Fréttablaðið - 27.09.2006, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 27.09.2006, Qupperneq 86
 27. september 2006 MIÐOVIKUDAGUR38 HRÓSIÐ … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FRÉTTIR AF FÓLKI LÁRÉTT 2 betl 6 belti 8 erta 9 nálægt 11 fyrir hönd 12 teygjudýr 14 sívinnandi 16 í röð 17 arinn 18 hætta 20 bardagi 21 uppspretta. LÓÐRÉTT 1 fægja 3 ung 4 hætta við 5 samstæða 7 nagdýr 10 forskeyti 13 erfiði 15 tími myrkurs 16 mælieining 19 ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2 snap, 6 ól, 8 ýfa, 9 nær, 11 pr, 12 amaba, 14 iðinn, 16 mn, 17 stó, 18 ógn, 20 at, 21 lind. LÓÐRÉTT: 1 bóna, 3 ný, 4 afpanta, 5 par, 7 læmingi, 10 rað, 13 bis, 15 nótt, 16 mól, 19 nn. 1. Sturla Böðvarsson 2. Þeir eru sjö 3. Í takt við tímann [ VEISTU SVARIÐ? ] svör við spurningum á bls. 8 Hjörleifur Valsson fiðluleikari fær rúmlega þrjátíu ára gamlan draum uppfylltan þegar honum verður afhent Stradivarius-fiðla til afnota í dag. Ekki skemmir fyrir að Hjör- leifur átti afmæli í gær og varla gat hann hugsað sér betri gjöf en að fá lánaða fiðlu gerða af fiðlu- smiðnum snjalla. Það er Ingunn Wernersdóttir sem kaupir fiðluna og fer fram opinber athöfn á skrif- stofu hennar í dag þar sem Hjör- leifur leyfir þessu merkilega hljóðfæri að hljóma. „Þegar ég var átta ára og var að bera út Moggann var ég staðráðinn í að spila á Strad- ivarius-fiðlu. Nú er sá draumur loksins að rætast,“ sagði Hjörleif- ur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Að sögn fiðluleikarans er þessi mikli dýrgripur talinn vera smíð- aður árið 1732 og á sér tvíbura hjá rússenska ríkinu, Greifann af Jusupov. „Hún hefur verið í Frakklandi síðustu fimmtíu árin og við erum að fá vottorðin í hendurnar til að finna út hvar hún hefur komið við,“ útskýrir Hjörleifur en fiðlan hefur verið í nánast stöðugri spilun í tæpar þrjár aldir. „Í henni er því mikil saga,“ bætir Hjörleifur við. Allir helstu fiðlusnillingar sögunnar hafa spilað á Stradi- varius og nægir þar að nefna Yehu- di Menuhin og Itzak Perlman. Hjör- leifur vildi ekki gefa upp verðið á fiðlunni en eftir því sem Frétta- blaðið kemst næst þá eru Stradi- varius-fiðlur flestar seldar á verð- bilinu 1,5 milljónir til 6 milljónir dollara. Telja má líklegt að fiðla Hjörleifs sé metin á í kringum þrjár milljónir dollara eða 210 milljónir íslenskra króna. Þetta er fyrsta Stradivarius-fiðl- an sem kemst í eigu Íslendings svo vitað sé, en einhverjar sögusagnir eru um að ein fiðla sé til hjá óþekkt- um aðila. Hjörleifur segist enda finna til mikillar ábyrgðar nú þegar fiðlan er komin í hans ábyrgð, það sé stórt fyrirtæki sem sjái um þetta og hann verður að fylgja ströngum skilmálum. „Ég mun passa hana eins og sjáöldur auga míns en ég verð líka að sýna að ég sé þess verður að hafa hana og mitt hlut- verk verður að láta fiðluna hljóma fyrir fólkið.“ freyrgigja@frettabladid.is HJÖRLEIFUR VALSSON: FÆR STRADIVARIUS-FIÐLU UPP Á 210 MILLJÓNIR Fyrsta Stradivarius-fiðlan í eigu Íslendings HJÖRLEIFUR VALSSON Fær loksins draum sem hann hefur gengið með í maganum frá átta ára aldri uppfylltan. YEHUDI MENUHIN Lék á Khevenhüller- fiðlu Stradivariusar sem smíðuð var árið 1733. „Það verður gaman að takast á við þetta verk og Lolla á ábyggilega eftir að brillera,“ segir Valdimar Örn Flygenring leikari. Hann fer með annað aðalhlutverkanna á móti Ólafíu Hrönn Jónsdóttur í leikgerð byggðri á skáldsögunni Eymd, sem fer á fjalirnar á Nasa við Austurvöll eftir áramót. Leik- ritið er byggt á samnefndri bók eftir bandaríska spennusagnahöfundinn Stephen King og hét Mysery á frummálinu. Framleiðslufyrir- tækið Studio 4 setur verkið á svið en Jóhann Sigurðarson, sem er einn af eigendum fyrirtækisins, ætlar jafnframt að leikstýra verkinu