Fréttablaðið - 11.10.2006, Síða 27

Fréttablaðið - 11.10.2006, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 11. október 2006 3 Hekla hefur hafið kynningu á Mitsubishi L-200 pallbíln- um breyttum fyrir 35 tommu hjólbarða. L-200 var fyrr á þessu ári kynntur á alþjóðavettvangi. Viðbrögð voru góð enda var bíllinn endurhannaður frá grunni með sportlegar, flæðandi línur sem eru óvanalegar fyrir pall- bíl. Innra byrði bílsins var einnig endurhannað. Mælaskífur eru bláar, leðurklætt stýri og efni í mælaborði er orðið mun fágaðra en það var áður í þessum vinnubíl. L-200 hvílir á sterkri burðar- grind og undirvagninn er 25 pró- sent stífari en í fyrri gerð. Sídrifið er Super-Select og auk þess er í bílnum millikassi fyrir hátt og lágt drif. Vélin er ný af nálinni, 2,5 lítra samrásardísilvél sem uppfyllir Euro IV mengunarstaðla. Vélin er því í senn sparneytin, 7,4 lítrar í blönduðum akstri, og umhverfis- vænni en eldri gerðir dísilvéla. Vélin afkastar 136 hestöflum og togið er 314 Nm. L-200 er fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur. 35“ breytingin er framkvæmd hjá Jeppaþjónustunni Breyti ehf., sem hefur sérhæft sig í verkefnum af þessu tagi. Bíllinn er hækkaður upp um 30 mm á gormum og fjöðr- um. Klippt er úr brettum og nýir brettakantar og stigbretti úr trefja- plasti er komið fyrir á bílnum. Hvort tveggja er framleitt á Íslandi. Bíllinn kemur á 17 tommu álfelgum með 35 tommu dekkjum. Breyting- in felur jafnframt í sér leiðréttingu á hraðamæli sem vegur upp stærri dekk. Bílnum fylgir slökkvitæki og sjúkrakassi og jafnframt er hann sérskoðaður. Auk þess var sett á breyttan bílinn pallhús frá Alpha. Breytingin og allir íhlutir eru íslensk hönnun og framleiðsla að undanskildum álfelgum og dekkj- um. Grunnverð á Mitsubishi L-200 er 2.960.000 kr. Mýkri línur og 35“ breyting Ytra og innra útlit L-200 var tekið í gegn. Klippt var úr brettum og nýjum brettaköntum og stigbrettum úr trefjaplasti var komið fyrir á bílnum. Sjálfkeyrandi bílar reyna með sér í þrautabraut. Í október 2005 fór fram eyði- merkurkappakstur nokkur, ólík- um öðrum fyrir margra hluta sakir. Keppnisbrautin var til dæmis ekki nema 212 kílómetrar en það sem var kannski öllu sér- stakara var að engir bílstjórar tóku þátt í keppninni. Þess í stað voru bílarnir sjálfkeyrandi og forritaðir til að bregðast við umhverfi sínu með svipuðum hætti og mennskur bílstjóri mundi gera. Í nóvember á næsta ári fer fram sjálfstætt framhald þess kappaksturs en nú verður keppt á styttri en flóknari braut. Settur verður upp 96 kílómetra hringur sem bílarnir hafa sex klukku- tíma til að klára. Þeir verða að geta farið eftir umferðarmerkj- um, keyrt innan um aðra umferð, skipt um akreinar og lagt í stæði. Það er varnarbúnaðarrann- sóknarstofnun varnarmálaráðu- neytis Bandaríkjanna sem stend- ur fyrir keppninni og nú þegar hafa ellefu lið skráð sig til leiks, þar af liðin sem voru í efstu tveimur sætunum í síðustu keppni. Meðal þess sem bílarnir nota til að leysa þrautirnar eru fjarlægðarmælar sem nota leisi- geisla, radartæki, þrívíddar- myndavélar og GPS-staðsetn- ingatæki. Að auki eru nokkrar samtengdar tölvur í hverjum bíl sem vinna úr upplýsingunum frá tækjunum. Bílstjóralaus kappakstur Einn af sjálfkeyrandi bílunum sem kepptu í eyðimerkurkappakstrinum 2005. BURÐARGRINDIN ÚR GÖMLUM MASERATI. Einn þeirra bíla sem sýndir voru á bílasýningunni í París um daginn er Alfa Romeo 8C Competizione. Þó að Alfa Romeo bílar hafi nú aldrei þótt sérlega ljótir hefur aðkoma Maserati að bílnum bætt um betur og margir vilja meina að 8C sé fallegasti Alfa Romeo sem smíðaður hefur verið. Yfirbyggingin er úr koltrefjaefni og skellt ofan á frekar gamalt burðar- virki frá Maserati. Eins og bíllinn allur er hún nánast óbreytt frá hugmynda- stigi bílsins. Vélin í bílnum er samvinnuverk- efni Alfa Romeo og Maserati, 450 hestafla, 4,7 lítra V-8 sem togar 470 Nm. Fjöðrunin er úr áli og sex gíra skiptingunni er stjórnað með flipum bakvið stýrið. 450 hestafla Alfa Ótrúlegt en satt, þessi bíll ratar í framleiðslu nánast óbreyttur frá hug- myndastigi. Bíllinn kemur á 17 tommu álfelgum með 35 tommu dekkjum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.