Fréttablaðið - 27.09.2006, Side 82
34 27. september 2006 MIÐVIKUDAGUR
LIÐ ÁRSINS 2006
4-4-2
Tryggvi Guðmundsson
Ármann Smári Björnsson
Guðmundur
Sævarsson
Jónas Guðni Sævarsson
Bjarni Guðjónsson
Gunnlaugur
Jónsson
Marel Jóhann Baldvinsson
Ingvar Kale
Viktor Bjarki
Arnarsson
Hólmar Örn
Rúnarsson
Tommy Nielsen
BESTA MEÐALEINKUNN LEIK-
MANNA Í LANDSBANKADEILDINNI:
Til greina koma aðeins þeir sem
léku að lágmarki 12 leiki.
1. Bjarni Guðjónsson, ÍA 6,94
2. Viktor B. Arnarsson, Víkingur 6,89
3. Ármann Smári Björnsson, FH 6,80
4. Tommy Nielsen, FH 6,75
5. Hólmar Rúnarsson, Keflavík 6,73
6. Jónas Sævarsson, Keflavík 6,72
7. Tryggvi Guðmundsson, FH 6,65
8. Marel Baldvinsson, Breiðabl. 6,62
9. Ingvar Þór Kale, Víkingur 6,61
10. Guðmundur Sævarsson, FH 6,60
11. Gunnlaugur Jónsson, KR 6,53
12-15. Höskuldur Eiríksson, Vík. 6,50
12.15. Birkir Sævarsson, Valur 6,50
12-15. Guðmund. Steinars., Kef 6,50
12-15. Bjarki Guðmundsson, ÍA 6,50
16-20. Ásgeir G. Ásgeirsson, FH 6,44
16-20. Jóhann Þórhallsson, Gri. 6,44
16-20. Eyjólfur Héðinsson, Fylkir 6,44
16-20. Daði Lárusson, FH 6,44
16-20. Kristján Finnbogason, KR 6,44
21. Óðinn Árnason, Grindavík 6,41
22. Grétar Sigurðsson, Víkingur 6,39
23. Barry Smith, Valur 6,38
24-25. Grétar Hjartarson, KR 6,38
24-25. Guðmundur Mete, Kef. 6,38
26-27. Óskar Hauks., Grind. 6,33
26-27. Peter Gravesen, Fylkir 6,33
28-29. Milos Glogovac, Víkingur 6,29
28-29. Sigurvin Ólafsson, FH 6,29
30. Atli Þórarinsson, Valur 6,28
31. Fjalar Þorgeirsson, Fylkir 6,27
32-33. Ragnar Sigurðsson, Fylk. 6,22
32-33. Kjartan Sturluson, Valur 6,22
34. Sigmundur Kristjánsson, KR 6,20
35. Guðjón Antoníusson, Kef. 6,17
36-38. Arnar Gunnlaugsson, ÍA 6,13
36-38. Baldur Sigurðsson, Kef. 6,13
36.38. Árni Guðmundsson, ÍA 6,13
LÆGSTA MEÐALEINKUNN:
Lágmark 12 leikir spilaðir.
