Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 16
16 23. september 2006 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið Sérhverjum frjálslyndum og þjóðhollum manni hlýtur að renna blóðið til skyldunnar þegar nöldurseggir ætla að vega að frjálsum viðskiptum í frjálsasta landi heimsins og banna atvinnu- grein sem felst í því að karlkyns athafnamenn leigi stúlkur til að dilla sér berar upp við súlu og selji öðrum körlum aðgang að gjörn- ingnum. Að sjálfsögðu verður að forðast að umræða um þetta mál sé sett í annarlegt samhengi þar sem hún á ekki heima. Umfram allt verður að forðast hin háskalegu kynjagleraugu eða láta sér á nokkurn hátt hug- kvæmast að þetta mál snúist um samskipti kynjanna, í fortíð eða nútíð. Sú staðreynd að konur hafa allt frá landnámi haft minni rétt en karlar og búið við hvers konar kúgun skiptir hér engu máli enda er engin söguleg þróun að baki samtímanum. Hann varð til úr engu. Misrétti fortíðarinnar telst nú horfið og útilokað er að það skilji eftir sig nokkur spor. Annað sérlega varhugavert og háskalegt samhengi er að tengja þetta mál við stöðu karla og kvenna í samtímanum – hvað þá að gefa í skyn að misrétti fortíðarinnar sé ekki að öllu leyti horfið. Með engu móti má tengja þessa umræðu við hluti eins og að atvinnutekjur kvenna eru 62 prósent af atvinnutekjum karla – í samfélagi þar sem auður manna er talinn helsti og merkasti mælikvarðinn á manngildi þeirra. Sýningar á nöktum konum tengjast á engan ólíkri aðstöðu kynjanna til fjáröflunar – nema auðvitað ef okkur langar til að halda fallega predikun um alla peningana sem stúlkurnar vinni sér inn með kroppasýning- unni. En þá væri auðvitað sérlega ósmekklegt að setja þau laun í samhengi við hvað athafnamaðurinn sem stendur fyrir sýningunni ber úr býtum. Á engan hátt tengist þetta mál því að kynferðislegt ofbeldi er ein af skýrustu leifum valdbeit- ingar karlasamfélagsins gagn- vart konum – og að dæmin um það ganga nánast öll í eina átt. Ekki má heldur setja klæðnað kvenna í samhengi við félagslega stöðu þeirra eða undirokun gagnvart karlmönnum. Jú, kannski er það í lagi þegar við sjáum kappklæddar konur í Arabaheiminum en alls ekki þegar fáklæddar konur eru sýndar á sviði á Vesturlöndum. Súludans má aðeins ræða í einu samhengi – samhengi frjálsra viðskipta og rétti karla til að hafa lífsviðurværi af því að sýna öðrum körlum berar konur. Það má ekki skerða atvinnufrelsi manna – enda er búið að skerða það nógu mikið gegnum tíðina. Allir sjá t.d. hvílík nauðung það var þegar réttur karla til að gera út vændiskonur var afnuminn. Aðeins út af einhverj- um hugmyndum um að mann- eskjur væru ekki söluvara. Vændi var þó einungis jaðar- atvinnugrein miðað við þær tekjur sem mátti hafa af flutn- ingi fólks á milli heimsálfa og sölu þess þar – þrælaversluninni. Glæstustu og auðugustu borgir Evrópu voru að verulegu leyti reistar á hagnaði af slíkri verslun á 17. og 18. öld. Á sínum tíma voru það aðeins óðir róttæklingar og undirróðurs- menn sem gerðu athugasemdir við verslunina, en þá var jafnan gripið til kunnuglegra mótraka: Það er rangt að skerða viðskipta- og athafnafrelsi manna út frá einhverjum siðferðislegum sjónarmiðum. Fáir líta nú þessa verslun sömu augum og þorri málsmet- andi manna gerði þá. Sumir myndu jafnvel kalla það framfar- ir að þessi tiltekna gerð af viðskiptum var bönnuð. En það er einmitt kjarni málsins. Það ræðst jafnan af gildum samfélagsins á hverjum tíma hvaða viðskipti teljast eðlileg og hver ekki. Hvað er það í okkar samtíma sem gerir það að verkum að sýningar á nöktum konum fyrir karla sem borga fyrir það teljast til frjálsra og eðlilegra við- skipta? Við því fást ekkert sérlega skýr svör ef ekki má setja upp kynjagleraugun eða líta á samskipti kynjanna í sögulegu