Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 12
 23. september 2006 LAUGARDAGUR12 vaxtaauki! 10% Alþjóðlega olíuleitarfélagið Tang- anyika vinnur hörðum höndum að þvi að færa skráningu sína af First North, hliðarmarkaði OMX, yfir á O-listann, aðallistann í Stokk- hólmi. Straumur-Burðaráss er einn stærsti hluthafinn með tíu prósenta hlutafjár. Félagið greindi nýverið frá því að boranir með nýrri aðferð við olíulindir í Tishrine í Sýrlandi gengu vel og eykst framleiðsla frá mánuði til mánaðar. Tanganyika hefur hækkað um fimmtung í verði á rúmum einum mánuði. - eþa Tanganyika stefnir á sænska aðallistann MARKAÐSPUNKTAR Greiningardeild KB banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,6 prósent í október og muni 12 mánaða verðbólga standa í stað í 7,6 prósentum. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði annan daginn í röð á helstu fjármála- mörkuðum í gær. Verð á Norðursjávar- olíu fór niður í 60,31 Bandaríkjadal á miðvikudag og hafði verðið ekki verið lægra síðan í byrjun mars. Sérfræðingar telja lækkanaferlinu lokið í bili. Launavísitala í ágúst 2006 er 297,4 stig og hækkaði um 0,7 prósent frá júlímán- uði, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Síðastliðna 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 10,6 prósent. Avion Group birtir á mánudaginn uppgjör fyrir þriðja fjórðung reikningsársins sem lauk í júlí. Rekstur Avion er árstíðabundinn og myndast hagnaður á seinni hluta rekstrarársins. Bæði KB banki og Landsbank- inn reikna með að félagið skili yfir fimm milljarða hagnaði á fjórð- ungnum en hafa ber í huga áform Avion um sölu á eignarhlut í Avion Aircraft Trading hafa ekki enn gengið eftir. Stjórnendur Avion höfðu búist við salan gengi í gegn á þriðja ársfjórðungi. KB banki spáir félaginu 5.926 milljónum í hagnað en Landsbankinn 5.578 milljónum króna. Markaðsvirði Avion er um 58 milljarðar króna en gengi félags- ins hefur lækkað um fimmtán pró- sent frá því það fór á markað í byrjun árs. - eþa Avion birtir uppgjör MAGNÚS ÞORSTEINSSON, AVION GROUP Félagið birtir uppgjör strax eftir helgi. Lesendur japanska tímaritsins AB-ROAD hafa útnefnt Finnair sem eftirlætis vestræna flug- félagið sitt. Við valið var horft til þátta eins og þjónustu flug- félaganna og veitinga um borð. Japanskir flugfarþegar eru sér- staklega ánægðir með þær veitingar sem Finnair býður upp á. Finnair greindi frá því í ágúst að farþegafjöldi í Asíuflugi hefði aukist um fjörutíu prósent milli ára. Félagið er að stórum hluta í eigu íslenskra fjárfesta. - eþa Finnair nýtur vinsælda í Japan VÉL FINNAIR Í JAPAN Í sumar flugu vélar Finnair milli Japans og Finnlands skreyttar myndum af múmínálfunum, en þeir eiga uppruna sinn í Finnlandi en njóta mikilla vinsælda í Japan. Nýsköpunarsjóður hefur keypt fimmtungshlut í hátæknifyrirtækinu Mar- orku. Fjárfesting sjóðsins er sögð styrkja stoðir fyrirtækisins og opna nýja möguleika. Með samn- ingnum hefur fjármögn- un Marorku verið tryggð fram til ársins 2010. Nýsköpunarsjóður hefur fjárfesta í hátæknifyrirtækinu Marorku ehf sem starfar á sviði orkustjórnunar og orkusparnaðar í sjávarútvegi og flutningum. Í gær var gengið frá kaupum sjóðsins á 20 prósenta hlut í fyrir- tækinu. Kaupverðið er sagt trún- aðarmál, en dr. Jón Ágúst Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Marorku, segir að með samningn- um sé búið að tryggja fyrirtækinu fjármögnun fram til ársins 2010. „Það eru ekki uppi áform um að auka hlutafé frekar nema að komi til sérstök verkefni eða samruna sem mönnum gæti sýnst vænlegur kostur,“ segir hann. Þórður