Fréttablaðið - 11.10.2006, Page 83
MIÐVIKUDAGUR 11. október 2006 39
FÓTBOLTI Eins og Fréttablaðið
greindi frá í gær er Reynir Leós-
son að öllum líkindum á leið til
Fram. Hann sagði við Fréttablaðið
á dögunum, þegar ljóst var að
hann myndi koma heim, að hann
væri nánast búinn að ganga frá
samningi við ákveðið úrvalsdeildar-
félag. Flestir töldu hann vera að
tala um sitt uppeldisfélag, ÍA.
Reynir staðfesti í gær að þetta
félag hefði allan tímann verið
Fram.
„Við erum nánast búnir að
ganga frá öllu en það er aldrei
neitt öruggt fyrr en búið er að
skrifa undir. Síðan verð ég reynd-
ar að játa að mér brá svolítið í dag
þegar ég heyrði tíðindin af Helga
Sigurðssyni,“ sagði Reynir og
mátti heyra á honum að þær frétt-
ir gætu hugsanlega haft áhrif á
ákvörðun hans um hvort hann færi
í Fram.
„Það er slæmt þegar fyrirliðinn
talar um að það sé botnbarátta
fram undan. Þetta kom mér mjög
á óvart og það er verulega slæmt
ef liðið er að missa sterka leik-
menn. Framararnir hafa sannfært
mig um að þeir ætli sér stóra hluti
og því bregður manni óneitanlega
þegar það berast fréttir af því að
besti maður liðsins sé á förum. Ég
er metnaðarfullur og vil vera að
spila í efri hlutanum. Þessar frétt-
ir voru ekki það sem maður vildi
heyra núna. Þetta þarf samt ekk-
ert að eyðileggja samninginn við
félagið.“ - hbg
Ekki alveg öruggt að Reynir Leósson fari til Fram:
Brá þegar ég heyrði
um Helga Sigurðsson
REYNIR LEÓSSON Nánast búinn að ganga frá samningi við Fram en mál Helga Sig-
urðssonar gæti haft áhrif á ákvörðun hans. Hann sést hér á góðri stundu með Ólafi
Þórðarsyni, sem verður væntanlega aftur þjálfarinn hans. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
FÓTBOLTI Dave Whelan, stjórnar-
formaður Wigan, er allt annað en
sáttur við Sven-Göran Eriksson,
fyrrverandi landsliðeinvald
Englendinga, og gengur svo langt
að kalla Svíann hálfvita. Whelan
kennir Eriksson um þá lægð sem
Wayne Rooney er í þessa dagana,
en Eriksson lét Rooney spila
einan í framlínu Englands þegar
hann var rekinn af velli gegn
Portúgal á HM.
„Eriksson gekk alveg frá
drengnum. Ég vona bara að þessi
hálfviti hafi ekki drepið keppnis-
skapið hjá Rooney. Ég horfði á
leikinn gegn Portúgal í sumar og
vorkenndi Rooney, hann vildi
standa sig vel en það var erfitt
fyrir hann að vera einn frammi.
Rooney barðist eins og ljón í
leiknum en komst lítið áleiðis.
Eriksson gjörsamlega gekk frá
honum í þessum leik,“ sagði
Whelan. - dsd
Stjórnarformaður Wigan:
Eriksson
er hálfviti
GEKK FRÁ ROONEY Dave Whelan sparar
ekki stóru orðin í garð Erikssons.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Það er ekki nóg með að
Tobias Linderoth missi af
landsleiknum í dag vegna
fæðingar barns síns heldur gæti
einnig farið svo að leikmaðurinn
missi af leik FC Kaupmannahafn-
ar og Manchester United sem
fram fer á þriðjudaginn í næstu
viku ef barnið verður ekki komið
í heiminn fyrir þann tíma. Maria,
eiginkona Linderoth, var skráð
10. október og þjálfari Kaup-
mannahafnarliðsins bíður og
vonar að barnið fari nú að koma í
heiminn, en liðið fer til Manchest-
er á mánudaginn.
„Ef ekkert verður búið að
gerast fyrir þriðjudaginn spilum
við án Linderoth. Það er ekkert
öruggt í þessu en ég reikna
frekar með því að hann verði
ekki með,“ sagði Ståle Solbakken.