Jón Guðbrandsson, Víkingur 4,56
Matt Garner, ÍBV 4,83
Pétur Runólfsson, ÍBV 5,00
Ólafur Páll Snorrason, FH 5,00
Bjarni Geir Viðarsson, ÍBV 5,12
Hrafn Davíðsson, ÍBV 5,14
Arnar Þór Úlfarsson, Fylkir 5,18
Magnús Þorsteinsson, Keflavík 5,21
Árni K. Gunnarsson, Breiðablik 5,22
Dalibor Pauletic, KR 5,29
Branislav Milicevic, Keflavík 5,36
Kristján Valdimarsson, Grindavik 5,42
Mario Cizmek, KR 5,46
Kristinn Hafliðason, Valur 5,47
Christian Christiansen, Fylkir 5,47
Kári Steinn Reynisson, ÍA 5,50
Pálmi Haraldsson, ÍA 5,50
Valur Úlfarsson, Víkingur 5,53
Óli Stefán Flóventsson, Grinda. 5,53
Jonah Long, ÍBV 5,56
Páll Hjarðar, ÍBV 5,57
BESTA MEÐALEINKUNN LIÐA:
(Umferðir 1-18)
1. FH 6,14
2. Valur 6,06
3. Keflavík 6,05
4. Víkingur 5,91
5. ÍA 5,90
6. Grindavík 5,87
7. Fylkir 5,78
8. KR 5,77
9. Breiðablik 5,76
10. ÍBV 5,31
(Umferðir 1-9)
1. FH 6,24
2. Keflavík 6,02
3. Víkingur 6,00
4. Grindavík 5,92
5. Valur 5,87
6. Fylkir 5,86
7. Breiðablik 5,60
8. ÍBV 5,40
9. KR 5,39
10. ÍA 5,38
(Umferðir 10-18)
1. ÍA 6,44
2. Valur 6,26
3. KR 6,17
4. Keflavík 6,07
5. FH 6,04
6. Breiðablik 5,92
7-8. Víkingur 5,82
7-8. Grindavík 5,82
9. Fylkir 5,70
10. ÍBV 5,22
BESTA MEÐALEINKUNN DÓMARA:
Inni í meðaltalinu er einkunnagjöf
Jóhannesar Valgeirssonar fyrir tvo
hálfleika sem hann dæmdi og ein-
kunn dómaranna sem leystu hann
af í síðari hálfleikjunum eftir að
hann meiddist (Magnús og Garðar).
1. Kristinn Jakobsson (12 leikir) 7,25
2. Einar Örn Daníelsson (5 leikir) 6,8
3. Jóhannes Valgeirs. (12 leikir) 6,58
4. Garðar Hinriksson (16 leikir) 6,375
5. Ólafur Ragnarsson (12 leikir) 6,25
6, Egill Markússon (11 leikir) 6,09
7. Magnús Þórisson (6 leikir) 5,83
8. Erlendur Eiríksson (10 leikir) 5,5
9. Eyjólfur Kristinsson (8 leikir) 5,25
LANDSBANKADEILDIN
FÓTBOLTI Það vakti mikla athygli
þegar bræðurnir Bjarni og Þórður
Guðjónssynir sneru heim úr
atvinnumennsku í vetur og gengu
í raðir uppeldisfélags síns, ÍA.
Með þeirra komu voru gerðar
miklar væntingar til liðsins sem
það stóð að lokum engan veginn
undir. ÍA tapaði fimm fyrstu leikj-
um sínum í deildinni og var aðeins
með sex stig eftir fyrri hluta móts-
ins og í verulega vondum málum.
Allt annað var að sjá til ÍA-liðsins
seinni hlutann og spilamennska
liðsins þá bjargaði því að lokum
frá falli. Það var ekki síst að þakka
góðum leik Bjarna Guðjónssonar
sem var í raun eini leikmaður ÍA
sem lék vel nánast allt sumarið og
var mjög stöðugur í leik sínum.
„Gaman að heyra þetta. Ef ég
man rétt þá var ég líka bestur í
deildinni fyrir mótið samkvæmt
könnun sem þið voruð með þannig
að þetta er ánægjulegt,“ sagði
Bjarni kátur en ætli hann hafi
verið ánægður með sumarið hjá
sjálfum sér? „Nei, ég hefði nú
getað spilað betur. Annars var
tímabilið þannig að ég byrjaði í
vörninni, svo var ég færður upp á
miðjuna og spilaði tvær mismun-
andi stöður þar. Mér hefur aldrei
fundist mjög gáfulegt að færa
menn mikið til í stöðum þótt þeir
geti spilað þær. Það er ekki hægt
að ná því besta út úr mönnum
þannig. Mér fannst minn leikur
batna mikið þegar ég var kominn í
fasta stöðu á miðjunni.“
Rétt að skipta um þjálfara
Tímabilið hjá ÍA var eins og svart
og hvítt en ef menn skoða töfluna
hér til hliðar þá sést að ÍA var með
lægstu meðaleinkunnina eftir fyrri
hlutann en þá bestu í síðari hlutan-
um. Það segir í raun allt sem segja
þarf um spilamennskuna.