Magnússon, stjórnar- formaður Marorku, bauð Nýsköp- unarsjóð velkominn í lið með einu af framsæknustu fyrirtækjum landsins þegar hann kynnti kaupin og kvað mikils virði að fá jafnöfl- ugan fjárfesti til liðs við Marorku. „Á sama tíma vil ég líka starfs- fólki Marorku þann árangur sem við höfum verið að ná,“ sagði hann. Gert er ráð fyrir að Nýsköpunar- sjóður verði virkur þátttakandi í að þróa Marorku næstu þrú til fimm árin, en fyrir hönd sjóðsins tekur Finnur Árnason sæti í stjórn Marorku. Finnbogi Jónsson, sem fyrir um viku tók við starfi framkvæmda- stjóra Nýsköpunarsjóðs, lýsti yfir mikilli ánægju með aðkomu sjóðs- ins að fyrirtækinu og kvað sjóðinn hafa mikla trú á starfsemi Mar- orku. Hann segir fyrirtækið hafa alla burði til að vaxa mjög og vís- aði til fyrri dæma þar sem tækni sem þróuð hefði verið hér heima hefði náð fótfestu í alþjóðlegri samkeppni, svo sem vaxtar Sæplasts, sem nú sé hluti af alþjóð- lega risafyrirtækinu Promens, með 1.300 starfsmenn víða um heim og veltu upp á 18 milljarða króna. „Við teljum Marorku hafa á að skipa mjög öflugri liðsheild sem hafi alla burði til að byggja upp félag sem verði leiðandi í sölu á háþróuðum búnaði,“ segir hann. „Við höfum verið að klára vöru- þróun og byggja upp sölustarfsemi á mörkuðum okkar. Okkur hefur gengið mjög vel að kynna fyrir- tækjum þann ávinning sem felst í kerfi okkar og markaðurinn að taka við sér,“ segir dr. Jón Ágúst og bætir við að fyrir dyrum sé að efla enn frekar starfsemi Marorku og bæta við fólki. „Og mjög mikil- vægt er að hafa fjármagnið sem þarf til að fylgja eftir því starfi sem unnið hefur verið.“ Marorka er orðið alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í fimm löndum. Fyrirtækið hefur skil- greint Norður-Atlantshaf sem heimamarkað sinn en skipafloti á því svæði telur yfir 5.000 skip. Orkustjórnunarkerfi Marorku er hið eina sinnar tegundar í heim- inum. Það er ætlað fyrir fiskiskip og flutningaskip, en sérstaða þess felst í aðferðum sem notaðar eru til að lágmarka orkunotkun skipa. Meðal viðskiptavina Marorku eru mörg af helstu fyrirtækjum í skipaútgerð, bæði hér heima og erlendis. olikr@frettabladid.is SKRIFAÐ UNDIR SAMNING UM KAUP OG SAMSTARF Finnbogi Jónsson, framkvæmda- stjóri Nýsköpunarsjóðs, og dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, skrifa undir samkomulag um kaup Nýsköpunarsjóðs á fimmtungshlut í Marorku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nýsköpunarsjóður í útrás með Marorku Í nýrri skýrslu um íslensku bank- ana segja sérfræðingar greiningar- deildar alþjóðabankans Merrill Lynch að horfur þeirra hafi batn- að þótt enn fylgi þeim meiri áhætta en bönkum af sambæri- legri stærð í Evrópu. Er því spáð að tryggingarálag á skuldabréf bank- anna (CDS) gæti átt eftir að lækka um 5 til 10 punkta til við- bótar, þótt enn sé nokkuð í land að jafn- vægi sé þar náð. Skýrsla Merrill Lynch í mars markaði upphaf erfiðrar umræðu um íslenskt bankakerfi og efna- hagslíf og hafa bankarnir bent á að nokkurs mislesturs á íslensk- um aðstæðum hafi gætt í þeirri umræðu, en sami aðalhöfundur, Richard Thomas, er af öllum skýrslum bankans. Í vor og sumar hafa svo bankarnir og stjórnvöld unnið töluvert í að kynna efna- hagsmál hér og aðstæður, meðal annars með riti sem hagfræð- ingarnir Frederic Mishkin og Tryggvi Þór Her- bertsson unnu í sumar. Í júlí birti bankinn svo skýrslu númer tvö, þar sem tekið var til greina að bank- arnir græddu jafnvel á verð- bólgunni, sem og gengislækkun krónunnar þannig að þróunin í hagkerfinu hér væri þeim um margt hagfelld. Í nýju