Fréttablaðið - 11.10.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 11.10.2006, Síða 12
12 11. október 2006 MIÐVIKUDAGUR VINNUMARKAÐUR Tæplega fimm þúsund erlendir starfsmenn hafa verið skráðir inn á íslenskan vinnumarkað það sem af er árinu, flestir nú í september. Þetta er meira en allt árið í fyrra. Til viðbótar eru tvö þús- und starfsmenn enn óskráðir. Baldur Aðalsteins- son, deildarsérfræðing- ur hjá Vinnumálastofn- un, segir að sprenging hafi orðið á vinnumark- aði á þessu ári. Allt árið í fyrra hafi Vinnumála- stofnun gefið út 3.700 atvinnuleyfi en á fyrstu níu mánuðum þessa árs séu skráningarnar komnar vel yfir þá tölu. Alls hafa rúmlega 4.700 útlendingar verið skráðir á vinnumarkað á þessu ári, þar af eru um 2.700 fyrstu fjóra mánuði ársins og 2.400 frá 1. maí þegar för var gefin frjáls. Flestir hafa verið skráðir í september; tæp- lega tólf hundruð manns. Baldur segir að vinnuveitend- ur viti ekki og hafi ekki vitað nógu vel hvernig eigi að standa að skráningum erlends starfs- fólks. „Við höfum átt við það að stríða að fólk vissi ekki hvað það ætti að gera og hvernig ætti að standa að málum. Þetta fór því rólega af stað,“ segir hann. Í september breyttist ástand- ið hins vegar þegar starfsmanna- stjórar og aðrir stjórnendur fyrir- tækja mættu aftur til vinnu eftir sumarleyfi og losnaði um stífluna hjá Þjóðskránni við afgreiðslu á kennitöl- um. „Fólk skilaði sér illa inn í kerfið en með lækk- andi sól, umræðu í fjöl- miðlum og átaki hjá okkur fór þetta að skila sér,“ segir Baldur. Tölvukerfið hjá Vinnu- málastofnun er beintengt við Þjóðskrána og því sjá starfsmenn Vinnumála- stofnunar hversu margir eru á utangarðsskrá hjá Þjóðskránni á hverjum tíma og eru þeir um tvö þúsund talsins í dag. Það hafa því verið samtals um sjö þúsund erlendir starfsmenn í landinu á árinu. Beintengingin gerir það að verkum að um leið og starfs- menn eru skráðir hjá Vinnumála- stofnun detta þeir út af utan- garðsskrá. „Langstærsti hlutinn er frá Póllandi og svo eru þetta líka Lit- háar og Lettar. Flestir eru í bygg- ingaiðnaði og fiskvinnslu en líka á hótelum, lager og í fleiri störf- um.“ ghs@frettabladid.is BALDUR AÐALSTEINSSON Sprenging á vinnumarkaði Sprenging hefur orðið á vinnumarkaði á þessu ári. Talið er að um sjö þúsund erlendir starfsmenn hafi komið til landsins það sem af er árinu. Erlendir starfsmenn voru tæplega fjögur þúsund í fyrra. NÁNAST TVÖFÖLDUN Um sjö þúsund erlendir starfsmenn, fyrst og fremst frá Póllandi en líka Litháen og Lettlandi, hafa verið við störf hér á landi á árinu. Þetta er nánast tvöföldun frá því í fyrra og árið þó ekki búið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GRASKER, GRASKER Nú er tími gras- keranna runninn upp í Bandaríkjun- um og var þessi gutti afar kátur með hlut sinn í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TAÍLAND, AP Konungur Taílands veitti nýrri ríkisstjórn umboð á mánudag, þremur vikum eftir valdarán stjórnarhersins. Hagfræð- ingar, háttsettir opinberir starfs- menn og tveir fyrrum herforingjar tóku við ráðherraembættunum. Gert er ráð fyrir að nýja stjórnin sitji þar til kosningar fara fram í október á næsta ári. Surayud Chulanont forsætis- ráðherra tók við embætti nokkrum dögum eftir valdaránið, þegar fyrrum forsætisráðherra Thaksin Shinawatra var steypt af stóli meðan hann var erlendis. Thaksin var sakaður um víðtæka spillingu. - smk Konungur Taílands: Ný ríkisstjórn tekin við NÝR FORSÆTISRÁÐHERRA Surayud Chulanont tók við embætti forsætisráð- herra nokkrum dögum eftir valdaránið. HEILBRIGÐISMÁL Á ráðstefnu um Downs-heilkenni sem haldin var fyrir skömmu kynnti Ingólfur Ein- arsson, barnalæknir á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, niður- stöður könnunar sem hann gerði á meðal fjölskyldna barna með Downs-heilkenni. „Það var mat þeirra sem svör- uðu að misvel væri staðið að grein- ingarferlinu en nú er í bígerð að gera verklagsreglur fyrir fæðingar- deildir í landinu um hvernig upp- lýsingum skuli komið á framfæri. Þá finnst mörgum foreldrum vanta upp á stuðing í kjölfar greiningar og vilja fá viðtöl við fagaðila.