Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 90
54 23. september 2006 LAUGARDAGUR
Tryggðu þér miða á betra verði
á landsbankadeildin.is eða ksi.is
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
3
43
16
09
/2
00
6
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
3
43
16
09
/2
00
6
Valur - KR
Beiðablik - Keflavík
ÍBV - Fylkir
Víkingur - ÍA
Grindavík - FH
lau. 23. sept. kl. 14:00
lau. 23. sept. kl. 14:00
lau. 23. sept. kl. 14:00
lau. 23. sept. kl. 14:00
lau. 23. sept. kl. 14:00
18. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KARLA
FÓTBOLTI „Menn eru að reyna að
sýna ákveðinn metnað í þessu máli
og teljum við okkur ekki vera
undir það mikilli tímapressu að
ráða nýjan þjálfara. En við ætlum
engu að síður að reyna að klára
þetta mál um helgina og gera það
að vel hugsuðu máli,“ sagði Brynj-
ar Jóhannesson, framkvæmda-
stjóri rekstrarráðs Fram, í samtali
við Fréttablaðið. Stjórn knatt-
spyrnudeildarinnar fundar stíft
þessa dagana og samkvæmt heim-
ildum íþróttadeildar stendur valið
á milli Skagamannanna kunnu
Guðjóns Þórðarsonar og Ólafs
Þórðarsonar.
Brynjar vildi ekki staðfesta að
aðeins þeir tveir kæmu til greina
en hann útilokaði þó þá þjálfara
sem eru nú á lausu eftir að hafa
hætt með sín lið í sumar. Þetta eru
Sigurður Jónsson, Atli Eðvaldsson
og Bjarni Jóhannsson.
Guðjón hefur undanfarna daga
verið mikið orðaður við þjálfara-
stöðuna hjá ÍA en það ku vera afar
eldfimt mál, þar sem ný stjórn er
að taka við knattspyrnudeildinni
og því ekkert hægt að gera fyrr en
hún tekur við með formlegum
hætti. Arnar og Bjarki Gunnlaugs-
synir, núverandi þjálfarar liðsins,
voru miður ánægðir með að Guð-
jón játaði þennan áhuga í samtali
við Fréttablaðið um síðustu helgi.
Guðjón hefur einnig verið orð-
aður við Stjörnuna frá Garðabæ
en þar er ný stjórn einnig að taka
við og hefur það ekki fengist stað-
fest. Ekki náðist í Guðjón í gær.
Núverandi þjálfari Stjörnunn-
ar, Jörundur Áki Sveinsson, sagði í
gær að hann vissi ekki hvort hann
yrði beðinn um að halda áfram
með liðið og stýra því á næsta
tímabili. Það kæmi þó til greina.
Ólafur hefur þegar gefið ÍR og
Þrótti afsvör um að taka við þjálf-
un liðanna. Hann vildi ekkert stað-
festa í samtali við blaðamann í
gær, hvorki að hann ætti í viðræð-
um við Fram eða önnur félög.
eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Hefur þjálfað ÍA undanfarin sex tímabil en hætti á miðju tímabili í sumar. Er nú orðaður sterklega við
þjálfarastöðuna hjá Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Ólafur eða Guðjón til Fram
Stjórn knattspyrnudeildar Fram fundar stíft þessa dagana um ráðningu þjálf-
ara meistaraflokks karla. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur valið
fyrst og fremst á milli Ólafs Þórðarsonar eða Guðjóns Þórðarsonar.
FÓTBOLTI Celestine Babayaro,
bakvörður Newcastle United, var
í gær dæmdur í þriggja leikja
bann fyrir að slá Dirk Kuyt,
sóknarmann Liverpool, í leik
liðanna á miðvikudaginn. Dómari
leiksins sá ekki brotið en atvikið
náðist vel á myndbandi og eftir
því dæmdi aganefndin Babayaro í
bann.
Babayaro mun því missa af
leikjum Newcastle gegn Everton,
Manchester United og Bolton.
Þetta er nú ekki til að hjálpa
Newcastle United því liðið hefur
verið einstaklega óheppið með
meiðsli á tímabilinu. - dsd
Celestine Babayaro:
Í bann fyrir að
slá Dirk Kuyt
BABAYARO OG KUYT Úr leik Liverpool og
Newcastle. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Enska knattspyrnuliðið
Everton ætlar að krefja skoska
knattspyrnusambandið um bætur
vegna meiðsla James McFadden
en hann meiddist í leik með
skoska landsliðinu fyrr í þessum
mánuði.
