Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 34
23. september 2006 LAUGARDAGUR4
Verður ekki virk nema ekið sé
yfir hámarkshraða.
Loksins er komin hraðahindrun
sem er ekki bara erfitt að stela,
heldur kemur hún til með að lág-
marka mæðu þeirra sem yfir hana
aka. Það er að segja ef þeir halda
sig á löglegum hraða.
Gwyn Harvey heitir hugsuður-
inn á bak við hraðahindrunina en
hann segir hana aðeins hafa áhrif
á þá sem keyra hraðar en leyfilegt
er. Hindrunin er greypt ofan í
malbikið og liggur alla jafna slétt,
svo að vegfarendur þurfi ekki
sífellt að vera að bremsa langt
niður fyrir hámarkshraða og gefa
aftur í. Komi bíll á mikilli ferð
nemur radarmælir hraða hans,
varar ökumanninn við á ljósaskilti
og lyftir miðju hraðahindrunar-
innar upp úr malbikinu.
Slíkur búnaður er margfalt
dýrari en venjuleg hraðahindrun
en hönnuðurinn telur hana sér-
staklega eiga rétt á sér þar sem
umferð er þung og óþarfi að hægja
á henni meira en hraðatakmörk-
unum nemur.
Hraðastýrð hindrun
Hér sést hvernig hraðahindrunin fer upp
ef hraðinn er of mikill.
Frá og með árgerð 2007.
Litli fjölnotabíllinn Opel Meriva
verður frá og með árgerð 2007
með ESP-stöðugleikakerfi og raf-
drifnum og –hituðum útispeglum
og verður hvort tveggja staðal-
búnaður. Þar með verða allir bílar
Opel sem á markaði eru í Evrópu
búnir ESP-stöðugleikabúnaði.
Bifreiðaeigendafélögin í Evr-
ópu og EuroNCAP-árekstrarpróf-
unarstofnunin, sem er í sameigin-
legri eigu þeirra, hafa lengi hvatt
til þess að ESP verði í öllum nýjum
bílum, líka þeim minnstu og
ódýrustu, vegna þess hve mikil-
vægur öryggisbúnaður það er.
Opel Meriva verður ögn dýrari
en árgerð þessa árs var án ESP.
Verðhækkunin verður þó að telj-
ast hófleg en í hátollalöndum eins
og Danmörku og Noregi verður
hún undir tuttugu þúsundum
íslenskra króna. (www.fib.is)
ESP stöðugleika-
kerfi í alla Opel-bíla
Meriva er síðastur Opel-bíla til að skarta
ESP-stöðugleikakerfi sem staðalbúnaði.
Þrjá síðustu áratugi hefur BMW
5-línan verið fyrsta val þeirra
sem vilja bæði þægindi og góða
aksturseiginleika. Hún hefur
borið höfuð og herðar yfir aðra
„forstjórabíla“ og í sem stystu
máli þá gerir hún það enn.
BMW 5 línan hefur um árin inni-
haldið bíla með villandi útlit.
Undir klassísku og hófsömu yfir-
borðinu leynast kraftmiklar vélar,
snarpir gírkassar og fjöðrun í full-
komnu jafnvægi. Þýsk hönnun
eins og hún gerist best. Karlar og
konur sem vilja góðan bíl án þess
að gefa til kynna að grái fiðringur-
inn hafi hreiðrað um sig, velja
BMW og velja í leiðinni vel. Þetta
hefur í rauninni aldrei verið erfitt
val og því kom á óvart er BMW
ákvað að breyta útliti 5-línunnar
fyrir nokkru. Bíllinn varð framúr-
stefnulegri og um leið nútíma-
legri, en mörgum aðdáendum
þóttu þessar breytingar jaðra við
guðlast. Breytingarnar eru bæði á
innviðum og ytra útliti og annað
hvort hatar maður það, eða elskar.
Sjálfur hata ég að elska útlitið því
mér finnst bíllinn fallegur að utan
en ég varð fyrir vonbrigðum með
innvolsið. En nóg af útlitsdýrkun
því hver getur dæmt fyrir sig.
Í 5-línunni eru sjö mismunandi
týpur með misstórar dísil- og
bensínvélar. Vélarnar eru frá 177
upp í 333 hestöfl og togið frá 230
upp í 560 Nm. Það þarf ekki að
fjölyrða um muninn á því að hafa
yfir nægum hestöflum að ráða
þegar stórir fólksbílar eru annars
vegar. Stór dýr þurfa stórt hjarta.
Ég er ekki mikill aðdáandi dísil-
véla. Venjulega er ókosturinn við
þær að þegar bílnum er gefið inn
líður heil eilíf þangað til túrbínan
tekur við sér og bíllinn þeysist af
stað. Verkfræðingar BMW leistu
þetta vandamál á einfaldan hátt.
Þeir settu tvær túrbínur í vélina í
stað einnar. Eina litla, sem virkar á
lægri snúningi, og aðra stærri sem
tekur við af þeirri minni á hærri
snúningi. Þetta skilar sér í ein-
hverri sprækustu dísilvél markað-
arins sem auk þess að vera ódýrari
í rekstri stenst minni bensínvélun-
um fyllilega snúninginn.
