Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 35
][
Sverrir Páll Erlendsson,
menntaskólakennari á Akur-
eyri fór um slóðir víkinga á
Suðureyjum í sumar.
„Það er mjög merkilegt að koma
til Suðureyja við Skotlandsstrend-
ur og skoða þar bæði fornminjar
og byggðir enda eru heimamenn
ólatir að kynna ferðamönnum þá
menningu sem þar hefur blómstr-
að. Þetta var tíu daga ferð og mikið
ævintýri,“ segir Sverrir Páll glað-
lega og heldur áfram. „Mér skilst
reyndar að þarna sé oft rok og
rigning og ég bjó mig út með fatn-
að sem hæfir slíku veðurfari. En
við vorum afskaplega heppin því
það var bjart flesta dagana þannig
að við sáum vel í kringum okkur
og fegurðin varð okkur augljós.“
Þessir „við“ sem Sverrir talar um
var 20 manna hópur á vegum nor-
ræna félagsins. Félagið hafði áður
staðið fyrir ferðum til Færeyja,
Grænlands og Orkneyja en þetta
var fyrsta eyjaferð Sverris og
hann lýsir henni nánar. „Við flug-
um til London og síðan Glasgow.
Þar fengum við bíl sem við höfð-
um allan tímann og fórum með út í
eyjarnar með ferjum. Fyrsta
eyjan var Mull og þaðan fórum við
á pínulitla eyju við suðurenda
hennar sem heitir Iona. Þar hafði
munkurinn heilagur Columbo
aðsetur en hann er þekktur úr
íslenskum bókmenntum, meðal
annars Sjálfstæðu fólki undir
nafninu Kólumkilli. Á flótta frá
Írlandi settist heilagur Columbo
að á Iona því þaðan sá hann ekki til
heimalandsins. Klaustur er til-
einkað honum á Iona en það er nú
að mestu leyti safn og ferða-
mannastaður.“
Á Suðureyjum háttar víða til
líkt og á Íslandi að sögn Sverris og
sums staðar er lítill gróður. Vest-
urhluta eyjanna segir hann þó
mun gróðursælli en austurhlut-
ann. Bændur þurfi lítið að heyja
því fé gangi að mestu sjálfala. Svo
lýsir hann eyju sem heitir tveimur
nöfnum, Harrys og Lewis. „Lewis
er norðurhlutinn og hefur verið
kölluð Ljóðhús í íslenskum bók-
menntum en Harrys er eyjan þar
sem hið fræga Harrystweed-efni
á uppruna sinn. Það er enn spunn-
ið úr skoskri ull og ofið í heima-
húsum en síðan flutt í verksmiðj-
ur þar sem saumað er úr því. Bæði
þarna og á fleiri eyjum er dreifð
byggð, mikið um smájarðir þar
sem fólk er með einhvern búsmala
og ræktar sitt grænmeti en vinnur
líka utan heimilis við margs konar
þjónustu í smáþorpum.“
Að sjálfsögðu hafði Sverrir
áhuga á skólamálum Suðureyinga.
Hann segir nemendum yfirleitt
safnað saman í rútur á eyjunum
og keyrða heim á kvöldin. „Okkur
var sagt að fyrir fáum árum hefði
verið skóli á einni eyjunni sem í
hefði verið skólastjóri, einn kenn-
ari, einn skólaliði, ein skrifstofu-
stúlka og einn nemandi! En við
komum í stóran fjölbrautaskóla
þar sem mikið er lagt upp úr hand-
verki og tónlist auk almenns bók-
náms.“
Sverrir segir mörg dæmi um
örnefni á Suðureyjum sem líkist
okkar. Til dæmis sé þar fjall sem
heiti Hekla. „Maður veit ekki allt-
af hvaðan íslenskar nafngiftir eru
og hvort kom á undan hænan eða
eggið.“ gun@frettabladid.is
Fegurðin varð
okkur augljós
Fjallið Hekla á Benbecula.
Brock eða borg, rúst af fornu steinhlöðnu fjölbýlishúsi, 2-3 hæðir með tvöföldum
útvegg og göngum þar milli hæða á Lewis.
Sverrir Páll og síldarstúlkan við höfnina
í Stornoway.
Veiðisumarið
með Stefáni Jóni Hafstein
Fleiri veiðifréttir og heilræði við veiðar á www.flugur.is.
Sjóbirtingsveiðin hefur nú ekki fært okkur miklar
tröllasögur, en þó kom einn flottur 16 pundari upp í
Tungufljóti, og Vatnamótin hafa gefið fín skot
þegar rétt hefur viðrað, auk þess sem gagnkunnug-
ir Danir tóku góða syrpu í Grenlæk um daginn með
þyngdum púpum andstreymis, en flestir Íslend-
ingar sem veiða birting einbeita sér að straumflug-
um, ef ekki spæni eða hrollvekjandi beitu!
