Fréttablaðið - 27.09.2006, Page 37

Fréttablaðið - 27.09.2006, Page 37
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dags- brúnar, segir Michael E. Porter ótrúlega flinkan fræðimann. Samkeppnis- kraftagreining hans um mikilvægi þess að fyr- irtæki greini markaðinn og setji sér skýra stefnu sé í fullu gildi, að hennar sögn. „Þetta er grunnhugs- un hjá flestum fyrirtækjum enda fjallar hún meðal annars um það hvernig fyrirtæki geta boðið annað og betra en þau fyr- irtæki sem þau eru að keppa við,“ segir Þórdís en hún komst í kynni við kenningar Porters úr bók hans Competitive Strategy: Techniques for Analyzing Industries and Competitors frá árinu 1980 þegar hún var í M.B.A. námi í Vlerick í Belgíu. Þaðan útskrifað- ist hún árið 2001. „Það getur verið hættulegt fyrirtækjum að gleyma að skilgreina viðskiptavini sína og ákveða hvaða hópa það vill ná til,“ segir Þórdís og bætir við að afleið- ingarnar geti orðið þær að fyrirtæki sem slíku gleymi reyni að gera allt. Að þessu leyti líkist greining Porters leiðarvísi að rekstri fyrirmyndarfyrirtæk- is, að hennar sögn. Þórdís tekur þátt í pallborðs- umræðum að loknum fyrirlestri Porters á ráðstefnu um sam- keppnishæfni Íslands á Hótel Nordica 2. október. - jab ÞÓRDÍS SIGURÐAR- DÓTTIR Þórdís komst í kynni við kenningar Porters þegar hún var í MBA námi í Belgíu. Leiðarvísir að fyrirmyndarfyrirtæki Runólfur Smári Stein- þórsson, prófessor við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að sterk staða Michaels E. Porter á sviði stefnu- mótunar og fyrirtækja- rekstrar sé ótvíræð. Hann sé prófessor á efsta stigi, lengra verði ekki komist í Harvard. Því til sönnunar sé bæði titill hans og stofn- un í stefnumótun og sam- keppnishæfni sem sett var á laggirnar við Hardvard til að efla starf hans. Runólfur hélt kynningu á Porter í Háskóla Íslands í síðustu viku þar sem hitað var upp fyrir ráðstefnuna og fyrir- lesturinn á mánudag í næstu viku. „Þetta er einstaklingur sem brýt- ur blað í stefnumótunarfræðun- um árið 1980 þegar hann gerir meðal annars grein fyrir ferli verðmætasköp- unar innan fyrirtækja,“ segir Runólfur og bætir við að þótt stefnumótun- arfræðin hafi mótast um 20 árum áður en Porter skrifaði bók sína þá hafi ekki verið búið að stilla fræðunum upp með sama hætti og hann gerði með samkeppniskraftagrein- ingunni. „Hún þykir núna ómiss- andi verkfæri í greining- arvinnu við stefnumótun í rekstri fyrirtækja,“ segir Runólfur og bendir á að kenning Porters sé rauður þráður í gegnum fleiri bækur hans, meðal annars í bók hans um samkeppnishæfni þjóða frá árinu 1990. - jab RUNÓLFUR SMÁRI STEINÞÓRSSON Samkeppniskrafta- greiningin er rauður þráður í bókum Michaels E. Porter, að sögn Runólfs Smára Steinþórssonar, próf- essors við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Braut blað í stefnumótunarfræðum Verkfræðingum og hönnuðum Mercedes-Benz hefur tekist að skapa nýjan ofurjeppa sem setur ný viðmið í sínum flokki. Hinn nýi GL-Class jeppi er fáanlegur með afar kröftugum en jafnframt sparneytnum vélum, t.d. skilar 420 CDI dísil- útfærslan sannkallaðri sportbílasnerpu (0-100 km/ klst. á aðeins 7,6 sek.) með sínum 306 hö. og togi upp á 700 Nm. Stærsta vélin í GL-Class er 5 lítra, 388 hestafla bensínvélin sem skilar þessum stóra og kröftuga jeppa úr 0 í 100 á aðeins 6,5 sekúndum! Aksturseiginleikarnir eru einstakir og hann er afar rúmgóður og kröftugur í alla staði og við allar aðstæður. GL-Class jeppinn hefur alls staðar aflað sér mikillar virðingar hjá sérfræðingum og þeim sem gera ýtrustu kröfur til gæða. Virðing H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Nýr GL-Class ofurjeppi ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz bifreiða á Íslandi. Vantar diskapláss? Þessi er 2 Terabyte og stækkanleg í 42 ! Tölvuþjónustan SecurStore - 575 9200 Hitachi Tagmastore WMS100 iSCSI - Single Controller - 2 x 2 ISCSI interfaces með 2 GigE ports. - 2 TB SATA diskar (4 x 500 GB) stækkanleg í 42 Tb - 512 MB Cache - 12 mánaða viðhaldssamningur iSCSI sameinar tvo samkiptastaðla (SCSI og TCP/IP) sem gerir þér kleift að tengja diskastæður við netkerfi þitt á einfaldan og hagkvæman hátt og nýta þar með núverandi fjáfestingu í netkerfi fyrirtækisins betur. Hitachi Data Systems hafa undanfarin ár verið leiðandi framleiðandi á diska- stæðum fyrir stórfyrirtæki. Nú hefur fyrirtækið einbeitt sér að lausnum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem sameina háþróaða tækni, stækkanleika, hátt þjónustustig og gott verð. Afhendingartími á lausnum frá Hitachi er mjög skammur (oftast innan við vika) og 12 mánaða viðhaldssamningur er alltaf innifalinn. HDS framleiðir diskastæður sem henta öllum stærðum fyrirtækja. Nánari upplýsingar eru á: www.hds.com eða í síma 575 9200. Verð 833.222* m.vsk * Verð sem m iðast við gengi DKK þann 24.08.06. Athugið að 19" skápur sem sýndur er á m ynd er ekki innifalinn í verði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.