„Það er algjör synd að mótið sé
búið núna því við vorum rétt að
byrja. Byrjunin hjá okkur var
skelfileg og ekki síst í ljósi þess að
þetta lið fór inn í mótið með það
markmið að vinna það,“ sagði
Bjarni en telur hann að það hafi
verið nauðsynlegt að skipta um
þjálfara á miðju tímabili eins og
ÍA gerði? „Já, ég tel það. Annars
er ég ekki talsmaður þess að skipta
um þjálfara ef eitthvað klikkar.
Óli vissi það líka sjálfur að hann
var kominn á tíma með þetta lið.“
Leiðinlegur fótbolti
Bjarni hefur verið atvinnumaður
erlendis í fjölda ára og margt
hefur breyst á þeim árum síðan
hann fór utan. Hvað ætli honum
finnist um fótboltann sem er spil-
aður á Íslandi í dag?
„Það er fullt af góðum leik-
mönnum hér en sökin á því hversu
mikið var um varnarleik í sumar
liggur að stóru leyti hjá þjálfurun-
um. Það er leiðindafótbolti spilað-
ur hjá stærstum hluta, ef ekki
öllum liðunum sem við spilum við.
Kannski vorum við sekir um það
sama í byrjun en eftir að tvíbur-
arnir taka við og það kemur meiri
léttleiki í liðið förum við að spila
meiri fótbolta. Við förum í útileiki
sem lið í fallsæti og andstæðing-
urinn pakkar í vörn gegn okkur
sem er alveg ótrúlegt. Að stærst-
um hluta var spilaður leiðinlegur
fótbolti í Landsbankadeildinni að
mínu mati,“ sagði Bjarni ákveð-
inn og bætti við: „Við sýndum í
seinni hluta mótsins að það er
hægt að ná árangri með því að
spila fótbolta.“
Þegar Bjarni sneri heim síð-
asta vetur sagðist hann vera
alkominn heim og því hefði hann
lagt alla frekari atvinnumanna-
drauma á hilluna. Hann stendur
við þær yfirlýsingar þó að litlu
hefði mátt muna í sumar að hann
tæki freistandi tilboði.
Tilboð frá Katar
„Ég fékk tilboð fyrir tímabilið og
svo aftur í sumar. Tilboðið sem
kom fyrir mótið kom frá Katar og
var nokkuð spennandi enda fínir
peningar í boði. Það var margt
óljóst samt og ég hefði þurft að
fara út strax daginn eftir að tilboð-
ið kom. ÍA tók tilboðinu og hefði
grætt ágætlega á því að selja mig.
Ég ákvað samt að sleppa því á end-
anum en ef ég hefði haft meiri
tíma til að hugsa mig um hefði ég
sennilega farið og komið svo bara
aftur heim,“ sagði Bjarni sem
hyggur á háskólanám í janúar.
Þegar Bjarni spilaði sem
atvinnumaður átti hann oftar en
ekki fast sæti í íslenska landslið-
inu. Hann hefur fá tækifæri feng-
ið síðustu misseri og gerir ekki
ráð fyrir því að fá þau á næstunni
þótt hann sé meira en til í að spila
fyrir Ísland á ný.
