Fréttablaðið - 27.09.2006, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 27.09.2006, Qupperneq 74
 27. september 2006 MIÐVIKUDAGUR26 menning@frettabladid.is ! Kl. 12Pólska tónskáldið Krzysztof Penderecki heldur stutta kynningu á eigin tónlist í Listaháskólanum. Pender- ecki stýrir Sinfóníuhljóm- sveit Íslands á tónleikum á morgun í tilefni af Pólskum menningardögum. > Dustaðu rykið af... smásögum Ástu Sigurðardótt- ur. Ein þekktasta saga hennar Sunnudagskvöld til mánu- dagsmorguns birtist fyrst í tímaritinu Líf og list árið 1951. Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, úthlutaði nýlega starfs- styrkjum til ritstarfa árið 2006. Liðlega sjötíu manns sóttu um styrkina en alls var úthlutað 6,7 milljónum til ýmissa verkefna sem nýtast munu fróðleiksfúsu fólki í framtíðinni. Félagið heitir eftir riti Jóns Ólafs- sonar frá Grunnavík sem út kom árið 1737 og fjallaði um „almennt stand á Íslandi“, lærdóm og bók- iðnir. Allt frá stofnun þess árið 1983 hefur markmiðið verið að auðvelda fólki að nálgast og nota fræðirit og kennslugögn en gæta þess jafnframt að höfundar efnis- ins fái greitt fyrir sitt framlag. Hagþenkir auglýsir eftir starfs- styrkjum ár hvert og er öllum höf- undum fræðirita og kennslugagna frjálst að sækja um. Jón Yngvi Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Hagþenkis, útskýr- ir að úthlutun styrkjanna sé jafn- an gerð á breiðum grundvelli. „Í úthlutunarnefndinni eru þrír sér- fræðingar af ýmsum fræðasvið- um en leitast er við að styrkja ólík- ar greinar en einnig er haft til hliðsjónar að verkefnin séu ekki eingöngu grunnrannsóknir heldur líka námsefni fyrir öll skólastig og endurspegli þannig fræðiritaút- gáfu í landinu.“ Að spegla fjölbreytni Fjármunir þeir sem félagið hefur úr að spila eru höfundarréttar- greiðslur fyrir fjölföldun efnis sem Hagþenkir fær í gegnum samninga Fjölís, hagsmunasam- tök höfundarrétthafa, við íslenska ríkið. „Við veitum síðan peningun- um áfram og viljum þar af leið- andi endurspegla breiddina sem fyrir er,“ segir Jón Yngvi og kveðst mjög ánægður með hversu vel hefur tekist til við það undan- farið. Hæsta styrkinn að þessu sinni, 400.000 krónur, hlaut Guðrún Sveinbjarnardóttir til að gefa út bók um fornleifarannsóknir í Reykholti 1987-89 og 1997-2003. Meðal þeirra sem hlutu 300.000 króna styrk eru Björn Hróarsson sem hlaut styrk til að vinna að alþýðlegu fræðiriti um hraun- rennsli og hellafræði; Anna Guð- rún Júlíusdóttur og Sigríður Ólafs- dóttur sem hlutu styrk til gerðar námsefnis sem nefnist „Ég vil læra íslensku“, og Ármann Jak- obsson sem hlaut styrk til fræði- legrar útgáfu Morkinskinnu. Auk fyrrgreindra starfsstyrkja úthlutaði Hagþenkir einnig þókn- unum fyrir ljósritun og ferða- styrkjum til félagsmanna sinna. Alls nema styrkir og þóknanir Hagþenkis á þessu ári 14,2 millj- ónum króna. Jón Yngvi segir að styrkirnir borgi sjaldnast heil verkefni en þeir skipti fræðimenn miklu máli því þeir reki smiðshöggið á ein- stök verkefni þeirra og geri fólki kleift að ganga frá þeim, gefa þau út og að höfundurinn fái jafnvel eitthvað fyrir sinn snúð. „Við vildum gjarnan að þetta væru hærri upphæðir ár hvert, nú erum við að úthluta 6,7 milljónum sem er álíka há upphæð og ríkið úthlut- ar í Menningarsjóð,“ segir Jón Yngvi. Stafræn miðlun Hann vonast til þess að styrkirnir hækki á næstu árum þegar samið verður um þá „stafrænu fjölföld- un“ sem þegar á sér stað, til dæmis í háskólunum þar sem höfundar- réttarvörðu efni er dreift á staf- rænu formi án þess að búið sé að semja um dreifinguma. „Fjárhæð- irnar sem við úthlutum fara að sjálfsögðu alfarið eftir því hversu mikið við fáum inn því félagið nýtur engra styrkja,“ útskýrir hann og bendir á að hægt gangi í samningaviðræðum við ríkið vegna þessarar tegundar fjölföld- unar. Þrátt fyrir nýja miðla og möguleika í tækni breytist hlut- verk Hagþenkis lítið en Jón Yngvi segist merkja fjölgun styrkbeiðna til verkefna sem eingöngu eru gefin út stafrænt og að þessu sinni voru veittir fimm styrkir til verk- efna sem gefin verða út á staf- rænu formi. Félagar í Hagþenki eru nú lið- lega 460 og þeim fer fjölgandi. „Við gætum þó verið fleiri, það er töluvert af fólki úti í samfélaginu sem vel ætti heima í okkar félags- skap, fólk sem á höfundarrétt að verja þótt það sé ekki rithöfundar að aðalstarfi,“ segir Jón Yngvi. Nánari upplýsingar um starf- semi félagsins má finna á heima- síðunni www.hagthenkir.is. kristrun@frettabladid.is Fræðin í framtíðinni STYRKÚTHLUTUN HAGÞENKIS 2006 Öllum höfundum fræðirita og kennslugagna er frjálst að sækja um en að þessu sinni fengu 38 verkefni styrk frá félaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM JÓN YNGVI JÓHANNSSON Framkvæmdastjóri Hagþenkis segir úthlutun styrkjanna spegla fjölbreytni íslenskra fræðirita. Nú er hátíð í bæ því í kvöld hefst djassveisla í höfuðborg- inni. Jazzhátíð Reykjavíkur stendur til 1. október og verð- ur formlega blásið til hennar í Ráðhúsinu kl. 18 í dag. Alls eru skipulagðir rúm- lega tuttugu viðburðir og tónleikar í tengslum við Jazz- hátíðina og sem fyrr er von á góðum gestum. Bill Holmann ríður á vaðið og stýrir Stór- sveit Reykjavíkur á tónleikum á skemmtistaðnum Nasa í kvöld kl. 20.30. Síðar mæta félagarnir Han Bennink og Tobias Delius og leika með íslenskum djasstónlistar- mönnum, kvartettinn Laser frá Svíþjóð treður upp og pólska tríóið Jagodzinskis einnig. Að öðrum ólöstuð- um er skrautfjörður ársins ef til vill djasssöngvarinn Kurt Elling sem heldur tónleika ásamt Laurence Hobgood Trio í Austurbæ næstkom- andi laugardagskvöld. Í kvöld leikur íslenska tríóið Lasúr á Q-bar við Ing- ólfstorg en að þessu sinni fara tónleikar Jazzhátíðar- innar fram þar, í sal FÍH við Rauðagerði, Austurbæ og í svonefndum Víkingasal á Hótel Loftleiðum. Dagskrána og upplýsing- ar um miðaverð má nálgast á heimasíðunni www.jazz. is. Jazzhátíð í Reykjavík hefst BILL HOLMANN Stýrir Stórsveit Reykjavíkur í kvöld. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.