„Við munum krefjast bóta
þegar við sjáum hvenær
McFadden hefur náð sér að
fullu,“ sagði stjórnarmaður hjá
Everton um málið. - dsd
Everton:
Krefjast bóta
fyrir McFadden
GOLF Ryder-keppnin í golfi hófst í
gær á K-vellinum á Írlandi en þar
mætast úrvalslið Bandaríkjanna
og Evrópu í golfi. Keppnin var
fyrst haldin árið 1927. Evrópu-
menn hafa unnið bikarinn eftir-
sótta í síðustu tvö skipti og náðu
tveggja vinninga forystu í gær.
Úrslit í bæði fjórleik og fjórmenn-
ingi voru 2,5 vinningar gegn 1,5
vinningum Evrópu í hag.
Fyrir fram var búist við að
slagviðri og rigning myndi setja
strik í reikninginn en annað kom á
daginn. Keppnin í gær var eins og
hún verður best og er vonandi vís-
bending um það sem koma skal
um helgina.
Sergio Garcia var eini kepp-
andi gærdagsins til að vinna báðar
sínar viðureignir. Í fjórleiknum
fóru hann og landi hans, Jose
Maria Olazabal, illa með David
Toms og Brett Wetterich og unnu
3/2. Garcia keppti svo með Luke
Donald frá Englandi síðar um dag-
inn þar sem þeir unnu þá Tiger
Woods og Jim Furyk í fjórmenn-
ingi.
Darren Clarke keppti með Lee
Westwood í fjórleik og höfðu þeir
betur gegn Phil Mickelson og
Chris DiMarco. Eiginkona Clarke
féll frá í síðasta mánuði og kom
það mörgum á óvart að hann skyldi
gefa kost á sér í Evrópuliðið. En
hann stóð fyrir sínu í gær og hlaut
gríðarlega góðar viðtökur áhorf-
enda.
„Ég gleymi aldrei móttökunum
sem ég fékk á fyrsta teig. Ég felldi
næstum tár,“ sagði Clarke.
Tom Lehman er fyrirliði banda-
ríska liðsins og var vitanlega ekki
ánægður með árangur gærdags-
ins. „Tiger lék ekki sinn besta leik
og Jim spilaði á köflum ágætlega.
En aðalatriðið er að þeir náðu vel
saman og það var aðalatriðið,“
sagði Lehman. - esá
Ryder-keppnin í golfi hófst á Írlandi í gær:
Evrópumenn í for-
ystu eftir fyrsta dag
GARCIA HEITUR Spánverjinn Sergio Garcia vann báðar viðureignir sínar í dag en Jim
Furyk var ekki eins ánægður með afrakstur dagsins. NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Enska knattspyrnusam-
bandið lýsti í gær yfir vonbrigð-
um sínum með að BBC hefði ekki
enn afhent þau sönnunargögn
sem það hefur undir höndum
varðandi ásakanir sem komu
fram í sjónvarpsþætti stöðvarinn-
ar á mánudagskvöld um spillingu
í ensku knattspyrnunni. „Við
höfum sent aðra beiðni um að fá
öll gögn afhent,“ stóð í yfirlýs-
ingu frá sambandinu. „Því miður
hefur ekki verið komið til móts
við okkur til þessa.“
Sam Allardyce, stjóri Bolton,
er einn þeirra sem eru sakaðir
um að hafa þegið mútugreiðslur
frá umboðsmönnum knattspyrnu-
manna í þættinum en hefur lýst
yfir sakleysi sínu. Hann þakkaði í
gær fyrir þann stuðning sem
honum hefur verið sýndur vegna
þessa. Hann er að íhuga málsókn
á hendur BBC og hið sama má
segja um umboðsmanninn Peter
Harrison og Liverpool. - esá
Enska knattspyrnusambandið:
BBC verður að
afhenda gögn
KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands-
liðið í körfubolta mætir í dag
kl. 16 liði Íra í B-deild Evrópu-
keppni landsliða. Bæði liðin hafa
tapað báðum sínum leikjum í
keppninni til þessa en þetta er
síðasti landsleikur íslenska
liðsins á þessu ári. Leikið verður í
Keflavík.
Í fyrsta leik íslenska liðsins í
riðlinum tapaði liðið naumlega
fyrir Hollendingum ytra þar sem
stelpurnar þóttu leika góðan
körfubolta en um síðustu helgi
tapaði Ísland illa fyrir Noregi. - dsd
B-deild Evrópukeppninnar:
Ísland og Írland
mætast í dag