Fréttablaðið - 27.09.2006, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 27.09.2006, Qupperneq 38
MARKAÐURINN Almennt virðist mikil ánægja ríkja með fyr- irhuguð kaup OMX, sem rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi, sem á og rekur Kauphöll Íslands. Talað er um að þarna hafi verið stigið tímabært skref í að þróa markaðinn hér, enda smæð hans jafnvel talin hafa verið farin að hamla stærstu fyrirtækj- unum sem á hann eru skráð. Þá hafa forsvars- menn fyrirtækja talað um að hér hafi skort á áhuga erlendra fjárfesta og grein- ingardeilda stórra erlendra banka. Þrjú fyrirtæki Kauphallarinnar rata inn á lista yfir 50 stærstu félög innan OMX, Kaupþing banki í 22. sæti, Glitnir banki í 47. sæti og Landsbanki Íslands í 48. sæti. Þá er ekki langt í tvö næstu fyrirtæki Exista og Actavis, markaðsvirði þeirra er nú um 255 og 226 milljarðar króna, en finnska fyrirtækið Kesko, sem er í 50. sæti á listanum, er 279 milljarða króna virði. ÁVINNINGUR FYRIR ALLA Gengið var frá viljayfirlýs- ingu um kaupin í síðustu viku en formleg undirritun á að verða í lok næsta mán- aðar. Stefnt er að því að sameiningin taki gildi um áramót og íslensk fyrirtæki verði þá hluti af Norræna listanum. Í kjölfar- ið eyst sýnileiki fyrirtækjanna til muna og um leið verður markaðsupplýsingum héðan dreift með öðrum upplýsingum frá OMX og íslensk bréf verða hluti af OMX vísitölunum. Vísitölur fyrir íslensk bréf endurspegla svo áfram þróunina í kauphöllinni hér. Kaupverðið nemur um þremur milljörðum króna, en hluthöfum í eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi býðst að fá nýútgefna 2,07 milljón hluti í OMX í skiptum fyrir hlut sinn í Verðbréfaþingi. Verðmæti bréfanna er metið á 2.450 milljónir króna. Að auki fá hluthafar greitt handbært fé og verðbréf í eigu Verðbréfaþings að verðmæti 570 millj- ónir króna. Eftir kaupin lúta Kauphöllin og Verðbréfaskráning áfram íslenskum lögum og eftirliti yfirvalda. Þá er kálið ekki alveg sopið því kaupin eru háð áreiðanleikakönnun, undirritun samnings um sameiningu, sam- þykki eftirlitsstofnana og samþykki auka- aðalfundar OMX. Ekki eru þó taldar miklar líkur á að snurða hlaupi á þráðinn úr þessu. Sameining OMX og Kauphallarinnar er sögð munu hafa ávinning í för með sér fyrir alla sem að málum koma um leið og stuðlað sé að enn frekari samþættingu nor- ræns verðbréfamarkaðar. Fyrir rekur OMX kauphallir í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Helsinki, Ríga, Tallin og Vilníus. Kauphöll Íslands sér svo um rekstur VMF, kauphall- arinnar í Færeyjum, og því í raun ekki nema Kauphöllin í Osló í Noregi sem stendur stök fyrir þetta samstarf kauphalla Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Þegar tilkynnt var um kaupin var haft eftir Jukku Ruuska, forstjóra kauphallararms OMX, að félagið væri ánægt með að dýpka samstarfið enn frekar og það byði markaðinn hér velkominn inn í OMX. „Við erum að skapa samþættan norrænan markað til að auka viðskipti milli Norðurlandanna og gera hann meira aðlað- andi í augum erlendra fjárfesta,“ sagði hann. ÁFRAMHALDANDI SAMHÆFING Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir það sem snýr að skráðum fyrirtækjum, 27. