinnar hófst með því að þýzka riddarareglan reisti þar kast- ala á þrettándu öld, en reglan herjaði þá á þessar slóðir í því skyni að kristna heiðnu þjóðirnar við austanvert Eystrasalt. Þangað flutti fjöldi fólks frá miðju Þýzkalandi, bæði til að stunda verzlun og landbúnað. Tunga hinna upprunalegu Prússa, sem var náskyld baltnesku málun- um litháísku og lettnesku, dó út, og þýzka varð allsráðandi. Königsberg-háskóli var stofnaður árið 1544, en orðstír hans varð mestur í tíð Immanuels Kant, sem lifði 1724-1804. Frá árinu 1525 var Prússland hertogadæmi sem árið 1618 samein- aðist Brandenburg. Það varð konungdæmi árið 1701 og upp frá því voru allir konungar Prússlands krýndir í Königsberg. Í lok júlí 1944 gerði brezki flugherinn sprengjuárásir á miðborgina sem lagði megnið af henni í rúst. Í janúar 1945 sótti Rauði herinn hratt inn í Austur-Prússland og íbúarnir reyndu þá að flýja. Miskunnarleysi stríðsaðila og vetrarhörkur urðu til þess að um 500.000 af þeim 2,4 milljónum manna sem bjuggu í Austur-Prússlandi týndu lífi á flóttan- um. Hitler bannaði þeim hermönnum sem eftir voru til varnar Königs- berg að gefast upp, en það gerðu þeir þó loks hinn 9. apríl 1945. ENDALOK KÖNIGSBERG SOVÉZKA ARFLEIFÐIN Þessi bygging, „Ráðstjórnarhúsið“, reis á rústum konungshallar Königsberg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÚSSNESKIR HERMENN Setja enn svip á flotastöðina Kalinín- grad. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN FLÓTTI Köningsberg-búar á flótta út úr rústum borgarinnar í apríl 1945. Borgin Kaliníngrad bar í 700 ár nafnið Königs- berg og var ein helzta miðstöð verzlunar og menningar Þjóðverja í austri. Svo kom síðari heimsstyrjöldin og breytti öllu. Auðunn Arnórsson heimsótti borgina sem Rauði herinn sló eign sinni á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.