Fréttablaðið - 23.09.2006, Síða 68

Fréttablaðið - 23.09.2006, Síða 68
 23. september 2006 LAUGARDAGUR32 Fréttablaðið fékk nokkra þjóðþekkta einstaklinga til að gramsa í hirslum sínum eftir myndum af sér frá því áður en þeir urðu þekktir. Margt hefur breyst á mislöngum tíma en úr varð þessi skemmtilega myndasería. ÚTSKRIFTARÁRGANGUR LEIKLISTARSKÓLA ÍSLANDS ÁRIÐ 1994 Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir lét okkur þessa fínu útskriftarmynd í té en á myndinni eru Margrét Vilhjálmsdóttir, Halla Margrét Vilhjálmsdóttir, Guðlaug, Sigrún Sól Ólafsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Benedikt Erlingsson og Þórhallur Gunnarsson. SAUTJÁN & SVALUR Arnar Grant var snemma farinn að fækka fötum fyrir myndavélarnar en hér er hann sautján ára gamall í eldhúsinu heima hjá sér á Akureyri. Arnar hafði það á orði að hann hefði lengi leitað að myndum af sér í fötum en sú leit hefði ekki borið tilætlaðan árangur. UNGUR OG SAKLAUS Sjónvarpsmaðurinn góðkunni Helgi Seljan var aldeilis fínn með körfuboltann í fermingarkyrtlinum. Eitthvað hefur ungi maðurinn harðnað síðan á fermingar- aldrinum. Frábært hár Hjalti „Úrsus“ Árnason var gripinn glóðvolgur í myndatöku heima í stofu í þessari líka frábæru skyrtu. Ekki er mikið farið að votta fyrir hinum kraftmikla og káta kraftakarli sem Hjalti er í dag. Á FERÐALAGI Valdimar Örn Flygenring er hér um tvítugt á ferðalagi um Evrópu. Hann er hér um það bil að kveðja systur sína í Svíþjóð og stíga um borð í ferju til Englands. STOLTUR STÚDENT Edda Björgvinsdóttir stendur hér stolt með litlu dóttur sína, Evu Dögg, í fanginu á útskriftardaginn. Óhætt er að segja að þær hafi báðar þroskast mikið síðan þessi mynd var tekin árið 1971. Í ALLTOF LITLUM SKÓM Brynja Þorgeirsdóttir stendur hér á tjörninni í Reykjavík í sínu fínasta pússi árið 1985. Sænsk vinkona hennar var í heimsókn og vildi endi- lega fá mynd af snjó áður en hún færi heim. Brynja segist hafa klæðst þessum jakka, sem hún líkir við gólfteppi, í tvö til þrjú ár og þótt hún ægilega fín. Skórnir voru eitt það heitasta í tískunni þetta árið og lét Brynja sig hafa það að vera í þeim þrátt fyrir að þeir væru alltof litlir. FRÆGIR FYRIR FRÆGÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.