Fréttablaðið - 27.09.2006, Síða 36

Fréttablaðið - 27.09.2006, Síða 36
MARKAÐURINN 27. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR8 F R É T T A S K Ý R I N G Bandaríski hagfræðingurinn Michael E. Porter er væntanlegur til landsins í næstu viku og mun halda tvo fyrirlestra meðan á dvöl hans stendur. Fyrri fyrirlesturinn verð- ur á ráðstefnu á Hótel Nordica að morgni 2. október en þar mun hann kynna í fyrsta sinn niðurstöður nýrrar rannsóknar um samkeppnishæfni Íslands. Í hádeginu tekur Porter svo við heiðurdoktorsnafnbót við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskólans. Að því loknu mun Porter flytja seinni fyrirlestur sinn í Háskólabíói og ber hann heitið „What is strategy?“ Heimsókn Porters er svo sannarlega hval- reki á fjörur jafnt stjórnenda fyrirtækja sem og hag- og viðskiptafræðinga og áhugamanna en hann er með virtustu hagfræðingum í heimi og af mörgum talinn fremsti hugsuður heims á sviði stefnumótunar og stjórnunar. Porter hefur fengið fjölda virtra viðurkenn- inga fyrir störf sín og var kosinn einn helsti og áhrifamesti hugsuður viðskiptalífsins undir lok síðasta árs. Til samanburðar var Bill Gates, stofnandi og stjórnarformaður banda- ríska hugbúnaðarrisans Microsoft, í öðru sæti listans sem náði yfir 50 helstu stjórnendur og hugsuði í viðskiptalífinu um allan heim. SÉRFRÆÐINGUR Í STEFNUMÓTUN Michael E. Porter fæddist árið 1947. Hann lauk B.E.S. gráðu með láði í geimtækni og vélaverkfræði frá Princeton University árið 1969 og var í kjölfarið valinn í tvö heið- ursmannafélög háskólastúdenta við skólana. Tveimur árum síðar lauk hann svo M.B.A. prófi frá Harvard Business School og hlaut doktorsgráðu í viðskiptahagfræði frá Harvard háskóla árið 1973. Hann gegnir prófessorsstöðu við Harvard Business School en árið 2001 komu skólinn og Harvard háskóli á fót stofnun stefnumótunar og samkeppnishæfni (Institute for Strategy and Competitiveness ) til að efla starf hans. Þetta mun vera það lengsta sem nokkur próf- essor kemst í Harvard og sýnir vel hversu hátt hann er metinn í fræðasamfélaginu í Bandaríkjunum. Stofnun Porters hefur boðið viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands til samstarfs um kennslu í rekstrarhagfræði á meistara- stigi með sérstakri áherslu á samkeppnis- hæfni fyrirtækja og þjóða (Microeconomics of Competitiveness) og er það nú í undirbúningi. Porter hefur sleitulítið starfað á sviði hag- fræði frá upphafi ferils síns en aðalsvið hans er stefnumótun fyrirtækja, samkeppnisað- ferðir og samkeppnishæfni og efnahagsleg þróun þjóða um allan heim. Þá hefur hann samhliða því verið ráðgjafi um stefnumótun hjá mörgum af fremstu fyrirtækjum í heima- landi sínu og hjá ýmsum alþjóðlegum fyrir- tækjum. En auk þessa þá er hann einnig aðal stefnuráðgjafi bandaríska hafnaboltaliðsins Boston Red Sox sem keppir í atvinnumanna- deildinni vestra. AFKASTAMIKILL OG VIRTUR HÖFUNDUR Samhliða starfi sínu sem prófessor í Harvard hefur Porter skrifað 17 bækur og yfir 125 greinar, sem margar hverjar hafa verið kenndar í stefnumótun víða um heim, þar á meðal hér á landi. Þrjár bækur hans um stefnumótun og samkeppnishæfni skipa hins vegar stærstan sess í höfundarverki Porters en þær skutu honum upp á stjörnuhimininn á sviði stefnumótunar. Fyrsta bókin, Competitive Strategy: Techniques for Analyzing Industries and Competitors, kom út árið 1980. Hún hefur verið prentuð 63 sinnum og þýdd á 19 tungu- mál. Þar fjallaði Porter um samkeppniskrafta- greininguna