Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 2
2 11. október 2006 MIÐVIKUDAGUR HLERANIR Erlendir sérfræðingar hafa undanfarin ár farið skipulega í ráðuneyti hér á landi og kannað hvort skrifstofur og símar ráð- herra séu hleraðir. Hefur embætti Ríkislögreglustjóra haft yfirum- sjón með þessu verki enda hlut- verk þess að gæta að öryggi æðstu handhafa ríkisvaldsins. Síðustu ár hefur þetta verkefni verið á hönd- um norsku öryggislögreglunnar. Ekki hafa fundist vísbendingar um að utanaðkomandi aðilar hafi hlustað á ráðherra á skrifstofum sínum eða í síma, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Úttekt erlendu öryggissérfræð- inganna hefur verið bundin við forsætisráðuneytið, utanríkis- ráðuneytið og dómsmálaráðuneyt- ið. Sérstakar öryggisreglur gilda um þau ráðuneyti, enda innan þeirra höndlað með upplýsingar sem varða þjóðaröryggi og við- kvæm persónuleg málefni. Er þessi ráðstöfun því liður í að tryggja öryggi viðkvæmra trúnaðarupplýsinga. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, heldur því fram að sími á skrifstofu hans í utanríkisráðuneytinu hafi verið hleraður. Hann hafi árið 1993 fengið kunningja sinn, sem hann segir að hafi haft undir höndum til þess gerðan búnað, til að kanna hvort síminn í ráðuneytinu hefði verið hleraður. „Ég tók þá ákvörðun í tilefni af umræðu sem þá fór fram um alla Evrópu um njósnastarfsemi, að láta kanna hvort síminn minn væri hleraður. Niðurstaðan var að svo væri,“ segir Jón. Hann viti ekki hverjir hafi verið þarna að verki. „En þarna voru Sovétríkin fallin og líkur mestar á því að það hafi verið bandaríska leyniþjónustan. Þá hafði ég ekki hugmynd um að það væri íslensk leyniþjónusta en hún kemur auðvitað alveg til greina.“ Spurður af hverju hann hafi ekki tilkynnt þetta á sínum tíma og látið gera ráðstafanir til að tryggja öryggi upplýsinga í ráðu- neytinu spyr Jón á móti: „Hverj- um átti ég að tilkynna um þetta?“ Ástæðan fyrir því að hann hafi greint frá þessu nú sé einfaldlega sú að hann hafi verið spurður. bjorgvin@frettabladid.is sdg@frettabladid.is Kaupmenn og hagfræðingur Bændasamtakanna um lækkun matarverðs: Útfærslan á lækkun tolla óljós SPURNING DAGSINS ���������������������������������������������������������������������� ������������ ������������� ������������ �������������� � ����������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� �� Siggi, hvað gerið þið nú fyrst forgarður helvítis hefur verið afnuminn? „Við reisum við helvíti og hellum því yfir páfagarð. Og við gerum það á föstudaginn því þá eru tónleikar.“ Siggi Pönk er söngvari hljómsveitarinnar Forgarðs helvítis en Benedikt páfi íhugar um þessar mundir að láta fjarlægja for- garð helvítis úr kennisetningum kaþólsku kirkjunnar. MATVÖRUVERÐ Erfitt er að segja til um áhrif fyrirhugaðrar tolla- lækkunar stjórnvalda á matvöru, að sögn Ernu Bjarnadóttur, hag- fræðings Bændasamtaka Íslands. Samkvæmt ákvörðun ríkis- stjórnarinnar verða tollar á kjöt- vörum lækkaðir um allt að 40 pró- sent. Erna segir að eftir sé að útfæra þessa tollalækkun. Land- búnaðarráðherra hafi boðað nefnd þriggja ráðuneyta til að vinna þá útfærslu og hún þurfi að liggja fyrir fyrir áramót til að breytingin geti tekið gildi 1. mars. Lítið sé hægt að segja um áhrifin en væntanlega geti breytingin komið fram í verðlækkunum til bænda á innanlandsmarkaði. „Bændur munu augljóslega leggja eitthvað af mörkum en við vitum ekki enn hvað þetta þýðir fyrir þeirra tekjur því að það veit enginn hvað allt að fjörutíu pró- sent þýðir,“ segir hún. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segist einnig vilja sjá hvernig þessi 40 prósenta tollur verði útfærður. Almennt segir hann ákvörðun ríkis- stjórnarinnar vera jákvætt skref. „Þetta á eftir að skipta heimilin miklu máli en maður spyr sig að því hvernig þessi afsláttur á land- búnaðarvörum eigi eftir að líta út,“ segir hann. Sturla Eðvarðsson, fram- kvæmdastjóri Samkaupa, segir að fyrir utan lækkun virðisauka- skatts sé ýmislegt óljóst. „Ég hef ekki séð neina útfærslu á tollalækkuninni en við munum skila þessari skattalækkun út í matvöruverðið. Við fögnum þessu útspili og viljum leggja okkar af mörkum,“ segir hann. Sigurður Arnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kaupáss, fagnar því að matvælaverð lækki. Hann telur mikilvægt að sam- hliða þessu verði fylgst með samkeppnisumhverfinu á mat- vörumarkaðnum. Hann telur að lækkunin hafi til dæmis ekki nein áhrif á mjólkurverð í Krónunni því þar sé mjólkin seld undir kostnaðarverði. - ghs BRUSSEL, AP Evrópusambandið ætlar að herða baráttu gegn dauðarefsingu og reyna eftir megni að sannfæra Bandaríkin, Kína og fleiri ríki um að afnema hana. Franco Frattini, dómsmála- stjóri Evrópusambandsins, og