Fréttablaðið - 27.09.2006, Side 21

Fréttablaðið - 27.09.2006, Side 21
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Vilhjálmur Þorsteinsson hefur síðustu ár verið að læra myndlist í Myndlista- skólanum í Reykjavík. Hann mælir með skólanum fyrir alla. Vilhjálmur byrjaði fyrir fjórum árum að taka stök kvöldnámskeið í Myndlistaskólanum. „Ég tók þetta tiltölulega skipulega og byrjaði í teikningu 1 sem er svona grunnnámskeið í teikningu með blýanti og hélt svo áfram yfir í módelteikningu, litafræði, portrettteikningu og olíumálun,“ segir hann. Síðasta vetur var Vilhjálmur í fullu námi í fornámsdeild Myndlistaskólans. „Í fornám- inu lærum við meðal annars listasögu, alveg frá hellamálverkum til nútímans og vinnum skrifleg verkefni sem felast yfirleitt í því að fara á sýningu og skrifa um hana eða taka fyrir einhvern ákveðinn listamann. Við erum í skólanum alla daga frá níu til fjögur eða lengur og það er mjög gaman að vera í skólan- um heilu dagana og vikurnar, niðursokkinn í það sem maður er að gera.“ Þeir sem fara í fornámið í Myndlistaskól- anum geta fengið einingarnar metnar inn í framhaldsskóla. „Margir sem eru í fornám- inu eru að undirbúa sig fyrir listaháskóla og eru að byggja upp möppu með verkum og æfa sig og þjálfa. Flestir sem voru með mér í bekk sóttu um í Listaháskólanum og komust nánast allir inn í hann í haust. Ég er á svolítið öðrum stað í lífinu og eldri en flestir sem voru með mér og var að taka þetta meira fyrir sjálfan mig sem svona sjálfsrækt.“ Vilhjálmur segist líka aðeins hafa verið að læra ljósmyndun og á photoshop í Myndlista- skólanum. „Ég hef eiginlega prófað allt sem skólinn hefur upp á að bjóða nema keramik- ið,“ segir hann og hlær. „Í skólanum er líka kennt umbrot og vídeógerð svo námskeiðin eru ansi fjölbreytt. Kennararnir eru mjög góðir en þeir eru yfirleitt starfandi listamenn og gaman að kynnast þeim.“ Í vetur ætlar Vilhjálmur að taka að minnsta kosti eitt námskeið í Myndlistaskólanum. „Ég er ekki alveg búinn að velja námskeið en það er líklegast að ég fari í einhverja olíumálun. Það er mjög gaman að vera í skólanum og virkilega góð reynsla sem ég get alveg mælt með fyrir þá sem hafa einhvern áhuga á þessu sviði,“ segir hann. emilia@frettabladid.is Myndlist sem sjálfsrækt Vilhjálmur hóf nám í myndlist fyrir fjórum árum með því að taka stök kvöldnámskeið. FRÉTTABLAÐIÐ/ Nýr kortavefur um Ísland, www.map24.is, hefur verið opnaður. Þar verður hægt að fletta upp heimilisföngum, finna hótel og bóka gistingu og fá leiðarvísi á milli staða o.s.frv. Loftmyndir ehf. og MapSolute standa að vefnum sem verður öllum opinn. Nánar um opnun vefsins á www.ferdamalastofa. is. Niðurstöður á rannsókn sem gerð var á íslenskri mannauðs- stjórnun verða kynntar á morgunverðarfundi í dag kl. 08.30 í Háskólanum í Reykjavík og lýkur kl. 10.00. Hér er á ferð stærsta rannsókn af þessu tagi sem framkvæmd hefur verið á Íslandi. Ókeypis er á fundinn en sætafjöldi takmarkaður. Sjá www.hr.is. Nýr sýningarsalur verður opn- aður í húsakynnum Bílaþings Heklu á Laugavegi 174 í þessari viku. Nánari upplýsingar á heimasíðu fyrirtækisins, www. hekla.is. ALLT HITT [NÁM BÍLAR FERÐIR] REYNSLUAKSTUR SUBARU LEGACY Líklega bestu kaupin í dag BÍLAR 4 Á SLÓÐUM ÍSLENDINGA Guðlaugur Arason leiðir fróð- leiksfúsa Íslendinga á slóðir forfeðranna í Kaupmanna- höfn FERÐIR 5 FRAMTÍÐ TOP GEAR ÞÁTT- ANNA EKKI LJÓS. Richard Ham- mond, einn af stjórnendum bresku Top Gear bílaþátt- anna, er loksins á batavegi. Hammond hlaut alvarlega höfuð- og heilaáverka fyrir viku þegar þotuhreyfilsbíll sem hann ók fór margar veltur eftir að dekk sprakk á um það bil 450 kílómetra hraða. Samkvæmt Jeremy Clarkson, sem kallar Hammond yfirleitt Hamstur, er hann smám saman að líkjast sjálfum sér og komst til meðvitundar rúmum sólarhring eftir slysið. Óvissu gætir þó með framhaldið þar sem höfuðáverkarnir gætu haft varanleg áhrif. Á sama tíma er framtíð Top Gear þáttanna óljós en ekkert verður ákveðið um næstu seríu fyrr en Hammond verður rólfær. Hamsturinn á batavegi Hamsturinn er smám saman að líkjast sjálfum sér en er enn þungt haldinn. Heimild: Almanak Háskólans GÓÐAN DAG! Í dag er miðvikudagurinn 27. september, 270. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 7.24 13.19 19.12 Akureyri 7.09 13.03 18.56

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.