Fréttablaðið - 27.09.2006, Side 40

Fréttablaðið - 27.09.2006, Side 40
■■■■ { sjávarútvegur } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2 Landsamband íslenskra útvegs- manna nefnast hagsmunasamtök útvegsmanna. Yfirlýstur tilgangur samtakanna er margvíslegur; meðal annars að stuðla að framförum í sjávarútvegi, hagkvæmri nýtingu sjávarstofna og vinna að umhverfis- málum. Þá gæta samtökin hagsmuna útvegsmanna við gerð kjarasamn- inga, taka þátt í alþjóðasamstarfi og fylgjast með samningsgerð íslenska ríkisins við önnur ríki. Samtökin eru einnig í forsvari við rekstur mála fyrir dómi og gagnvart stjórnvöld- um er snerta sérstaklega réttindi og hagsmuni félagsmanna. Friðrik Jón Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir um hags- munasamtök í víðum skilningi að ræða. „Við höfum mikil samskipti við ríkisvaldið hvort sem það er ríkis- stjórn, Alþingi eða stofnanir ríkisins. Stór þáttur starfseminnar snýst um að koma að frumvörpum, hjálpa til við útfærslu reglna auk þess sem haft er mikið samráð við okkur varðandi nýtingu auðlinda.“ Hann segir sam- tökin taka nokkurn þátt í alþjóða- samstarfi meðal annars samningum um deilustofna auk þess að taka þátt í svokölluðum svæðastofnunum. Innan LÍÚ eru ellefu svæðisbund- in útvegsmannafélög. Samtökin eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins og felur þátttaka í LÍÚ því í sér beina aðild að Samtökum atvinnulífsins, með öllum þeim réttindum og skyld- um sem fylgja. Hjá samtökunum starfa átta manns; meðal annars hagfræðingur, sérfræðingur í fiskveiðistjórnun auk aðstoðarframkvæmdastjóra. Starf framkvæmdastjórans felst í því að vera málsvari samtakanna út á við auk þess að hafa yfirumsjón með daglegum rekstri. „LÍÚ beitir sér fyrir ábyrgri auð- lindanýtingu. Það er ljóst að við þurfum að fara varlega, sérstaklega varðandi þorskstofninn sem er okkar mikilvægasti stofn. Hins vegar telj- um við að til að ná árangri verðum við að nýta allar auðlindir. Þar er hvalurinn ekki undanskilinn,“ segir Friðrik Jón. Hávaxtastefnan beinlínis röng Aðstæður eru nokkuð góðar í sjávar- útvegi nú um stundir að mati Friðriks Jóns. Staða á mörkuðum sé almennt góð þótt nokkur óvissa ríki um teg- undir á borð við loðnu og rækju. Hann segir þó rekstrarskilyrði í sjáv- arútvegi gríðarlega háð gengi krón- unnar. „Gengið er alltof sterkt núna. Eðlilegt væri að gengisvísitalan væri á bilinu 130 til 140. Við vonumst til að það lagist fyrr en seinna.“ Friðrik segir samtökin ekki hafa mótað sérstaka afstöðu til þess hvort taka eigi upp evru hér á landi. Enda væru áhrif mestu stórframkvæmda Íslandssögunnar þau sömu, hvort sem gjaldmiðillinn heitir evra eða króna. Friðrik tekur þó undir með Samtökum atvinnulífsins og fleir- um sem gagnrýnt hafa hagstjórn Seðlabankans. „Við erum algerlega mótfallin hávaxtastefnu Seðlabank- ans. Hún er beinlínis röng og hefur valdið miklum skaða, bæði hjá sjáv- arútvegsfyrirtækum og öðrum fyrir- tækjum í útflutningsgreinum.“ Friðrik telur áhrifin þó ekki síst koma við venjulegt fólk í landinu. „Á endanum er það venjulegt fólk sem greiðir þessa háu vexti. Seðla- bankinn og önnur stjórnvöld þurfa alvarlega að hugsa sinn gang. Þótt ég sé alls ekki að segja að ástandið væri betra væri stjórnarandstaðan við völd.“ Stærsta áskorun LÍÚ er að mati Friðriks að tryggja stöðugleika í greininni þannig að fjárfestar og aðrir sem vinna við sjávarútveg búi við góðar aðstæður. „Við þurfum auðvitað alltaf að glíma við ýmsa ytri þætti á borð við stöðu fiskistofna, fiskgengd og gengi gjaldmiðla en stóra málið er að tryggja rekstrar- umhverfi í sjávarútvegi. Þegar menn fjárfesta í veiðiheimildum verða þeir að geta gengið að því að aðstæður breytist ekki á morgun.“ Hann segir menn hafa fjárfest í sjávarútvegi fyrir tugi milljarða og nauðynlegt að tryggja að sú fjár- festing hverfi ekki á örskotsstundu. „Stóra málið sem við stöndum frammi fyrir er að tryggja fiskveiði- stjórnunarkerfið til lengri tíma. Enda skilar það mestu ef menn geta hugs- að og gert áætlanir til lengri tíma.