Terry Davis, aðalframkvæmda- stjóri Evrópuráðsins, skýrðu frá því að þeir myndu efna til alþjóðlegrar ráðstefnu um dauðarefsingar á næsta ári. Frattini sagði afar mikilvægt að sannfæra þau ríki sem enn beita dauðarefsingu um að hætta því. - gb Evrópusambandið: Berst gegn dauðarefsingu FRATTINI OG DAVIS Skýrðu fjölmiðlum frá ákvörðun um að herða baráttu gegn dauðarefsingum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Farbannsúrskurður yfir Jesus Sainz, einum af fimm fyrrverandi starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar sem hafa verið ásakaðir um iðnaðar- njósnir hjá fyrirtækinu, var í gær felldur úr gildi af Hæstarétti. Þess í stað hefur honum verið gert að setja fram tryggingu að fjárhæð 4 milljónir króna fyrir því að hann mæti þegar hann er boðaður til lögreglu vegna rannsóknar málsins. Þangað til hann hefur greitt trygginguna má hann þó ekki yfirgefa landið. - þsj Jesus ekki lengur í farbanni: Þarf að leggja fram tryggingu STJÓRNSÝSLA Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Öryrkjabandalags Íslands, fer fram á að Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Baldur Guð- laugsson ráðuneytisstjóri og allir starfsmenn sem undir ráðuneytisstjóra falla víki sæti við meðferð máls sem ÖBÍ höfðar nú vegna skerðingar og afnáms lífeyrisgreiðslna úr lífeyrissjóðum til öryrkja. Er óskað eftir að málið verði falið fjármálaráðherra sem til þess verður skipaður, svo og ráðuneytisstjóra og starfsmönnum sem sérstaklega verði til þess skipaðir. Kemur þessi krafa til af því að Baldur er jafnframt stjórnarformaður Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda, sem er einn þeirra fjórtán lífeyrissjóða sem um ræðir. „Ráðherra er vanhæfur þar sem hann skipar ráðuneytis- stjóra sem formann þessa lífeyrissjóðs. Þannig eru tengslin milli ráðherrans og lífeyrissjóðsins,“ segir Ragnar. „Starfsmenn teljast einnig vanhæfir samkvæmt stjórn- sýslulögum þar sem ráðuneytisstjórinn hefur boðvald yfir starfsmönnum sínum.“ Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir allt of langsótt að ætla honum vanhæfi vegna skipunar stjórnarformanns. „Undirmaður gerir yfirmann ekki vanhæfan. Og ég skipa ekki meirihluta stjórnar heldur er hún skipuð samkvæmt tilnefningu.“ Árni segist efa mjög að vanhæfi geti átt við aðra starfsmenn en ráðuneytisstjórann en málið verði skoðað í ráðuneytinu. - sdg Lögmaður ÖBÍ vill að ráðherra, ráðuneytisstjóri og starfsmenn víki sæti: Óeðlileg tengsl við lífeyrissjóð LANGSÓTT AÐ MATI RÁÐHERRA Árni M. Mathiesen efast um að vanhæfi geti átt við aðra starfsmenn ráðuneytisins en Baldur Guðlaugsson. VERSLUN KRÓNUNNAR Framkvæmda- stjóri Kaupáss segir mjólkina þegar selda undir kostnaðarverði í Krónunni. Kannað hvort símar ráðherra séu hleraðir Sérfræðingar norsku öryggislögreglunnar koma reglulega til Íslands til að kanna hvort skrifstofur og símar ráðherra séu hleraðir. Engar vísbendingar eru um hler- anir. Jón Baldvin Hannibalsson segir að hlustað hafi verið á símtöl hans. SKIPST Á LYKLUM Á SKRIFSTOFU FORSÆTISRÁÐHERRA Í ráðherratíð Davíðs Odds- sonar og Halldórs Ásgrímssonar var reglulega kannað hvort símar á skrifstofum þeirra væru hleraðir. Þá eins og nú sjá sérfræðingar norsku öryggislögreglunnar um framkvæmdina að beiðni Ríkislögreglustjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA WASHINGTON, AP Bandaríkjamenn hafa hafnað beinum viðræðum við Norður-Kóreumenn um kjarn- orkuvopn og ítrekuðu þá afstöðu sína í gær. Norður-Kóreumenn hafa árum saman viljað beinar viðræður við Bandaríkjamenn um deiluna, sem náði hámarki þegar Norður-Kóreumenn sprengdu öfl- uga sprengju, hugsanlega kjarn- orkusprengju, í byrjun vikunnar. „Ef þeir vilja tala við okkur þurfa þeir ekki annað en að kaupa sér flugmiða til Peking,“ sagði John Bolton, sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun- um. Norður-Kóreumenn fullyrða að sprenging sem mældist á jarðskjálftamælum aðfaranótt mánudags hafi verið kjarnorku- sprenging. Bandarísk stjórnvöld sögðu í gær hugsanlegt að aldrei yrði hægt að staðfesta það. - gb HÁTÍÐ Í NORÐUR-KÓREU Því var í gær fagnað að 61 ár var liðið frá því Komm- únistaflokkur landsins var stofnaður. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hafna viðræðum við N-Kóreu: Óstaðfest hvort þetta var kjarn- orkusprengja Handtekinn með hass Lögreglan í Reykjavík tók á mánu- dagskvöld mann sem reyndist hafa í fórum sínum 200 grömm af hassi. Um hefðbundið eftirlit fíkniefnadeild- ar lögreglu var að ræða. Ljóst þykir að eitthvað af þessu magni hafi verið ætlað til sölu. LÖGREGLUFRÉTTIR Hverjum átti ég að tilkynna um þetta? JÓN BALDVIN HANNIBALSSON FYRRVERANDI UTANRÍKISRÁÐ- HERRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.