Nú lítur út fyrir að laxveiðin í sumar verði
nálægt 40 þúsund fiskum á stöng, samanborið við
55 þúsund í fyrra. Það hljómar eins og munurinn sé
mikill, og hann er það, en í fyrra var metár og þetta
ár fer á spjöld sögunnar sem betra en meðalár. En
dýfurnar eru margar. Þannig má nefna að afla-
hæsta á landsins, miðað við veidda fiska á stöng,
dettur nú niður í sögulegt lágmark síðustu 30 ára.
Þetta er Leirvogsá. Hjá SVFR kenna menn því um
að heimtur á mannöldum seiðum (þau þekkjast á
örmerkjum) séu lakar. Í Elliðaánum er það vel
þekkt að seiði sem árnar fóstra sjálfar eru mun
hæfari til að lifa af en hin sem mennirnir ala í kerj-
um. Heimtuhlutfall á náttúrulegum seiðum getur
verið kringum 7% en aðeins 1% af verkum mann-
anna.
Borgar sig að reyna að gera betur en móðir jörð?
Darwin komst á spjöld sögunnar fyrir þá ályktun
sína að þeir hæfustu kæmust af. Náttúruleg seiði
eru miklu hæfari en mannalin seiði og skila sér
betur í árnar. En það kemur ekki í veg fyrir að verk
mannanna (sleppiseiði) nái ekki að blanda kyni við
hina hæfari laxa og hvað þýðir það? Erfðablöndun
hinna lakari laxa með hinum. Kynslóð fram af kyn-
slóð veikist stofninn eftir því sem seiðasleppingar
halda áfram. Það er vissulega hægt að fjölga löxum
í ám með því að sleppa seiðum. En gerir það stofn-
inum gott þegar frá líður? Fróðlegt væri að fá
heildarúttekt á árangri seiðasleppinga í íslenskar ár
á liðnum áratugum. Hafa þær skilað sterkari stofni,
hæfari fiskum til að takast á við grimma náttúru,
eins og sjá má af hafinu undan landinu í ár? Er ekki
rétt að staldra við áður en lengra er haldið og setja
laxastofninn okkar í gagngert umhverfismat? Hér
togast nefnilega á voldugir hagsmunir: Því fleiri
laxar og meiri veiði á stöng, því hærra verð. Þetta
eru stundarhagsmunir. Langtímahagsmunir okkar
hljóta að vera þeir að árnar okkar séu sjálfbærar.
Að þær þoli hóflegt veiðiálag og standi sjálfar undir
því að fóstra stofn – þar sem hinir hæfustu komast
af og fjölga sér.
Ytri-Rangá aflahæst
Aflahæst laxveiðiánna er Ytri-Rangá sem hefur
væntanlega rofið 4000 laxa múrinn. Bak við þessa
veiði eru gífurlegar seiðasleppingar, enda áin ófær
um að fóstra laxastofn. Það er því full nauðsyn að
greina sundur og flokka íslenskar ár betur en gert
er í ,,meðaltalsuppgjöri“ ársins þegar þar að kemur.
Menn kalla Rangárnar ,,hafbeitarár“, en hvernig er
ástandi háttað annars staðar í mismunandi ,,blönd-
uðum rekstri“? Hvað eru margar ár á Íslandi í dag
sem teljast sjálfbærar og gætu þar með fengið
græna vottun frá komandi kynslóðum?
Með veiðikveðju, Stefán Jón.
Slarkfært veiðisumar
Lyklar að skálum Ferðafélags Íslands liggja nú á
skrifstofu félagsins. Búið er að loka flestum skálum fyrir
veturinn.
HAUSTFERÐIRNAR TIL ST. JOHN’S
Á NÝFUNDNALANDI HAFA
SLEGIÐ RÆKILEGA Í GEGN
28. - 31. október, fá sæti laus.
31. okt. - 4. nóv. fá sæti laus. 4. - 8. nóv. uppselt.
Nokkur sæti laus í vikudvöl t.d. 31. okt. - 8. nóv.
St. John’s er áhugaverð og ljúf borg heim að sækja.
Jólavörurnar verða komnar og á fáum stöðum er hagstæðara
að versla. Aðeins 3 - 3,5 klst beint flug með Loftleiðum
og gist á glæsilegum hótelum, Fairmont og Holiday Inn.
Fjölbreytt afþreying m.a. spennandi skoðunarferðir, góðir
veitingastaðir og írsk pöbbastemmning. Halloweenhátíðin er
28. okt. Verð frá kr.57.300 m.v. tvo í herbergi.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á ferðaskrifstofunni,
Hópferðamiðstöðin - TREX (Vestfjarðaleið), Hesthálsi 10, 110 Reykjavík
sími: 587 6000/562 9950 fax. 567 4969, info@vesttravel.is www.trex.is
Með TREX til Kanada!