Hægt er að fá urmul af auka-
hlutum og tæknigræjum í 5-lín-
una. Sumar þeirra skipta máli,
eins og xDrive sem er tölvustýrt
fjórhjóladrif þar sem afli er dreift
eftir aðstæðum milli fram- og aft-
urhjóla, og Dynamic Drive kerfið,
sem gerir það að verkum að fjöðr-
unin er mjúk og þýð í hægum
beygjum en stíf í hröðum beygj-
um. Önnur kerfi skipta minna máli
en þetta er allt spurning um að
prófa sig áfram og velja það sem
skiptir máli.
Aksturseiginleikar bílsins eru
ótrúlegir burt séð frá öllum auka-
búnaði. Það er hrein unun að keyra
bíl sem maður hefur fullkomið
vald á án þess þó að fórna nokkr-
um þægindum. Bíllinn liggur eins
og límdur við götuna og ég beið
stöðugt eftir næstu beygju til að
finna hversu góða stjórn ég hefði
á bílnum. Maður upplifir einhvers
konar fágun sem fyllir mann löng-
un til að keyra út í sveit og hlusta
á klassíska tónlist og njóta lífsins
undir stýri. Mann langar í breiðar
og beinar hraðbrautir og afmark-
að æfingasvæði þar sem maður
getur virkilega ýtt bílnum fram á
ystu nöf en fyrst og fremst þá
langar mann í BMW úr 5-línunni.
Þrátt fyrir lofsönginn er bíllinn
ekki fullkominn, en ég held það
miðist mikið við bílinn sem ég
fékk í hendurnar. Það var 523i bíll
úr sýningarsalnum og það verður
að segjast að vélin var einfaldlega
ekki nógu kraftmikil fyrir alla
þessa tæknifágun. Þrátt fyrir að
vera einungis 8,6 sekúndur upp í
hundrað virkaði bíllinn svifaseinn
og ekki hjálpaði sjálfskiptingin.
Ekki svo að skilja að hún hafi ekki
gert sitt gagn, en fyrir mann sem
velur aksturseiginleika langt fram
yfir þægindi grét ég yfir að fá
ekki beinskiptan bíl. Tilgangur
aksturstölvunnar er einnig mjög
takmarkaður sé bíllinn ekki hlað-
inn aukabúnaði, en sé búnaðurinn
fyrir hendi verður hún að sama
skapi mikið þarfaþing. 523i er því
eins og hjartveikt ljón. Það hefur
réttu líkamsbygginguna en skort-
ir kraftinn til að stökkva af stað.
Það verður að segjast að BMW
5 línan er fremst meðal jafningja,
langfremst. Maður finnur það um
leið og sest er undir stýri og vélin
er sett í gang að þarna er eitthvað
sérstakt á ferð. BMW hefur tekist
að smíða frábæra bíla sem eru
furðu sparneytnir miðað við afköst
og sameina frábæra aksturseigin-
leika, þægindi, gæði og hreina
akstursunun. tryggvi@frettabladid.is
Hrein akstursunun
Sitt sýnist hverjum um útlit 5-línunnar.
Miðstöðin er heldur gamaldags miðað
við aðra bíla í sama flokki en þægi-
legra er að hækka hitann í henni en á
tölvuskjá.
Vélin er þannig byggð að hættumörk
snúningshraða eru ekki fyrr en í 6.500
snúningum.
BMW 523i býður upp á þægindi og góða aksturseiginleika. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
REYNSLUAKSTUR
BMW 523I
Vél: 2,5 lítra bensín
177 hestöfl / 230 Nm
Uppgefin eyðsla: 8,5 l/100 km
0-100 8,5 sek
Þyngd: 1.545 kg
PLÚS
Frábærir akstureiginleiakar
Mikil þægindi
Hljóðlátur
Ríkulegur aukabúnaður í boði
MÍNUS
Vantar meiri kraft í 523i
Verð: 5.950.000 kr
Man 26.430. fyrst skráður Desember 2005. Tveggjadrifa dráttarbíll á lofti að aftan
með sturtudælu. Nádrif - XL Hús með einni koju – Sólskyggni - Kælibox
Símkerfi - Útvarp og geislaspilari - Rafm. í rúðum og speglum - loftkæling.
Ekinn aðeins 48,000 km. Verð 7.250,000 + vsk. skráður og skoðaður.
Nýir 2007. Ford 2,2 Lt 130 hestöfl - Commandrail diesel, ABS- EBD Aksturstalva
– Útihitamælir - Leður stýri - Armpúðar á sætum. Loftkæling-2 öryggispúðar
– Útvarp - Geislaspilari með fjarstýringu. Rafm. í rúðum - Gírskipting í mælaborði
- Þjófavörn með fjarstýringu. Lengd 6,37 - Svefnpláss fyrir fjóra - Tvíbreitt rúm aftur
í. Þriggja punkta öryggisbelti fyrir fjóra - Stór dekk 215/75 R16”.
Verð 5,200,000 kr. með vsk. skráður og skoðaður. Til sölu fyrir viðskiptavin.
Bílexport á Íslandi ehf.
Bóas sími 0049-175-271-1783 • Eðvald sími 896-6456
www.bilexport.dk boas@bilexport.dk
BluCamp Sky 20
Flaggskipið frá Challenger 2007 Fiat Ducato 160 Multijet Power 157 Hestöfl
Sjö metra langur, svefnpláss fyrir 4, hjónarúm afturí og annað frammí sem
tekið er niður úr loftinu. Einn með öllu. Verð 8,4 með vsk
Challenger Elitis 3060
MAN 26.430
Höfum til afhendingar strax