“ Í könnun Ingólfs kom í ljós að líkamlegir kvillar eru algengir hjá þessum börnum. „Þannig greind- ust meðfæddir hjartagallar hjá 60 prósentum þeirra barna sem könn- unin náði til og þurfti meirihluti þeirra að fara í aðgerð vegna þessa.“ Könnunin sýnir einnig að það hefur áhrif á félagslegt og fjár- hagslegt umhverfi foreldra að eignast barn með Downs-heilkenni. „Yfir 50 prósent svarenda töldu umönnun barnanna íþyngjandi en hegðunarerfiðleikar eru algengir hjá börnum með Downs-heilkenni. Þá kom í ljós að mæður þessara barna þurfa undantekningarlaust að minnka við sig vinnu tímabund- ið vegna breyttra aðstæðna. Feð- urnir unnu hins vegar undantekn- ingarlaust fullan vinnudag og jafnvel meira.“ - hs Mörg börn með Downs-heilkenni hafa hjartagalla: Foreldrar vilja aukinn stuðning INGÓLFUR EINARSSON Unnið er að verklagsreglum fyrir fæðingardeildir um hvernig upplýsingum skuli komið á framfæri. ÍTALÍA Þáttagerðarmenn vinsæls ítalsks sjónvarps- þáttar hafa uppgötvað meinta víðtæka eiturlyfja- neyslu þingmanna ítalska þingsins. Þáttagerðarmenn létu taka leynileg lífsýni úr fimmtíu neðrideildar- þingmönnunum og reyndust sextán þeirra, eða tæpur þriðjungur, hafa neytt kókaíns eða kannabisefna á síðustu 36 klukkustundunum fyrir prófið, kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC. Þátturinn La Lene (Hýenurnar) er vel þekktur fyrir ýmiss konar prakkarastrik og gerir óspart gys að frægu fólki. Í þetta sinn fengu þáttargerðarmenn fréttamann til að fara í neðri deild þingsins og ræða við þingmenn um fjárlagafrumvarp næsta árs. Með í för var sminka sem strauk svitann af enni þing- mannanna undir því yfirskini að lagfæra andlits- málningu þeirra fyrir myndavélina. Hún var hins vegar að safna lífssýnum. Af þingmönnunum sextán höfðu fjórir neytt kókaíns og tólf kannabisefna. Ráðamenn þáttarins hafa ekki gefið upp nöfn þeirra. Le Lene er sýndur á Italia Uno, sjónvarpsstöðinni sem tilheyrir fjölskyldu fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi. - smk Leynileg sýnataka úr ítölskum neðrideildarþingmönnum: Þriðjungur neytir eiturlyfja EITURLYF Tólf ítalskir þingmenn höfðu notað kannabisefni og fjórir kókaíns. ERIE, AP Tæplega þrítug kona barði unnusta sinn með fjögurra vikna gömlu barni þeirra beggja með þeim afleiðingum að drengurinn litli höfuðkúpu- brotnaði og það blæddi inn á heilann. „Ég hef aldrei nokkurn tímann orðið vitni að öðru eins,“ sagði Bradley Faulk, héraðslög- maður í bænum Erie í Pennsylv- aníu. Stjórnvöld fjarlægðu fjögur önnur börn af heimili konunnar og komu þeim til barnaverndar- yfirvalda. Litla barnið var flutt á barnasjúkrahús í Pittsburgh. - gb Harmleikur í Bandaríkjunum: Barði kærasta með barninu Dögg Pálsdóttir Á morgun, 12. október, kl. 17 opnar kosningaskrifstofa Daggar Pálsdóttur að Laugavegi 170, 2. hæð (í gamla Hekluhúsinu). Við hlökkum til að sjá þig. Stuðningsmenn 4.í sætiðwww.dogg.is Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október 2006 LÁTUM VERKIN TALA KOSNINGASKRIFSTOFA Laugavegi 170, 2. hæð dogg@dogg.is sími 517-8388
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.