Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
����������
���������
���������������
Ég gerði mér ferð ásamt vinum að Kárahnjúkum á dögunum.
Við fórum upp að Töfrafossi, upp í
Kringilsárrana, gengum niður eftir
Kringilsá og Jöklu, innan um stuðla-
berg og stórbrotið fjallalandslag,
við skoðuðum Kirkjufoss og aðra
fossa sem hverfa með Jökulsá í
Fljótsdal og við flugum með Ómari
Ragnarssyni yfir allt svæðið, að
tröllauknum Hafrahvammagljúfr-
um og upp með öllu lónstæðinu
langleiðina upp að Brúarjökli á
Kringilsárrana þar sem við geng-
um um ægifagra jökulgerða, lyngi-
vaxna – og áður friðlýsta-- hrauka á
griðasvæði hreindýra og gæsa.
Eftir að hafa virt þetta allt saman
fyrir mér og séð með eigin augum
hvaða gríðarlegu náttúruspjöll
munu hefjast í næstu viku, þegar
stíflan verður tekin í notkun að öllu
óbreyttu og þetta land byrjar að
fara undir vatn, var enginn vafi í
mínum huga: Þetta verður mesta
slys Íslandssögunnar.
ÉG styð Ómar. Hann vill hætta við
þessa virkjun, láta hana standa
ónotaða, og tryggja álverinu á
Reyðarfirði orku eftir öðrum leið-
um. Þetta er vel raunhæft, þótt
sjálfsagt hristi vantrúaðir höfuðið.
Það er vel hægt -- þvert á það sem
yfirvöld héldu fram -- að tryggja
orkuna fyrir álverið eftir öðrum og
betri leiðum. Ef við værum Ung-
verjar værum við fyrir löngu búin
að ryðjast inn í opinberar bygging-
ar með látum út af öllu því sem
logið hefur verið að fólkinu í land-
inu í aðdraganda Kárahnjúkavirkj-
unar. Menn með bindi hafa verið á
launum við að ljúga, bæði í dag-
vinnu og yfirvinnu.
ÞEGAR maður stendur við Kirkju-
foss og Töfrafoss og við aðra slíka
náttúrufegurð sem hverfur fær
maður einmitt sterkt á tilfinning-
una hversu átakanlega út úr kort-
inu þessi framkvæmd er. Nokkrir
verkfræðingar munu fá raffull-
nægingu út af háspenningi. Að
öðru leyti er ekkert sem kallar á
svo gríðarlega yfirgripsmikla
röskun á lífríki og landslagi, ekki
bara við Kárahnjúka, heldur um
allt Austurland. Lagarfljót verður
ekki samt og um tvö stórskorin
jökulsárgil munu í mesta lagi
renna lækjarsprænur.
AUSTFIRÐINGAR þurftu
aldrei svona stórt álver. Helmingi
minna álver, helmingi minni orka,
hefði leyst vandann. Hér er verið
að negla nagla í vegg með loftbor.
Þetta verkefni er allt of stórt, allt
of drullugt, allt of ógeðslegt. Og
orsökin blasir hvarvetna við
þegar maður stendur á útsýnis-
palli Landsvirkjunar: Hér rís risa-
vaxnasti minnisvarða Íslandssög-
unnar um stórkarlalegt óhóf og
græðgi.
VINUR minn missti myndavélina
sína ofan í drynjandi Töfrafoss út
af æsingi. Slíkir voru töfrarnir. Ég
sjálfur tók ótal myndir. Ef við fyll-
um Hálsalón mun ég sýna börnum
mínum og barnabörnum þessar
myndir sem vitnisburð um einstak-
ar náttúruperlur sem við áttum
einu sinni og ævarandi smán þeirra
stjórnmálamanna sem drekktu
þeim. Upp úr þeim streymdi bullið,
máli þessu til stuðnings, einsog
beljandi jökulsá, öllu tilkomuminni
þó en þær tvær sem munu hverfa.
Hættum við
50 02 .V .B
s
met sy S
AE
KI
re tn I
©
Njóttu þess
að dekra við þig
NÄCKTEN handklæði
60x130 cm
LILLHOLMEN kassi f/servíettur
23x12x12 cm ryðfrítt stál 990,-
SAXÅN sturtuhengi
180x180 cm ýmsir litir
LILLHOLMEN
borðspegill
22x43 cm 1.390,-
Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 20:00 | www.IKEA.is
LIMMAREN flöskur
3 stk. Ø7, H15 cm 990,-
MOLGER hilla
60x12,5 cm gegnheil valhnota 590,-
595,-
SAXÅN handklæði 70x140 cm ýmsir litir
LIDAN körfur 2 stk.
Ø19, H21 cm og Ø25, H26 cm 990,-
MOLGER spegill
60x60 cm 2.990,-
GENIAL kerti 10 stk.
Ø4, H4 cm 250,-
MOLGER hillueining
37x37x140 cm gegnheil valhnota 4.950,-
BLANKEN baðhilla
25x11 cm 590,-KRAMA þvottastykki
10 stk. 30x30 cm
295,-
495,-
180,-
290,-
Grænmetisbuff
Með kúskús, grænmeti og
graslaukssósu
Loksins
komið aftur!
BESTI VINURINNEINN LÉTTUR, ÍSKALDUR
19. HOLAN!