Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 18
 23. september 2006 LAUGARDAGUR18 Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir er maður vikunnar að þessu sinni, en Ásthildur leik- ur knattspyrnu með Malmö FF í Svíþjóð við góðan orðstír. Ásthild- ur skoraði tvö mörk fyrir Malmö FF um síðustu helgi og er marka- hæst í sænsku deildinni með sautján mörk á þessari leiktíð. Ásthildur ætti að vera flestum landsmönnum að góðu kunn en hún hefur leikið í mörg ár með íslenska landsliðinu í knattspyrnu og er án efa ein besta knatt- spyrnukona sem Ísland hefur alið. Hún á að baki 63 landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skor- að í þeim 22 mörk. Hún hefur í mörg ár verið eins konar andlit íslenskrar kvennaknattspyrnu út á við og hún er einmitt núverandi fyrirliði landsliðsins. Ung að aldri vakti Ásthildur athygli vegna getu sinnar á knattspyrnuvellin- um og fljótlega var ljóst að þessi hávaxna ljóshærða stúlka ætti eftir að ná langt á þeim vettvangi. Ásthildur hefur þrisvar verið valin knattspyrnukona ársins, íþróttamaður Kópavogs árið 1996, íþróttamaður Reykjavíkur árið 2002 og hefur tvisvar lent í þriðja sæti í kjöri íþróttamanns ársins, árin 2003 og 2005. Auk þess hefur Ásthildur níu sinnum orðið Íslandsmeistari með Breiðablik og KR. Ásthildur er verkfræðingur að mennt, en þá menntun fékk hún frá Vanderbilt-háskóla í Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum. Ásamt námi þar stundaði hún knattspyrnu með skólaliðinu. Þó að Ásthildur spili nú knattspyrnu í Svíþjóð býr hún í Kópavogi og starfar á verkfræðistofunni Línuhönnun auk þess að vera í bæjar- stjórn Kópavogs- bæjar fyrir hönd sjálfstæðismanna. Ásthildur er í nautsmerkinu, fædd 9. maí 1976 í Reykja- vík. Snemma fluttist hún þó út til Svíþjóð- ar þar sem hún bjó til fimm ára aldurs en þá flutti hún í Kópavoginn. Það er því kannski hægt að segja að fljótt hafi orðið ljóst hvað yrði, því það er sama við hvern er talað, allir segja að Ásthildur sé á eilífu flakki og upp á síðkastið hefur það flakk einmitt aðallega verið á milli Sví- þjóðar og Íslands. Ásthildur er mjög ákveðin mann- eskja og ef hún setur sér einhver markmið helgar hún sig þeim markmiðum algjör- lega. Gott dæmi um það er þegar Ásthildur lenti í erfiðum meiðslum á sínum knatt- spyrnuferli en þá var hún ákveðin í því að ná sér að fullu aftur. Hún æfði grimmt, oftast ein, og passaði sig á því að leggjast ekki í neitt þunglyndi þótt á móti blési. Ásthildur er mjög virk stelpa og hefur alltaf verið. Á hennar yngri árum þurfti að fara ófáar ferðirnar með hana og systur hennar, Þóru B. Helgadótt- ur, á slysadeildina vegna beinbrota og annara áverka enda léku þær systur sér í fótbolta frá morgni til kvölds. Ásthildur er fimm árum eldri en Þóra, en var þó dugleg að taka litlu systur sína með á fótboltavöllinn. Þær systur eru bestu vinkonur og mjög nánar. Það er sama við hvern er talað, allir sem til Ást- hildar þekkja segja hana vera mjög klára og metnaðarfulla, enda segir það sig sjálft að maður hristir ekki verk- fræðimenntun fram úr erminni. Kunn- ugir segja að stundum finnist þeim hún taka sér of mikið fyrir hendur, en hún klárar samt ávallt það sem hún ætlar sér. Fyrrverandi þjálfari Ásthild- ar segir að hún sé mikill leiðtogi, bæði inni á knattspyrnuvellinum og einnig utan hans, sem sést kannski best á því að hún er fyr- irliði nánast hvar sem hún spilar og dregur liðið áfram þegar á reynir. Einnig þykir hún frábær félagi sem kann að slá á létta strengi, tekur sig ekki of hátíð- lega, hefur mjög mikinn metnað og þar að auki óbilandi trú á sjálfri sér. Ásthildur er hrókur alls fagnaðar á mannamótum og hún á það m.a. til að stjórna hóps- öng þó hún sé ekkert sérstaklega lagviss sjálf. Vinkonur Ásthildar segja að hún sé fyrst og fremst valkyrja og mjög sjálfstæð manneskja og að hún njóti mikillar virðingar hvar sem hún kemur. Ásthildur á mjög góða fjölskyldu og fær mik- inn stuðning frá henni. Ásthildur er ekki í sambúð og vinkonurnar segja að Ásthildur hafi ávallt verið róleg í strákamálum, enda beri hún mikla virðingu fyrir sjálfri sér og oft á tíðum ekki haft mikinn tíma fyrir skemmtanalíf vegna anna í fótboltanum og öðru. Þegar spurt er um helstu galla Ásthildar verður fátt um svör en þó helst hvað hún er allt- af upptekin. Enda ekki nema von að nóg sé að gera hjá stelpu sem spilar fótbolta í Svíþjóð, starfar á verkfræðiskrifstofu í Reykjavík og situr í bæjarstjórn Kópavogs. MAÐUR VIKUNNAR Metnaðarfull og dugleg valkyrja ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR KNATTSPYRNUKONA SÍÐASTI DAGUR - KOMDU O G GERÐU FRÁBÆR KAUP!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.