- dsd
Tobias Linderoth:
Missir líklega
af Man. United
FÓTBOLTI Knattspyrnusamband
Evrópu, UEFA, hefur hótað
Króötum því að ef áhorfendur
liðsins láti ekki af kynþáttafor-
dómum í garð andstæðingana
muni sambandið grípa til
róttækra aðgerða. UEFA gæti
gengið svo langt að reka landslið-
ið úr undankeppni Evrópumótsins
en Króatar fengu sekt á dögunum
fyrir hegðun sína í vináttuleik
gegn Ítalíu.
„Það eru nýjar reglur sem
segja til um að hægt sé að reka
lið úr keppnum og draga stig af
liðum. Við munum fylgjast grant
með hverju atviki,“ sagði
talsmaður UEFA. - dsd
Króatíska landsliðið:
Getu fengið
þunga refsingu
Þann 8. - 11. desember verður íþróttadeild
Úrvals Útsýnar með spennandi ferð á leik Barcelona
og Real Sociadad.
Síðasta ferð seldist upp á 2 dögum, hlökkum til að
heyra frá ykkur.
Jólabolti
í Barcelona
Verð 74.900,-
Innifalið í verði er: Flug, skattar, gisting í 3 nætur
m/morgunverði, miði á völlinn og íslensk fararstjórn.
Nánari upplýsingar og bókanir hjá
íþróttadeild Úrvals Útsýnar í síma
585-4000 eða á tölvupósti silja@uu.is
FÓTBOLTI Það styttist í að framtíð
Skagamannsins spræka Hafþórs
Ægis Vilhjálmssonar fari að skýr-
ast. Samningur Hafþórs Ægis við
ÍA rennur út í lok mánaðarins og
það er ljóst að hann mun ekki leika
áfram með félaginu.
Hafþór fór til reynslu hjá
sænska félaginu Norrköping á
dögunum en þar eru fyrir sveit-
ungar hans Garðar Gunnlaugsson
og Stefán Þórðarson.
„Mér leist mjög vel á þetta
félag og ef ég fæ ágætis samn-
ingstilboð frá þeim er líklegt að ég
stökkvi á það,“ sagði Hafþór Ægir
en hann er ekki alveg búinn að
landa samningi við félagið. „Þeir
vilja fá mig aftur út og skoða mig
betur. Þeim leist greinilega eitt-
hvað á mig og ég fæ annað tæki-
færi, væntanlega um helgina, til
að sýna mig og sanna.“
Hafþór Ægir staðfesti við
Fréttablaðið í gær að hann myndi
ekki spila áfram með ÍA. Ef ekk-
ert verður af því að hann fari til
Norrköping mun Hafþór skrifa
undir samning við Val samkvæmt
mjög áreiðanlegum heimildum
Fréttablaðsins en samningur þess
efnis ku liggja klár til undirskrift-
ar, fari svo að hann fái ekki samn-
ing hjá Norrköping.
„Ég get ekki staðfest neitt slíkt.
Vissulega eru nokkur lið sem
koma til greina en ég get ekkert
tjáð mig um þau mál á þessu stigi,“
sagði Hafþór Ægir aðspurður um
hvort hann væri búinn að ná sam-
komulagi við Val.
Vængmaðurinn ungi vakti
verulega athygli undir lok tíma-
bilsins þegar hann fór á kostum
með ÍA en hann átti erfitt upp-
dráttar framan af sumri þegar
tækifærin voru af skornum
skammti.
Leikkerfið sem bræðurnir
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir
létu ÍA spila átti greinilega vel við
Hafþór því hann lék við hvurn
sinn fingur eftir að þeir tóku við
og fyrir vikið jókst áhugi stóru
félaganna verulega á honum.
- hbg
Framtíð Skagamannsins Hafþórs Ægis Vilhjálmssonar að skýrast:
Næsti áfangastaður verður
Norrköping eða Valur
SJÁUMST SÍÐAR Hafþór Ægir veifar hér hinni gulu treyju ÍA í lokaleik sínum með
félaginu, í bili að minnsta kosti. Hann mun annað hvort spila með Norrköping eða
Val á næstu leiktíð. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR