Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 18
 27. september 2006 MIÐVIKUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Innflutningur á úrum og klukkum Heimild: Hagstofa Íslands 59 ,1 T O N N 67 ,5 T O N N 40 T O N N 2004 2005 Nóatúni 4 Sími 520 3000 ��������� , WM 12E460SN Ný vél með íslensku stjórnborði, 1200 snúninga, tekur 6 kg. Fjöldi þvottakerfa, auðveld í notkun. �������� , WT 44E100SK Með íslensku stjórnborði, tekur 6 kg. Barkalaus. Fjöldi þurrkunarkerfa. Tækifærisverð ���������������� Tækifærisverð ���������������� Skoðið öll tilboðin á www.sminor.is Verið ávallt velkomin í heimsókn ������ ���������� ����������og��� �������� með íslenskummerkingum A T A R N A / S T ÍN A M A J A / F ÍT Samningur um forvarnar- samstarf gegn brunaslysum af völdum heits vatns var undirritaður á milli Orkuveitu Reykjavíkur og Sjóvá For- varnahúss um helgina. Herdís Storgaard, forstöðumaður forvarnahússins, leiðir verkefnið. Hversu algeng eru brunaslys af völdum heits vatns? „Þetta eru einhverjir tugir slysa á ári hverju, allt frá því að vera minni háttar brunasár, sem hægt er að meðhöndla með umbúðum eða annarri meðferð, til lífshættulegra bruna. Þá eru tuttugu til þrjátíu prósent líkamans eða meira brennd. Börn eru mestri hættu en það eru aðrir hópar líka, til dæmis aldraðir og einstaklingar sem búa við fötlun af ýmsu tagi.“ Hvernig er hægt að koma í veg fyrir þessi alvarlegu slys? „Fyrst og fremst að kynna fyrir fólki þá tækni sem til er í dag. Ýmsar tæknilausnir eru til og liður í átakinu er einmitt að koma þessum upplýsingum út til almennings og til fagaðila sem vinna við uppsetningu á lögnum og öðru slíku.“ SPURT & SVARAÐ FORVARNIR GEGN BRUNASLYSUM Börn í hættu HERDÍS STORGAARD FORSTÖÐUMAÐUR Eftir óeirðirnar á Norðurbrú í Kaupmanna- höfn hefur orðið „hústökufólk“ verið nokkuð í umræðunni. Íslenska orðið er afar gagnsætt og skýrt, en hefur á sér fremur neikvæðan blæ. Í einni enskri orðabók er það þýtt sem „squatter“, sem er til dæmis heiti á þeim sem settust að á óbyggðu landi í Ástralíu á 19. öld. Ágætt væri því að rifja upp sögu þessara hug- taka. Hver er munurinn á landtökumanni og landnámsmanni? Landnámsmaður nemur land fyrstur manna eða í umboði ríkisstjórnar. Landtökumað- ur sest hins vegar að á landi sem þá þegar er í einkaeigu, en enginn nýtir. Landrán, líkt og á hernumdum svæðum Palestínu, fell- ur utan þessarar umræðu. Stundum vinnur landtökufólk sér inn hefðarrétt til landsetu, ef yfirvöld sjá sér hag í því. Þetta gerðist í Ástr- alíu, þar sem landtökufólkið gerðist stór hluti hagkerfisins. En er hústökufólk ekki bara ónytjungar? Oft kann svo að virðast, sérstaklega þegar fólk- ið er atvinnulaust óreglufólk. Með hústöku er samt sem áður verið að nýta verðmæti, sem annars stæðu engum til gagns. Einnig er á stundum ráðist í hústöku af hugsjónarástæð- um og hús að hruni komin endurnýtt í þágu almennings. Hví eru hústökur svo almennar í Dan- mörku? Fríríkið Kristjanía, sem er þjóðfélagstilraun sem vakti athygli um víða veröld, var sett á lagg- irnar með hústöku. Kristjanía var áður hverfi ónýttra herskála í miðborg Kaupmannahafn- ar. Hippar bjuggu þar til nýtt samfélag og þótt nágrannar þeirra hafi sjaldnast verið upprifnir yfir uppátækinu, voru íbúar Kristjaníu stoltir af þegnskapnum. Í ljósi velgengni þeirrar hús- töku hefur hugmyndafræðin notið nokkurs fylgi meðal Dana í róttækari kantinum. FBL-GREINING: HÚSTÖKUFÓLK Þjófar eða þjóðþrifafólk? Á morgun verður byrjað að safna vatni í Hálslón, uppistöðulón Kárahnjúka- virkjunar. Á einu ári verður lónið orðið fullt af jökul- vatni en afhending raforku fyrir álver Alcoa á Reyðar- firði er áætluð næsta vor. Vatnssöfnun í Hálslón hefst á morgun og standa framkvæmd- irnar við Kárahnjúka, þær umfangsmestu í Íslandssögunni, því á tímamótum. Hálslón, sem myndað er með þremur