skýrslunni, sem kemur í kjölfar heimsóknar Thomas og Tolu Alamutu hingað til lands í síðustu viku og kom út á miðvikudag, er mælt með því að fjárfestar taki stöðu með íslensku bönkun- um og mælt með kaupum í hluta bréfa þeirra. Er það sagt gert í ljósi þess að stóru bankarnir þrír hafi að mestu lokið við fjármögn- un næsta árs. Í skýrslunni er þó eftir sem áður haldið fast við þá skoðun að sérstaða íslensku bank- anna og ójafnvægi í hagkerfi íslands kalli á að skuldabréf bankanna beri hærra tryggingar- álag en bankar á meginlandi Evr- ópu. Skýrsluhöfundar funduðu í heimsókn sinni með fulltrúum við- skiptabankanna þriggja, með Straumi-Burðarási fjárfest- ingarbanka og með Fjármála- eftirliti og Seðlabanka. Merrill Lynch fjallar í fyrsta sinn um Straum-Burða- rás og telur hann eiga nokkuð í land með að verða fjárfestingarbanki að fullu. Merrill Lynch segir fjóra valkosti líklegasta varðandi bank- ann, að honum verði skipt upp, að FL Group hverfi úr eigendahópn- um, að Landsbankinn/Samson hverfi úr bankanum eða að bank- inn verði sameinaður Landsbank- anum. - óká Merrill Lynch spáir minnkandi álagi Í þriðju skýrslu Merrill Lynch um íslenska banka og efnahagslíf kveður við heldur jákvæðari tón en áður. Eftir fyrstu skýrslu bankans í mars féll gengi krónunnar og í hönd fór erfið umræða um bankana. Vaxtaónæmi Íslendinga Yfirdráttur jókst milli mánaða samkvæmt tölum Seðlabankans. Heimilin eiga kannski ekki stóran hlut af aukningunni, en yfirdráttur heimila jókst um 2,5 milljarða í águst eftir að hafa dregist saman um þrjá milljarða í júlí. Yfirdráttarvextir eru svimandi háir á Íslandi, en sú staðreyndi virðist ekki nægjan- lega letjandi fyrir eyðslu landans. Það er ekki nóg með að stærstur hluti skulda heimilanna sé utan valdsviðs Seðlabankans heldur virðist þjóðinni standa slétt á sama um þá vexti sem Seðlabankinn býður upp á. Eftir því sem næst verður komist þarf að leita til neðanjarðarstarfsemi til að finna viðlíka vexti. Þar er líka beitt harkalegum inn- heimtuaðgerðum og spurning hvort síðast hálmstráið til að ná niður einkaneysl- unni væri að ráða röska handrukkara í Seðla- bankann. Hitamælar Landsbankans Landsbankinn mun á mánudag leitast við að svara hvert stefni í efnahagsmálum hér á landi. Búast má við mikilli mætingu á fundinn enda sú raunin á fyrri fundum bankans, auk þess sem áhugi á fram- vindu efnhagsmála er mikill. Nokkra athygli vakti á einum slíkum fundi bankans þegar bankastjórinn og vélaverkfræðingurinn Sigurjón Þ. Árnason las af hitamælum hagkerfisins. Hugmyndin mun sænsk og gott dæmi um það að skýringarmyndir segja oft meira en mörg orð. Nú er að sjá hversu mikið yfir suðumarki helstu mælar eru. Leitað verður svara við hvert nokkur ólíkindatól samfélagsins stefna, en þau eru: Efnahagslífið, krónan, fasteignamarkað- urinn og Seðlabankinn. Peningaskápurinn... Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.252 -0,15% Fjöldi viðskipta: 554 Velta: 5.394 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 67,30 +1,20% ... Alfesca 5,03 +1,00% ... Atlantic Petroleum 570,00 -0,87% ... Atorka 6,35 -0,78% ... Avion 32,30 +0,00% ... Bakkavör 58,40 -1,02% ... Dagsbrún 4,31 +0,70% ... FL Group 22,70 +0,44% ... Glitnir 20,20 -0,49% ... KB banki 849,00 -0,12% ... Landsbankinn 26,00 -0,38% ... Marel 79,00 +0,64% ... Mosaic Fashions 17,60 -1,12% ... Straum- ur-Burðarás 17,20 -0,58% ... Össur 126,50 +0,80% MESTA HÆKKUN Actavis +1,20% Alfesca +1,00 Össur +0,80% MESTA LÆKKUN Mosaic -1,12% Bakkavör -1,02% Atlantic Petroleum -0,87%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.