og þjóðfélagslegu samhengi. Hvað þá ef við erum sannfærð um að okkar kynslóð sé hin fyrsta í sögunni sem er frjáls og laus við kúgun – rétt eins og íhaldsmenn fyrri tíma hafa alltaf talið sína kynslóð vera. Ef við trúum því í raun og veru að ójöfnuður karla og kvenna sé eðlilegur hluti af frjálsu samfélagi þá er niður- staðan sú sem leiðarahöfundar (og hér er karlkynið ekki einungis málfræðilegt) dagblað- anna eru þegar búnir að komast að: Súludans er hluti af lífi í frjálsu samfélagi og þá skiptir engu máli að sumir reynast þrátt fyrir allt vera frjálsari en aðrir. Lífið er súludans Umræðan Flöskuhálsar í umferðinni Miklabrautin undirstrikaði mikil-vægi sitt í umferðarkerfi höfuð- borgarsvæðisins í vikunni þegar vöru- bíll með tengivagn valt og dreifði gleri þvert yfir götuna. Atburðurinn undir- strikar mikilvægi þess að Sundabraut komi án tafar og að Öskjuhlíðargöng verði forgangsverkefni frekar en mis- læg gatnamót á Kringlumýrarbraut- Miklubraut. Með Sundabraut og Öskju- hlíðargöngum fengi umferðarflæðið þrjá meginása frá austri til vesturs í stað þess að Miklabraut einni sé ætlað það hlutverk. Það er því furðulegt að einu viðbrögð borgarstjóra í málinu hafi verið þau að lögreglan hafi átt að vera fljótari að sópa. Skilaboðin eru einföld: Sundabraut strax og Öskjuhlíðargöng í forgang. Þetta er stefna Samfylkingarinnar. Þetta á ekki að vera erfitt að skilja. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það þó ekki. Það er viðkvæmt að viðurkenna að ofuráhersla meirhlutans á Miklu- braut eru mistök. Eftir vel heppnaðar aðgerðir á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubraut- ar árið 2005 eru þau miklu öruggari og afkasta meiru en áður. Flöskuhálsarnir eru nú miklu frekar á gatnamótum Lönguhlíð- ar og Miklubrautar annars vegar og hins vegar á Kringlumýrarbraut vegna bíla úr Hafnarfirði, Kópavogi og Garða- bæ sem myndu nýta sér Öskjuhlíðar- göng á leið í og úr miðborginni. Sundabraut, Öskjuhlíðargöng og stokkalausn á Miklubraut við Miklatún eru því allt verkefni sem eiga að koma á undan mislægum gatnamótum á Kringlumýrarbraut-Miklubraut. Slík aðgerð myndi einungis auka vandann við Lönguhlíð og raunar draga enn frekari umferð inn á þetta svæði og búa til flöskuhálsa á öllum næstu gatnamótum. Athuganir Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar sýndu enda fram á það að alls þyrfti mislægar framkvæmdir fyrir á annan tug milljarða á öllum næstu götuhornum ef mislæg gatnamót á Miklubraut-Kringlumýrarbraut ættu að greiða fyrir umferð. Þar með sætum við uppi með eina allsherjar hörmung í hjarta borgarinnar, Houston - Reykjavík, takk fyrir. Og litlu betra umferðarkerfi í ofanálag – aðeins einn meginás frá austri til vesturs. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í borgar- stjórn Reykjavíkur. September-umferðin DAGUR B. EGGERTSSON SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Karlar og konur Súludans er hluti af lífi í frjálsu samfélagi og þá skiptir engu máli að sumir reynast þrátt fyrir allt vera frjálsari en aðrir. Almúginn á Terfel Velski baritónsöngvarinn Bryn Terfel kemur hingað til hljómleikahalds á vordögum. Terfel er áhugafólki um sígilda tónlist vel kunnur enda í fremstu röð baritónsöngvara. Hann er þó kunnari sumum en öðrum því nokkrum hundruðum Íslendinga bauðst að hlýða á hann í Háskólabíói í fyrra. Voru það sérstak- ir hátíðartónleikar sem Sinfóníu- hljómsveitin, KB banki og forseta- embættið stóðu að og aðeins útvöldum boðið til veislunnar. Ekki er annað vitað en að selt verði inn í vor með hefðbundnum hætti, í það minnsta gerir tónlistaráhugafólk úr röðum almúgans sér vonir um það. Ekkiframboð Eins og gengur í aðdraganda kosninga hellast framboðstilkynningar yfir. Og eins og gengur slæðist með einstaka