stíflum, Sauðárstíflu, Kárahnjúkastíflu og Desjárstíflu, verður 57 ferkílómetrar að stærð. Dýpst verður það 180 metra djúpt, uppi við Kárahnjúkastíflu, en hún er stærsta stíflan af þeim þremur sem mynda Hálslón með stíflun áa er renna úr Brúarjökli, rúmlega 190 metra há og 800 metra breið. Samkvæmt áætlunum Lands- virkjunar er gert ráð fyrir um 50 sentímetra vatnsborðshækkun að meðaltali á degi hverjum á næsta ári, þangað til vatnsmagnið hefur náð hámarki eftir um eitt ár. Stíflurnar tæknimannvirki Frá og með vormánuðum næsta árs verður hægt að stýra fyllingu lónsins með því að beita loku í botnrás lónfyllingar og hægja þannig á innrennsli. Þetta er gert til þess að geta stýrt vatnsumferð og til þess að jafna álag á vélar og mannvirki, og þannig auka öryggi. Reiknað er með því að vatns- hæð lónsins verði rúmlega 550 metrar yfir sjávarmáli í upphafi næsta árs en vatnshæðin nær hámarki í október í næsta ári og verður þá, ef allt gengur eftir, rúmlega 620 metrar. Lágmarks- hæð vatnsborðs við almennan rekstur á virkjuninni þarf að vera um 575 metrar. Hraði hækkunar á vatnsborð- inu verður mestur á fyrstu vikum og mánuðum eftir að vatnsöfnunin hefst. Aurburður í jökulvatninu, sem myndar Hálslón, er gríðar- legur en talið er að lónið muni fyllast af aur á um 400 árum, miðað við framburð sem nú er fyrir hendi. Upphaf vatnssöfnunar í Háls- lón markar kaflaskil í framgangi stærstu framkvæmda sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Mann- virkjagerð er langt komin en áætl- að er að síðasti hluti vinnu við steypukápuna utan á Kárahnjúka- stíflu ljúki innan skamms tíma. Umdeildasti hluti framkvæmd- anna Framkvæmdirnar við Kárahnjúka eru ekki einungis þær stærstu í Íslandssögunni heldur einnig þær umdeildustu. Allt frá fyrstu hug- myndum um framkvæmdirnar hefur andstaða við þær verið mikil. Efasemdaraddir vegna virkj- anaframkvæmdanna, og þá sér- staklega vegna áhrifa Hálslóns, hafa ekki allar einskorðast við náttúruverndarsjónarmið og umræðu um of miklar landfórn- ir. Jarðfræðingar hafa gagnrýnt rannsóknir á hugsanlegum áhrif- um vatnsþrýstings á sprungur í Hálslóni, en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í lok júlí fyrr á þessu ári fundu jarðfræðingarnir Kristján Sæmundsson og Haukur Jóhannesson virkar sprungur í væntanlegum botni lónsins árið 2004 og 2005. Eftir nána skoðun á sprungun- um, og hugsanlegri gliðnun þeirra og þar með of miklum leka, töldu forsvarsmenn Landsvirkjunar óþarft að hafa áhyggjur af sprungunum, þar sem þær liggi skáhallt í berginu sem útiloki að þær geti gliðnað svo mikið að þær valdi of miklum leka, sem síðan dragi úr afkastagetu virkjunar- innar. Þriðja stærsta stöðuvatn Íslands Eftir að Hálslón hefur myndast að fullu, það er seint á næsta ári, verður orðið til þriðja stærsta stöðuvatn Íslands. Þórisvatn og Þingvallavatn eru töluvert mikið stærri, eða rúmlega 80 ferkíló- metrar að stærð. Hálslón verður þó án vafa stærsta manngerða stöðuvatnið og eitt það vatnsmesta. Vatnsöflun í Hálslón að hefjast KÁRAHNJÚKASTÍFLA Opinu til vinstri verður lokað á fimmtudag þegar vatnssöfnun hefst. Til hægri eru hjárennslisgöng sem voru notuð fyrr á framkvæmdatímanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AÐALVATNSINNTAKIÐ Um þessi göng mun virkjunin fá mest af vatnsmagni sínu. Jeppinn ber við svartar grindur sem eiga að sía aðskotahluti úr vatninu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTASKÝRING MAGNÚS HALLDÓRSSON magnush@frettabladid.is 2003 HORFT YFIR HÁLSLÓN Svona er áætlað að lónið líti út þegar það er orðið fullt að ári liðnu, en þá mun það þekja 57 ferkílómetra. FRÉTTABLAÐIÐ/LANDSVIRKJUN Brúarjökull Vatnajökull Kverkfjöll Sauðafell Sauðárháls Sauðárdalur Sandfell Hálslón Desjarárstífla Fremri- Kárahnjúkur Jökulsá á Dal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.