og var Davíð Þór Jónsson fenginn til að þýða leikgerðina. Æfing- ar standa yfir um þessar mundir og segir Valdimar þær ganga vel. „Þetta á ábyggi- lega eftir að verða dásamlega hræðilegt,“ segir hann og hlær. Eymd er spennu- tryllir af bestu gerð og segir frá rithöfundi sem er bjargað og hjúkrað af konu eftir að hafa lent í bílslysi. Í ljós kemur að hún er mikill aðdá- andi hans en því miður ekki með öllum mjalla og hann áttar sig senn á að hann er í rauninni gísl. Víðfræg kvikmynd var gerð eftir bókinn árið 1990, með James Caan og Kathy Bates í aðalhlutverki en hún fékk meðal ann- ars Óskarsverð- laun fyrir leik sinn. -bs Dásamlega hræðileg Eymd á Nasa VALDIMAR ÖRN FLYGENRING ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR Guðlaugur Jónsson hárgreiðslu- meistari – gjarnan kallaður Gulli í Nikk – tekur lífinu með stóískri ró eftir að hann var flæmdur úr Vonarstræti, þar sem hárgreiðslu- stofa hans var til húsa. Gulli taldi á sínum tíma ekki loku fyrir það skotið að hann myndi leita að öðru húsnæði, sem vitaskuld yrði á svipuðum slóðum því hann vill ógjarnan fara úr miðbænum. Í samtali við Fréttablaðið sagðist hann þó ekki enn búinn að finna neitt sem jafnast á við Nikk. Hinir fjölmörgu fasta- gestir hans hljóta því að krossleggja fingur áfram nema þeir geti samið við Gulla um að fara í húsvitjanir. - bs Bandaríska Hollywood-stjarnan Brend- an Fraser er stödd hér á landi ásamt tökuliði myndarinnar Journey 3-D. Myndin verður tekin að hluta til hér á landi og er hópurinn að svip- ast um eftir hentugum tökustöð- um. Fraser, sem sló í gegn í myndum á borð við George of the Jungle og The Mummy, fer með aðalhlutverk- ið í myndinni ásamt hinni íslensku Anitu Briem. Ekki er vitað hvort hún sé stödd á landinu en ef svo er ekki mun hún lík- lega slást í hópinn bráð- lega. Helga María Reyk- dal, framkvæmdastjóri True North, sem hefur veg og vanda af komu hópsins til landsins, segir sennilegt að tökur fari fram í næstu viku og að hópurinn sem staddur er á landinu vegna myndarinnar sé nokkuð stór. Kvikmyndin Journey 3 -D er byggð á bókinni Leyndardómar Snæfellsjökuls eftir franska vísindaskáldsagnahöfund- inn Jules Verne. Ekki er vitað hvaða tökustaðir verða fyrir valinu en eðli málsins samkvæmt má telja líklegt að hópurinn geri sér ferð vestur á Snæ- fellsnes til að ná góðum myndum af jöklinum. - fgg Leikarinn Brendan Fraser á Íslandi KATHY BATES Fékk Óskarsverð- laun fyrir leik sinn í myndinni Eymd. Vasa línan Fer vel í veski ANITA BRIEM Leikur eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Journey 3-D. BRENDAN FRASER Kom til landsins á mánudagskvöldið og verður hér í nokkra daga. ... fær Gunnar Friðriksson, hamborgarakóngur á Ólsen Ólsen í Keflavík, sem lætur ekki brotthvarf Kanans hafa áhrif á sig og eykur umsvifin ef eitthvað er. Magni Ásgeirsson og kona hans, Eyrún Huld, þurfa ekki að kvíða fyrir svefnleysi eftir að rokkstjarn- an er snúin aftur heim. Ein þeirra verslana sem hétu á söngvarann vegna góðs árangurs í Rockstar: Supernova var Gæði og mýkt á Grensásvegi. Hjónakorn- in fengu afhent dúnsængur og kodda frá verslun- inni en eigendurnir höfðu heitið þessu á söngvarann ef hann kæmist í úrslitaþáttinn. Útvarpsstöðin X-ið 977 er í mikilli útrás ef svo má að orði komast og eru Frosti Logason og félagar kokhraustir í fréttatilkynningu sem þeir sendu frá sér vegna þess að nú næst stöðin út fyrir höfuðborg- arsvæðið. „X-ið 977 hefur hafið útsendingar á Akureyri á tíðninni 90,9, í Vestmannaeyjum á tíðninni 90,4 og á Ísafirði á tíðninni 90,5. Það er ekki spurning að búsetuskil- yrði á þessum stöðum hafa batnað gífurlega við þessi tíðindi,” segir í fréttatilkynningunni. - fgg 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.