svokölluðu, sem tekur á þeim öflum sem fyrirtæki þurfa að kljást við í umhverfi sínu. Hin bókin er Competitive Advantage: Creating and Sustaining Superior Performance, sem kom út fimm árum síðar, og hefur hún verið prentuð 38 sinnum. Þriðja bókin, The Competitive Advantage of Nations, kom svo út fyrir sextán árum en hvati hennar var þegar Ronald Reagan, fyrrum for- seta Bandaríkjanna, skipaði hann í nefnd sína um samkeppn- ishæfni iðnaðarins árið 1983. Bókin varð síðan upphaf- ið að vangaveltum hans sem snúa að að samkeppnishæfni og efnahagslegri þróun. Í bókinni er varpað fram nýrri kenningu um sam- keppni þjóða, ríkja og svæða og upp- sprettu efnahags- legrar velmegunar þeirra. Henni var fylgt eftir með yfir- gripsmikilli röð bóka um áhrif staðsetn- ingar á samkeppni með áherslu á hlutverk þyrpinga. Þessar kenningar hafa haft mikil áhrif á stefnumótun efnahagsmála um allan heim. Porter mun vera með átjándu bók sína í smíðum og er hann sagður stefna að því að ljúka henni á þessu ári. MICHAEL E. PORTER Á RÁÐSTEFNU Á INDLANDI Prófessor Porter er eftirsóttur fyrirlesari um stefnumótun og samkeppn- ishæfni víða um heim. Hann hefur hlotið viðurkenningar fyrir störf sín og skipar eina virðingarverðustu stöðuna innan Harvard háskóla. NORDICPHOTOS/AFP Hugsuður viðskiptalífsins ræðir um samkeppnishæfni Michael E. Porter, prófessor við Harvard háskóla í Bandaríkjunum, flytur tvo fyrirlestra á Hótel Nordica og í Háskólabói um samkeppnishæfni Íslands og stefnumótun og samkeppnisaðferðir í víðara samhengi í næstu viku á vegum Capacent. Margir hafa lengi beðið komu Porters hingað til lands en hann þykir einn merkasti hugsuður viðskiptalífsins um stefnumótun fyrirtækja og samkeppnismál. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson leit yfir feril Porters og leitaði til nokkurra einstaklinga sem hafa kynnt sér hugmyndir hans. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, komst í fyrstu bók Michaels E. Porter um samkeppniskraftagrein- inguna frá 1980 í kring- um 1988 þegar hann var við nám í MIT í Boston í Bandaríkjunum. „Mér fannst hugmyndir hans mjög áhugaverðar og það má segja að þótt þetta séu engin raunvísindi þá er þarna ákveðin skipulögð hugsun um það hvernig greina má samkeppnisum- hverfið og möguleika fyr- irtækja til að ná árangri,“ segir Hannes enda hægt að beita greiningu Porters á flesta þætti í fyrirtækja- rekstri. Hannes segir bókina hafa haft töluverð áhrif á sig. „Þetta ýtti undir þann áhuga sem ég hafði á við- skiptum og hjálpaði til við að leggja grunninn að ákveðinni rökhugsun um það hvernig maður greinir tækifærin á samkeppnis- markaði. Þá getur maður notað hana til sjá hvar fyr- irtæki er statt hverju sinni og hvernig málum er hátt- að gagnvart bæði birgjum og viðskiptavinum,“ segir hann og bætir við að grein- ingin sé mikilvæg fyrir stjórnendur enda geti þeir beitt henni til að sjá hvern- ig fyrirtæki þeirra stendur sig í samkeppni við önnur félög. - jab HANNES SMÁRASON Forstjóri FL Group segir að hægt sé að nota sam- keppniskraftagreiningu Michaels E. Porter til að greina tækifærin á sam- keppnismarkaði. MARKAÐURINN/E.ÓL. Ýtti undir áhuga á viðskiptum 2 . O K T Ó B E R 2 0 0 6 D A G S K R Á P O R T E R S Hótel Nordica: kl. 7:30-11:00 Fyrirlestur: Samkeppnishæfni Íslands Hátíðasalur Háskóla Íslands: kl. 12:15– 13:00 Heiðursdoktorsnafnbót Háskólabíó: kl. 14-15 Fyrirlesturinn: What is strategy?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.