Hef metnað fyrir landsliðinu
„Ég hef að sjálfsögðu metnað
fyrir landsliðinu. Ég sagði þegar
ég var atvinnumaður, og breyti
því ekki núna, að það sé ekki að
ástæðulausu að menn eru að spila
á Íslandi. Flestir sem eru að spila
hér heima eru að reyna að komast
út. Það liggur því í augum uppi að
þeir sem eru úti eru betri en flest-
ir sem spila hér heima og eiga að
vera valdir fyrstir í landsliðið. Ég
er ekki að svekkja mig á því að
vera ekki valinn í landsliðið eins
og þegar ég spilaði úti en ef ég
verð valinn mun ég gera allt til
þess að halda mér í liðinu,“ sagði
Bjarni en hann telur sig ekki geta
gert kröfu um sæti í landsliðs-
hópnum og á ekki sérstaklega von
á kalli í hópinn. „Ég er samt meira
en tilbúinn ef kallið kemur.“
henry@frettabladid.is
Þjálfarar í Landsbankadeildinni
láta lið sín spila leiðindafótbolta
Skagamaðurinn Bjarni Guðjónsson var besti leikmaður Landsbankadeildarinnar í sumar að mati íþrótta-
fréttamanna Fréttablaðsins. Í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið segir Bjarni að boltinn í deildinni hafi valdið
sér vonbrigðum og upplýsir að litlu hefði mátt muna að hann færi til Katar fyrir tímabilið.
FRÁBÆRT TÍMABIL Viktor Bjarki Arnars-
son lék næstbest allra í sumar að mati
Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
MAÐUR MEÐ SKOÐANIR Besti leikmaður Landsbankadeildarinnar í sumar að mati
Fréttablaðsins er Skagamaðurinn Bjarni Guðjónsson. Hann liggur ekki á skoðunum
sínum um íslenska boltann. FRETTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI KR-ingurinn Kristinn
Jakobsson er besti dómari Lands-
bankadeildarinnar sumarið 2006
að mati Fréttablaðsins. Kristinn
átti enn og aftur mjög gott tímabil
og það kemur varla fyrir að hann
eigi slæman leik lengur. Hann var
mjög stöðugur og góður allt sum-
arið og er vel að því kominn að
vera dómari ársins. Þrátt fyrir
stöðuga velgengni með flautuna
er ekki að sjá á Kristni að hann sé
að gefa eftir heldur þvert á móti
virðist hann sífellt verða betri
með hverju árinu.
Annars voru margir dómarar
að standa sig mjög vel í sumar
eftir frekar erfiða byrjun þar sem
sauð upp úr. Garðar Örn Hinriks-
son var klárlega sá dómari sem
tók mestu framförum en stórmun-
ur var á honum fyrri og seinni
hluta mótsins. Jóhannes Valgeirs-
son og Ólafur Ragnarsson voru
einnig mjög traustir.
- hbg
Besti dómari Landsbankadeildarinnar:
Kristinn er kóngur-
inn með flautuna
KRISTINN JAKOBSSON Fær meiri sam-
keppni en áður en er samt enn besti
dómari landsins.
FÓTBOLTI Það þarf ekki að koma sérstak-
lega á óvart að Íslandsmeistarar FH eigi
flesta fulltrúa í liði ársins hjá Fréttablað-
inu en alls eru fjórir FH-ingar í liðinu og
þar af þrír varnarmenn sem allir fóru á
kostum rétt eins og Tryggvi Guðmunds-
son sem var prímusmótorinn í sóknarleik
Íslandsmeistaranna.
Víkingur á tvo fulltrúa en Viktor Bjarki
Arnarsson fór lengstum á kostum með
liðinu og markvörðurinn Ingvar Kale kom
liðinu oft til bjargar með frábærri mark-
vörslu.
Tveir vinnusamir miðjumenn koma
frá Keflavík og KR-ingurinn Gunnlaugur
Jónsson fær sæti en hann lék mjög vel
seinni hluta tímabilsins fyrir KR.
Að sjálfsögðu er markakóngurinn
Marel Baldvinsson einnig í liðinu ásamt
sjálfum leikmanni ársins að mati Frétta-
blaðsins, Bjarna Guðjónssyni.
- hbg
Lið ársins í Landsbankadeild karla 2006 hjá Fréttablaðinu:
Fjórir FH-ingar í liði ársins