“ Hvalveiðar strax á morgun LÍÚ hefur barist fyrir því að hval- veiðar hefjist að nýju við Íslandsmið. Nýlega létu samtökin, ásamt öðrum hagsmunahópum, gera könnun þar sem fram kom að rúmlega 77 pró- sent landsmanna eru því fylgjandi að hvalveiðar hefjist að nýju. Frið- rik telur ekkert því til fyrirstöðu að hvalveiðar hefjist strax á morgun enda sé um mun mikilvægara mál að ræða en margan grunar. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif hvalurinn hefur á lífríki sjávar. Hvalir éta sex milljónir tonna úr líf- ríkinu árlega, tvær milljónir tonna af fiski á ári hverju, og þar af tæplega milljón tonn af loðnu. Við teljum að þetta verði að gerast nú fyrr en seinna.“ Friðrik segir hvalveiðar upphaf- lega hafa verið stöðvaðar á þeim grundvelli að svo gríðarlega hefði gengið á hvalastofna. Þau rök haldi nú ekki lengur enda hvalastofnar í sögulegu hámarki. Rúmlega fjörutíu þúsund hrefnur séu nú í sjónum og að langreyðarstofninn telji um 24 þúsund dýr. „Ef við náum þessum stofnum niður þá getum við veitt fyrir á annan tug milljarða króna til viðbótar á ári hverju. Þetta ger- ist auðvitað ekki á einu ári, heldur þyrfti að fækka hvölunum skref fyrir skref.“ Friðrik segir þessa útreikninga miða við að það fækki um þrjátíu prósent af hrefnu, langreyði og sand- reyði. Áhrif hrefnunnar séu þó lang- mest, enda éti hún helming á móti öðrum tegundum. Friðrik segist eiga bágt með að trúa öðru en að hval- veiðar hefjist fyrr en síðar, enda væri annað óskynsamlegt. „Þetta er gríð- arlega mikilvægt mál með tilliti til nýtingar á fiskistofnum. Það segir sig einfaldlega sjálft að ef einn stofn er látinn vaxa en annar nýttur þá endar það illa. Stór hluti skýringarinnar á því að við nýtum ekki þorskstofninn betur en raun ber vitni er sá að hval- urinn fær að leika lausum hala.“ Eigum að klippa á sjóræningja Sjóræningjaveiðar hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Friðrik segir ýmislegt hafa áunnist í baráttunni gegn ólöglegum veiðum. „Í sumar var eftirlitsskip á miðunum sem tók afla af þessum skipum. Síðan hefur þeim skipum sem uppvís hafa verið af ólöglegum veiðum verið fylgt eftir. Við vitum til að mynda að Pole Star, sem var hér á miðunum um daginn, er komið til Kóreu.“ Sjóræningjaskip hafa veitt allt að þrjátíu þúsund tonn á ári af karfa þegar mest lætur og því aug- ljóst að hér duga engin vettlinga- tök. „Þessi skip dúkka upp ár eftir ár á nýjum fána og stundum með nýja útgerðaraðila. Þetta er ekkert nema glæpastarfsemi og ég tel að við eigum að beita okkur harðar gegn þeim. Þá er langnærtækast að beita klippum.“ Friðrik segir ríki sem veita sjó- ræningjaskipum skálkaskjól brjóta gegn Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og fleiri alþjóðasamning- um. „Þessi ríki rækja engar skyldur og eru algerlega utan laga og réttar. Þess vegna tel ég réttlætanlegt að beita sjóræningjaskipin hörðu.“ Stöðugleikinn stærsta verkefnið Mörg baráttumál brenna á Friðriki Jóni Arngrímssyni, framkvæmdastjóra LÍÚ. Friðrik gagnrýnir hagstjórn Seðlabankans harðlega, segir að hefja ætti hvalveiðar strax á morgun og vill klippa á veiðarfæri sjóræningjaskipa. Mikilvægast af öllu er þó að varðveita stöðugleika í sjávarútvegi, því sé nauðsynlegt að festa fiskveiðistjórnunarkerfið í sessi til langframa. Tæplega áttatíu prósent landsmanna vilja hefja hvalveiðar á ný. Friðrik telur um þjóðþrifamál að ræða. „Ef einn stofn er látinn vaxa en annar nýttur þá endar það illa. Stór hluti skýringar- innar á því að við nýtum ekki þorskstofninn betur en raun ber vitni er sá að hvalurinn fær að leika lausum hala.“FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Barónstígur 2-4, Reykjavík • Sími 544 4448 Íslenskt hráefni eldað á kóreskan máta, það gerist ekki betra! Við á Galbi bjóðum upp á ferskt og vel valið hráefni sem þú grillar síðan á ekta kóreskri grillpönnu, fl utt inn sérstaklega fyrir okkur. � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � �

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.