Fréttablaðið - 11.10.2006, Síða 41

Fréttablaðið - 11.10.2006, Síða 41
sendum grýluna heim [ SÉRBLAÐ UM LANDSLEIK ÍSLANDS OG SVÍÞJÓÐAR – MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 ] FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Í kvöld mætir íslenska karla- landsliðið í knattspyrnu aftur til leiks á Laugardalsvelli í undan- keppni EM 2008. Nú er komið að Svíum, sem mæta hingað kokhraustir til leiks þrátt fyrir að marga af þekktustu leikmönnum liðsins vanti í þeirra hóp. Það hefur ekki komið að sök hingað til enda eru Svíar enn með fullt hús stiga í undankeppninni á meðan Íslendingar hafa ekki náð að fylgja eftir góðum útisigri á Norður-Írum í fyrstu umferð. Zlatan Ibrahimovic og Fredrik Ljungberg eru báðir fjarri góðu gamni. Sá fyrrnefndi er fjarver- andi þar sem honum sinnaðist við landsliðsþjálfara Svía og er í sjálfskipuðu leyfi frá liðinu. Ljungberg meiddist í fræknum 2-0 sigri Svía á Spánverjum um helgina og er farinn til síns heima í Lundúnum til aðhlynn- ingar hjá læknum Arsenal. Stærsta stjarnan á vellinum í kvöld verður án efa Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsfyrirliði okkar Íslendinga. Það væri eink- ar viðeigandi ef honum tækist að skora í kvöld og bæta þar með markamet Ríkharðs Jónssonar en báðir hafa þeir skorað sautj- án mörk fyrir íslenska landsliðið. Ríkharður komst á spjöld sög- unnar er hann skoraði öll fjögur mörk Íslands í 4-3 sigri á Svíum á Melavellinum árið 1951. Þó að erfitt verði að leika það afrek eftir væri það feikinóg að skora bara eitt í kvöld ef liðið heldur hreinu. Komið að Svíum Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í íslenska landsliðinu virðast vel stemmdir fyrir leikinn gegn Svíum í kvöld þrátt fyrir slæmt tap í Lettlandi um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FASTEIGNALÁN Í MYNTKÖRFU 3,4% Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 21.09.2006 Nánari upplýsingar hjá lánafulltrúum Frjálsa og á www.frjalsi.is, þar sem einnig er hægt að reikna greiðslubyrði. Lánstími allt að40 ár
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.