tilkynning frá fólki sem segist ekki ætla í framboð. Fyrsta slíka tilkynning vertíðarinnar nú var send fjölmiðlum í gær. Er hún frá Viktori B. Kjartans- syni í Reykjanesbæ, sem segist ekki ætla í prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Suðurkjördæmi. Segir Viktor að fjölmargir hafi hvatt hann til framboðs og þakkar hinum sömu fyrir. Ef að líkum lætur eiga fleiri slíkar tilkynningar eftir að sjást á næstu vikum. Afl – en hve mikið afl? Stjórn Nýs afls ákvað á fundi í vik- unni að leggja samtökin niður sem stjórnmálaflokk og hvetja félagsmenn til að ganga í Frjálslynda flokkinn. Áhugamenn um stjórnmál velta fyrir sér hversu mikið afl fylgi Nýju afli. Í síðustu þingkosningum bauð flokkur- inn fram í öllum kjördæmum og fékk samtals 1.791 atkvæði, sem var innan við eitt prósent greiddra atkvæða. Til samanburðar fékk Frjálslyndi flokkurinn 13.523 atkvæði. Pólitískir andstæðingar Frjáls- lyndra hafa því ekki sérstaka ástæðu til að óttast styrk sam- einaðs flokks, í það minnsta ef mið er tekið af úrslitum síð- ustu kosninga. bjorn@frettabladid.is Ý msir merkir alþingismenn greina frá því um þessar mundir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Til- kynningar þar um hafa verið tilefni margvíslegra frá- sagna af uppruna góðra málefna. Einn þeirra þingmanna sem nú hafa tilkynnt kjós- endum sínum að þeir verði við svo búið að leita að nýju þing- mannsefni er Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis. Hann hefur eðlilega eins og aðrir af þessu tilefni drepið á hjartakær framfaramál. En sem oft áður sker Halldór Blöndal sig úr. Hann sá ástæðu til við þessi kaflaskil að minnast einnig á það sem hann og fleiri bera ábyrgð á en mætti sannarlega betur fara. Þannig notaði hann þetta tækifæri til þess að víkja að þönkum sínum um ágalla kjördæmaskipunarinnar. Mála sannast er að það var þörf ábending. Kjördæmaskip- an og kosningareglum var síðast breytt 1999 í samkomulagi og andans einingu milli allra stjórnmálaflokka. Markmið þeirrar breytingar var góðra gjalda vert. Undan því varð ekki vikist að jafna vægi atkvæða eftir búsetu. Halldór Blöndal bendir hins vegar með gildum rökum á að núverandi kjördæmi eru langtum of stór, eigi að vera nokkur möguleiki fyrir þingmenn að hafa lifandi og persónubundin tengsl við kjósendur. Á sjónarmið af þessu tagi var ekki hlustað fyrir sjö árum. En það er ástæða til þess að gera það nú. Á marga lund fer vel á því að Halldór Blöndal skuli einmitt vekja athygli á þessu viðfangsefni. Sérstaða hans og ef til vill styrkur sem þingmanns hefur trúlega framar öðrum þáttum átt rætur í næmum tengslum hans við fólkið fyrir norðan. Kjarni málsins er sá að margvíslegir gildir hagsmunir koma til skoðunar þegar kosningakerfi og kjördæmaskipan eru ákveðin. Fram til þessa hafa hagsmunir stjórnmálaflokkanna sjálfra verið í fyrirrúmi við þessar ákvarðanir. Bakþankar Halldórs Blöndals vekja hins vegar upp þá spurn- ingu hvort ekki sé tímabært að líta í ríkari mæli til annarra sjónarmiða um þessi efni. Hverjir eru til að mynda hagsmunir kjósenda? Engin tvímæli um eru að hagsmunir kjósenda eru auk annars fólgnir í því að kosningahættirnir stuðli fremur en hitt að lifandi tengslum við kjörna fulltrúa. Stærð kjördæma ræður miklu þar um. Frá kögunarhóli kjósenda er aukheldur eðlilegt að óskir komi fram um ríkari möguleika á persónukjöri. Mikill kostnaður við prófkjör getur einnig vakið upp spurningar af þessu tagi. Margar þekktar lausnir eru til. Þetta er spurning um pólitískan vilja til að virða þær. Það er tímabært að draga fram ný sjónarmið varðandi þessi efni. Hitt er ekki síður skynsamlegt, að líta á viðfangsefnið frá hagsmunum kjósendanna. Blöndalsbakþankar: Hagsmunir fólks eða flokka? ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.