Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 44
■■■■ { skrifstofan } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2
Fyrstu einkaleyfin fyrir bréfa-
klemmur voru gefin út á seinni
hluta 19. aldar.
Aldrei var sótt um einkaleyfi
fyrir þá gerð sem við þekkjum
best í dag, vírbréfaklemmuna, en
hún var sennilega búin til í Bret-
landi að minnsta kosti í kringum
árið 1890. Níu árum síðar var
hins vegar sótt um einkaleyfi
fyrir eina tegund vélar til að búa
til þessar klemmur, sem gjarnan
voru kallaðar Gem-klemmur í
höfuðið á fyrirtækinu sem fram-
leiddi þær. Það nafn loðir enn við
þær og á sænsku er orðið „gem“
notað yfir allar bréfaklemmur.
Talið er að Bysantíumenn hafi
búið til fyrstu bréfaklemmurnar
úr látúni fyrir 16-17 öldum. Þær
voru hins vegar aðeins notað-
ar fyrir mjög mikilvæg opinber
skjöl því kostnaðurinn við að
búa þær til var mikill.
Norðmaðurinn Johan Vaal-
er mun hafa hannað notadrýgri
bréfaklemmu en þá sem við
þekkjum best í dag en hún fór
aldrei í framleiðslu. Hins vegar á
uppfinning hans líklega þátt í því
að bréfaklemman var víða notuð
sem tákn norsku andspyrnunnar
gegn setuliði Þjóðverja og nas-
istum í seinni heimsstyrjöldinni.
Fólk bar þær á jakkaboðungum
sínum sem tákn um samstöðu
þegar önnur andspyrnutákn
höfðu verið bönnuð. Klemm-
an átti að tákna hvernig þjóðin
héldist saman.
Bréfaklemman verður til
Þó að fyrstu bréfaklemmurnar séu líklega um 16-17 alda gamlar komu þær sem við
þekkjum best ekki fram á sjónarsviðið fyrr en fyrir rúmri öld síðan. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
SAGA HLUTANNA
Meðal húsgagna sem Penninn hefur
til sölu er húsgagnalína með léttu
yfirbragði eftir Valdimar Harðarson
sem ber nafnið Fansa. Að auki selur
verslunin mikið úrval af skrifborðs-
stólum, skrifborðum og öðrum hús-
gönum á skrifstofuna eða vinnuher-
bergið. Meðal frægra hönnuða sem
hannað hafa húsgögn sem Penninn
hefur til sölu má nefna menn á borð
við Ronan Bouroullec og Jermoe
Carouso. Þessi vönduðu og glæsilegu
húsgögn eru fáanleg á góðu verði í
verslunum Pennans.
Glæsileg skrifstofuhúsgögn
Penninn hefur til sölu mikið úrval af fallegum húsgögnum eftir íslenska og erlenda
hönnuði.
Fansa er ný íslensk húsgagnalína sem hönnuð er af Valdimari Harðarsyni, arkitekt frá FAÍ. Fansa hefur létt yfirbragð og er fáanleg í mörgum
viðartegundum.
Celle er nýr stóll frá Herman
Miller. Stólinn er hann-
aður af Jerome
Caruso. Setan og
bakið eru samsett
úr litlum hnöpp-
um sem tengjast
saman með
mislöngu bili á milli,
þannig lagar stóllinn
sig að líkama
hvers og eins.
Joyn borðin eru hönnuð af Erwan og
Ronan Bouroullec. Borðin eru fáanleg
í mismunandi stærðum sem veitir fjöl-
breytta möguleika á uppröðun. Vinnusvæði
hvers og eins afmarkast með færanlegum
skilrúmum og skrifborðsmottum. Aukahlut-
ir svo sem geymslubox, ljós og skilrúm fást
í mismunandi útfærslum og litum. Hér má sjá stólinn Panton eftir hönnuðinn Verner Panton.