Fréttablaðið - 11.10.2006, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 11.10.2006, Qupperneq 4
4 11. október 2006 MIÐVIKUDAGUR GENGIÐ 10.10.2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 119,4339 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 68,73 69,05 127,76 128,38 86,27 86,75 11,568 11,636 10,319 10,379 9,306 9,36 0,5757 0,5791 100,89 101,49 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Í frásögn af afmælisveislu Stöðvar 2 í blaðinu á mánudag birtist mynd af þeim Jóni Óttari Ragnarssyni, Valgerði Matthíasdóttur og Hans Kristjáni Árnasyni. Í myndatexta láðist að geta um aðkomu Hans Kristjáns að stofn- un stöðvarinnar en hann var annar aðalstofnandi hennar og stjórnarfor- maður. LEIÐRÉTTING DÓMSMÁL Mál á hendur tveimur litháiskum ríkisborgurum á fer- tugsaldri, þeim Sarunasi Budvytis og Varunasi Kavalciukas, var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Mönnunum er gefið að sök að hafa í hagnaðarskyni reynt inn- flutning á rétt tæpum tólf kílóum af amfetamíni til Íslands, ætluðu til söludreifingar. Mennirnir eru sagðir hafa falið efnið í eldsneytistanki Volkswagen- bifreiðar sem þeir voru á um borð í farþegaferjunni Norrænu. Efnin fundust við komu mannanna til Seyðisfjarðar þar sem ferjan legg- ur að. Málið er eitt hið stærsta sinnar tegundar sem komið hefur upp hér á landi því það magn fíkniefna sem fannst í bifreiðinni er það langmesta sem vitað er um að reynt hafi verið að smygla með Norrænu. Talið er að heildarsölu- verðmæti efnanna geti hlaupið á mörgum tugum milljóna króna. Báðir mennirnir neituðu sök fyrir héraðsdómi í gær. Aðalmeð- ferð í máli þeirra hefst mánudag- inn 30. október næstkomandi. - þsj Tveir litháískir menn ákærðir fyrir innflutning á tólf kílóum af amfetamíni: Sarunas og Varunas neita sök Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Sarunas og Varunas við þingsetninguna í gær. Þeim er gefið að sök að hafa flutt til landsins tólf kíló af amfetamíni. ORKUMÁL Íslenska lífmassafélagið ehf. er að ljúka arðsemismati á tveimur lífmassaverk- smiðjum sem ætlunin er að reisa á Suður- og Norðurlandi á næstu fjórum árum. Ef fyrirætl- anir félagsins ganga eftir verða verksmiðjurnar tekn- ar í gagnið árið 2010 með framleiðslugetu upp á 30 milljónir lítra af etanóli á hverju ári. Etanólið verður nýtt til eldsneytisíblöndun- ar en uppistaða lífmassans sem notaður verður við framleiðsluna er gras. Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Íslenska lífmassafélagsins, segir áætlanir fyrirtækisins helgast af því að íslensk stjórnvöld hafi sett það markmið að hafa fimmtán prósenta etanólíblöndun í bensín árið 2010. „Við áætlum að ljúka arðsemismati verk- smiðjanna í febrúar næstkomandi og ekki frá- leitt að við hefjum að reisa verksmiðjur sem taki til starfa árið 2010.“ Etanól er hreinn vínandi sem brennur án þess að menga umhverfið og kemur í staðinn fyrir metýl-tert-bútýleter (MTBE) sem notað hefur verið í staðinn fyrir blý í bensín til að halda uppi brennslugildi. „Þetta efni er að hverfa úr bensíni alls staðar í Vesturheimi en það er þrávirkt og langtímamengandi í jarð- vegi. Í Bandaríkjunum er etanólíblöndun í bensín um fimmtán prósent en hún er ekki hafin á Íslandi ennþá,“ segir Víglundur. Víglundur segir að ef þrjátíu milljónum lítra af etanóli verði blandað í bensín hérlendis þurfi að kaupa sem því nemur minna af bensíni til landsins. „Síðast þegar ég var að skoða tölur var olíutunnan á 70 dollara á heimsmarkaði og þrjátíu milljónir lítra af bensíni myndu þá lækka bensíninnflutning um tólf til fjórtán hundruð milljónir.