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR10 Ú T T E K T YS OG ÞÝS Í OMX KAUPHÖLLINNI DÖNSKU Margir telja heppilegt að gengið hafi verið inn í OMX samstarfið áður en til frekari samruna stærri kauphalla kunni að koma. Er talið óvíst að kauphöll af þeirri stærðargráðu sem yrði til við samruna Lundúnakauphallarinnar og OMX eða í samstarfi við Nasdaq hefði mikinn áhuga á því að leggja í vinnu við að koma á sam- starfi við jafnlitla kauphöll og sú íslenska er. Mynd/OMX Kaupmannahöfn Innan OMX fá fyrirtækin aukna athygli og fleiri tækifæri Stærri fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru talin njóta góðs af fyrirhuguðum samruna kauphallarinnar hér við OMX kauphallirnar. Helsta áhyggjuefnið meðan verið var að velta fyrir sér sölunni var hvernig smærri fyrirtækjum myndi reiða af. Þrjú íslensk fyrirtæki eru meðal 50 stærstu félaga OMX. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér samrun- ann og viðhorf til hans. S A M E I N I N G I N Í H N O T S K U R N Í kjölfar fyrirhugaðra kaupa á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi verður OMX móðurfélag samstæð- unnar. OMX er þegar skráð félag í kauphöllunum í Stokkhólmi, Helsinki og Kaupmannahöfn og þegar gengið hefur verið frá kaupunum hyggst félagið sækja um skráningu í Kauphöll Íslands. Eftir kaupin lúta Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráning Íslands eftir sem áður íslensk- um lögum og eftirliti íslenskra yfirvalda. Kauphöll Íslands verður markaðssett undir merkj- um OMX. Stjórn OMX kauphallanna samanstendur af fram- kvæmdastjórum innan OMX og utanaðkomandi stjórnarmönnum sem eru fulltrúar lykilhluthafa. Stjórnin mun hafa einn utanaðkomandi stjórnar- mann sem er fulltrúi íslenska markaðarins. Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing ætlar að skipa ráðgjafanefnd með núverandi stjórnarmönnum Eignarhaldsfélagsins sem á að veita ráðgjöf um skipan íslensks stjórnarmanns í stjórn OMX kaup- hallanna. Þá er sú nefnd sögð reiðubúin til ráð- gjafar um önnur mikilvæg málefni fyrir íslenskan markað. Lenner & Partners eru fjárhagslegir ráðgjaf- ar við kaupin og Vinge lögfræðilegur ráðgjafi OMX. JPMorgan er svo fjárhagslegur ráðgjafi Eignarhaldsfélagsins Verðbréfaþings og Logos lög- mannsþjónusta lögfræðilegur ráðgjafi. Um áramótin, þegar sam- runinn við OMX gengur í garð, verður einnig nafni iSEC, hlutabréfamarkað- ar Kauphallarinnar fyrir smá og millistór fyrirtæki, breytt og hann fær heitið First North. First North er annar stærsti evrópski hlutabréfamarkaðurinn fyrir smá og millistór fyrir- tæki hvað fjölda fyrirtækja varðar. Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar segir ástæðuna fyrir breyt- ingunni fyrst og fremst vera þá að OMX sé með sambæri- lega First North markaði, eða markaðstorg á hinum Norðurlöndunum. „Við vilj- um fella íslenska markaðinn undir það heiti og teljum það einfaldlega markaðnum til góðs að tilheyra stærri fjölskyldu. Við ætlum hins vegar ekki að breyta við- skiptahugmyndinni í sjálfu sér, en hún er ekki alveg sambærileg í öllum atriðum við hina First North mark- aðina þótt ekki muni þar miklu, auk þess sem reynd- ar er líka munur á milli Norðurlandanna líka. En við ætlum að reyna til þrautar þá uppbyggingu markaðar- ins sem lagt var upp með,“ segir Þórður og bendir á að mikil fjölgun fyrirtækja sé á First North mörkuðunum. „Ég er staðfastlega þeirrar trúar að við eigum eftir að sjá þann markað lifna vel við.“ Sem stendur er einung- is eitt fyrirtæki, Hampiðjan, skráð á iSEC markaðinn, en hann var gangsettur fyrr á árinu. Þórður segir að smám saman verði trúlega aukin samræming meðal allra First North markaðanna. iSEC verður First North
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.