Fréttablaðið - 11.10.2006, Side 10
10 11. október 2006 MIÐVIKUDAGUR
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
SVEITARSTJÓRNARMÁL Áætluð
nefndarlaun í sveitarfélaginu
Fjallabyggð fyrir árið 2007 eru
sex milljónum hærri en saman-
lögð nefndarlaun voru árið 2005 í
sveitarfélögunum Ólafsfirði og
Siglufirði. Þetta kom fram í svari
til Egils Rögnvaldssonar, bæjar-
fulltrúa í Fjallabyggð, á síðasta
bæjarráðsfundi.
Launaútgjöld til allra nefnda
hækka, utan sameiningarnefndar,
en áætluð nefndarlaun þeirrar
nefndar munu lækka um rúma
milljón. Þá er hækkun vegna setu
í hafnarnefnd óveruleg á milli
ára.
Mestu munar um hækkun
launa fyrir setu í bæjarstjórn, um
rúmar fjórar milljónir, en í bæjar-
stjórn sitja níu fulltrúar. Þá eru
samanlögð nefndarlaun fyrir setu
í fræðslunefnd og menningar-
nefnd rúmlega sex hundruð þús-
und krónum hærri en var fyrir
setu í skóla- og menningarnefnd
árið 2005. Svipuð hækkun er einn-
ig fyrir setu í skipulags- og
umhverfisnefnd, sem áður hét
tækni- og umhverfisnefnd. Hlut-
fallslega er reiknað með mestri
hækkun vegna atvinnu- og ferða-
málanefndar, úr 14.034 í 315.248
krónur.
Þórir Kristinn Þórisson bæjar-
stjóri segir nefndarlaunin hafa
verið hækkuð þar sem þau hafi
verið mun lægri en tíðkist í öðrum
sveitarfélögum. - ss
Kostnaður vegna hækkunar nefndarlauna í Fjallabyggð kominn í ljós:
Hækka um sex milljónir
ÞÓRIR KRISTINN ÞÓRISSON Bæjarstjór-
inn segir nefndarlaun í sveitarfélaginu
hafa verið mun lægri en tíðkist annars
staðar á landinu.
NOREGUR Þrír farþegar og einn
áhafnarmeðlimur fórust þegar
vél færeyska flugfélagsins Atl-
antic Airways hlekktist á við
lendingu á norsku eyjunni Storð í
gærmorgun. Svo virðist sem
flugmönnunum hafi ekki tekist
að stöðva vélina við lendingu.
Tólf manns tókst að komast út
úr vélinni. Margir þeirra voru
slasaðir og brenndir, en enginn
lífshættulega, að sögn Frode
Johannessen læknis á blaða-
mannafundi í gær. Fólkið var allt
flutt á sjúkrahús.
„Lík þeirra sem fórust fund-
ust inni í vélinni,“ hafði norska
blaðið Aftenposten eftir Einar
Knudsen hjá Almannavörnum
Suður-Noregs.
Lögregla tilkynnti upphaflega
að þrír hefðu farist en þrettán
hefðu komist út úr vélinni, en
skömmu síðar varð ljóst að eins
manns var saknað.
Töluvert fát komst á björgunar-
menn, því í fyrstu tilkynnti Atl-
antic Airways að eingöngu fimmt-
án manns hefðu verið um borð,
en eftir að það var leiðrétt upp-
götvaðist að þeir sem tóku á móti
hinum eftirlifandi höfðu merkt
við nafn manns sem reyndist svo
ekki vera meðal þeirra.
Leitað var að honum fyrir utan
vélina og í hafinu við enda braut-
arinnar, en flugbrautin á Storð
liggur við sjó. Lík mannsins
fannst að lokum inni í vélinni.
Vélin, sem var af tegundinni
British Aerospace BAe 146 og tók
83 farþega í sæti, var á leið frá
Stafangri til Molde og millilenti á
Storð við vesturströnd Noregs
þegar slysið varð klukkan 7:45 að
staðartíma. Verið er að rannsaka
tildrög slyssins, en að sögn sjónar-
votta rann vélin út af brautinni á
nokkurri ferð og skömmu síðar
sáust eldtungur stíga upp úr
henni.
Björgunarmenn náðu tökum á
eldinum um klukkutíma síðar, en
hitinn í brakinu hægði á björgunar-
starfsemi, að sögn Fritz Arne Lille-
skog, talsmanns lögreglunnar á
Storð.
Samkvæmt upplýsingum flug-
félagsins voru þrír áhafnarmeð-
limir færeyskir og einn danskur,
en meðal farþeganna voru ellefu
Norðmenn og einn „útlendingur“.
Nöfn og þjóðerni hinna látnu höfðu
ekki verið tilkynnt þegar blaðið
fór í prentun í gær.
Allir farþegarnir voru á leið til
vinnu í skipasmíða- og bygginga-
fyrirtækinu Aker Kværner, stað-
festi Stein Inge Liasjø, upplýs-
ingafulltrúi Aker Kværner. Vélar
Atlantic Airways þurftu tvisvar í
síðasta mánuði að nauðlenda í
Björgvin vegna bilunar í hemlunar-
kerfi, kom fram á fréttavef norska
blaðsins Dagbladet.
smk@frettabladid.is
Fjórir fórust
í flugslysi
Fjórir manns týndu lífi en tólf björguðust þegar fær-
eysk vél með sextán manns innanborðs brotlenti við
lendingu á eyjunni Storð í Vestur-Noregi.
FLUGSLYS Á STORÐ Eldur kom upp í leiguvél frá færeyska flugfélaginu Atlantic Air-
ways á Storð í Noregi í gærmorgun með þeim afleiðingum að fjórir fórust.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NOREGUR Tuttugu og átta ára
gamall Norðmaður hefur verið
dæmdur í fimmtán ára fangelsi í
Bandaríkjunum fyrir að hafa
auglýst eftir og geymt barnaklám
í tölvunni sinni. Þetta kemur fram
í frétt norska blaðsins Aften-
posten.
Maðurinn hafði farið frá
heimabæ sínum í Austur-Noregi
til Iowa í Bandaríkjunum þar sem
hann hóf hnykklækninganám.
Lögreglan handtók hann eftir að
hann auglýsti á netinu eftir
barnaklámi og við leit á heimili
hans fundust 300 barnakláms-
myndir á tölvu hans, sem hann er
sakaður um að hafa deilt með
öðrum.
Norðmanninum var jafnframt
gert að vera undir ströngu
eftirliti yfirvalda í tíu ár eftir að
hann hefur afplánað dóminn. - smk
Norðmaður dæmdur:
Fimmtán ár
fyrir barnaklám