“ Víglundur segir að til falli mun meira fram- leiðsluvirði en það sem sparist við íblöndunina sjálfa. „Það falla til prótín og kolefni sem nýt- ast í iðnaði, til dæmis við sementsframleiðslu, og því geta lífmassaverksmiðjurnar með þessa framleiðslugetu haft framleiðsluvirði í kring- um þrjá milljarða á ári. Ekki er óvarlegt að áætla að það muni síðan sexfaldast í framtíð- inni og þá erum við að tala um framleiðsluvirði stóriðjufyrirtækis í dag. Hagur bænda mun líka vænkast þar sem allt hráefni verður keypt af þeim.“ Framleiðsla etanóls úr lífmassa verður kynnt á Orkuþingi 2006 á morgun en Orkuþing stendur daganna 12. og 13. október á Grand hóteli í Reykjavík. svavar@frettabladid.is Íslenskt hey gæti lækkað bensínkostnað um milljarð Íslenska lífmassafélagið er að ljúka arðsemismati á tveimur lífmassaverksmiðjum sem framleiða eiga etanól til íblöndunar í bensín. Slík íblöndun er bæði umhverfisvæn og hagkvæm fyrir samfélagið. HEYSKAPUR Á ÁLFTANESI Hráefni til etanólframleiðslu lífmassaverksmiðja, sem Íslenska lífmassafélagið hyggst reisa á næstu árum, er hey sem keypt verður af bændum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON Í Bandaríkjunum er etanólíblöndun í bensín um fimmtán prósent en hún er ekki hafin á Íslandi ennþá. VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON STJÓRNARFORMAÐUR LÍFMASSAFÉLAGSINS SAN FRANCISCO, AP Vefrisinn Google keypti á mánudaginn vefmiðilinn YouTube af tveimur ungum athafnamönnum og greiddi þeim jafnvirði 115 milljarða króna. Þeir Chad Hurley og Steven Chen höfðu samt í byrjun ekki reiknað með því að hafa tekjur af YouTube. Þeir höfðu einfald- lega dottið niður á hugmynd sem myndi gera fólki auðveldara að skiptast á stuttum myndskeið- um. Hugmyndin sló aldeilis í gegn og núna eru notendur YouTube yfir 70 milljónir. Allt starfsfólk YouTube heldur vinnunni, og þeir Hurley og Chen halda einnig sínum störfum. - gb Google kaupir myndvefsíðu: Seldu YouTube á 115 milljarða CHAD HURLEY OG STEVEN CHEN Google keypti af þeim YouTube fyrir nærri 115 milljarða. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STRÆTÓ Farþegum Strætó bs. fjölgaði í september um 45.801 farþega, um 6,8 prósent miðað við sama mánuð í fyrra. Farþegum strætó hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu mánuðina og er aukningin 3,5 prósent fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Ásgeir Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Strætó bs., segir farþegafjölgunina ánægjulega og að hún bendi ótvírætt til þess að þær breytingar sem gerðar hafa verið á leiðakerfinu mæti þörfum viðskiptavinanna. „Almenningur er að átta sig á því að strætó er raunhæfur kostur á höfuðborgar- svæðinu.“ - hs Almenningssamgöngur: Farþegum í strætó fjölgar ���������������������������������� ������������� �������� ���� �������� �� ��������� ������ ����� ��������� ��������������� ������ �������� �������� ������� ���� ������� �� ����������������� ������������� ����������������� ����������������� ����������������� ������������ ��������������� �������������� �������������� ��������������� ��������������� ��������������� ������������ ����������� ��������������� ������� ������ ��������������������� ��� ����� ��� ������� ������������ �������� ������������������� �� ������������������ ������� ����� ��� �������� ���������������������� ����������� ��� �� ���� ������������������������� � ��� ������������ �� ������������������� ������� ������������ �� �������������������� ��� ���������������������� ������������� �������� ������������������� �� �������������������� ����������� �� ���� ����� �� ���������������� �� ��������������� �������� ����������� �� ��� ���� ����� ��������������������������� ��������� �� ������ �� ���������� ������� �� ��� � �� � � � � � �� �� �� � �� �� �� �� � � � �� �� �� �� � �� �� �� � � �� ����
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.