Fréttablaðið - 11.10.2006, Page 41
sendum grýluna heim
[ SÉRBLAÐ UM LANDSLEIK ÍSLANDS OG SVÍÞJÓÐAR – MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 ]
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
Í kvöld mætir íslenska karla-
landsliðið í knattspyrnu aftur til
leiks á Laugardalsvelli í undan-
keppni EM 2008. Nú er komið
að Svíum, sem mæta hingað
kokhraustir til leiks þrátt fyrir að
marga af þekktustu leikmönnum
liðsins vanti í þeirra hóp. Það
hefur ekki komið að sök hingað
til enda eru Svíar enn með fullt
hús stiga í undankeppninni á
meðan Íslendingar hafa ekki náð
að fylgja eftir góðum útisigri á
Norður-Írum í fyrstu umferð.
Zlatan Ibrahimovic og Fredrik
Ljungberg eru báðir fjarri góðu
gamni. Sá fyrrnefndi er fjarver-
andi þar sem honum sinnaðist
við landsliðsþjálfara Svía og er
í sjálfskipuðu leyfi frá liðinu.
Ljungberg meiddist í fræknum
2-0 sigri Svía á Spánverjum
um helgina og er farinn til síns
heima í Lundúnum til aðhlynn-
ingar hjá læknum Arsenal.
Stærsta stjarnan á vellinum í
kvöld verður án efa Eiður Smári
Guðjohnsen, landsliðsfyrirliði
okkar Íslendinga. Það væri eink-
ar viðeigandi ef honum tækist að
skora í kvöld og bæta þar með
markamet Ríkharðs Jónssonar
en báðir hafa þeir skorað sautj-
án mörk fyrir íslenska landsliðið.
Ríkharður komst á spjöld sög-
unnar er hann skoraði öll fjögur
mörk Íslands í 4-3 sigri á Svíum
á Melavellinum árið 1951. Þó að
erfitt verði að leika það afrek eftir
væri það feikinóg að skora bara
eitt í kvöld ef liðið heldur hreinu.
Komið að
Svíum
Eiður Smári Guðjohnsen og félagar
hans í íslenska landsliðinu virðast vel
stemmdir fyrir leikinn gegn Svíum í
kvöld þrátt fyrir slæmt tap í Lettlandi
um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
FASTEIGNALÁN
Í MYNTKÖRFU
3,4%
Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 21.09.2006
Nánari upplýsingar hjá lánafulltrúum Frjálsa
og á www.frjalsi.is, þar sem einnig er hægt
að reikna greiðslubyrði.
Lánstími allt að40 ár