Fréttablaðið - 26.10.2006, Side 10

Fréttablaðið - 26.10.2006, Side 10
10 26. október 2006 FIMMTUDAGUR Allt um allt sem skiptir máli í Reykjavík Allt um allt sem skiptir máli í Reykjavík ATVINNUMÁL Fleiri stúlkur en drengir á aldrinum 15-19 ára stunda vinnu með námi og segjast stelpurnar vinna til að eiga vasa- peninga en strákar gefa upp þá ástæðu að þeir vinni til að geta rekið bíl. Þetta var eitt af því sem fram kom í máli Jóns Sigfússonar hjá rannsóknum og greiningu Háskóla Reykjavíkur en hann fjallaði um vinnu 15-19 ára unglinga með skóla. Rúm 40 prósent 16 ára ungl- inga stunda vinnu með námi en 66 prósent 19 ára unglinga. Í rannsókninni sem Jón kynnti kom einnig fram að 9,5 prósent unglinga af íslenskum uppruna segjast vinna til að aðstoða fjöl- skylduna við að framfleyta sér. Hlutfallið er öllu hærra meðal ungmenna af erlendum uppruna en meðal þeirra vinna 17 prósent til að aðstoða við að framfleyta fjölskyldunni. Í máli Jóns kom einnig fram að ekki eru tengsl á milli fjölda vinnustunda og tíðni skróps, þeir unglingar sem vinna með námi eru með öðrum orðum ekkert lík- legri til að skrópa í skólann en þeir sem ekki vinna. „Þá sýnir rann- sóknin að vinna hefur ekki áhrif á ástundun heima- náms og náms- menn telja að atvinna þeirra komi ekki til með að seinka námslokum.“ Gerður Gestsdóttir hjá Alþjóðahúsi segir mun á íslenskum ungl- ingum á vinnumarkaðnum og unglingum af erlendum uppruna. Hún segir að erlendir unglingar fái síður stuðning frá fjölskyldu sinni ef eitthvað gerist á vinnu- staðnum. „Þessi hópur óttast atvinnuöryggi sitt og virðist ekki átta sig á því hversu langt við erum komin í vinnuréttindum.“ Gerður segir það heldur ekki sjálfgefið að þessi hópur skilji skriflegar leiðbeiningar um örygg- isútbúnað og reglur um vinnutíma og því þurfi að útskýra þessa hluti sérstaklega fyrir unglingum af erlendum uppruna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu, segir að vinnuslysum meðal ungs fólks hafi fækkað á síðustu 20 árum. „Orsakir slysa hjá 20 ára og yngri má helst rekja til vinnuvéla og aðstæðna í vinnu eins og hálla gólfa, stiga og annarra hindrana. Algengustu vinnuslysin hjá þess- um aldurshópi eru áverkar á hálsi og höfði ásamt beinbrotum.“ Fundurinn var haldinn í tilefni af evrópskri vinnuverndarviku sem nú stendur yfir en í ár er vikan helguð ungu fólki. hugrun@frettabladid.is Telja atvinnu ekki seinka námslokum Atvinna framhaldsskólanema virðist ekki bitna á heimavinnu þeirra né auka líkur á óheimilum fjarvistum úr skóla. Þetta kom á fundi um vinnuað- stæður ungs fólks sem Vinnueftirlitið stóð fyrir. GERÐUR GESTSDÓTTIR AF FUNDI UM VINNUAÐSTÆÐUR UNGS FÓLKS Ungmenni af erlendum uppruna óttast um öryggi sitt á vinnumarkaði og átta sig ekki á því hve langt Íslendingar eru komnir í vinnuréttindum. FRÉTTABLAÐIÐ GV „...vinna hefur ekki áhrif á ástundun heima- náms og námsmenn telja að atvinna þeirra komi ekki til með að seinka námslokum.“ JÓN SIGFÚSSON HJÁ RANNSÓKNUM OG GREININGU Í HR HVALVEIÐAR Lára Marteinsdóttir, kennari í Háskóla Íslands, og Hannah Beadman kvikmynda- gerðarkona hafa farið af stað með áskorun á netinu undir yfirskrift- inni „Stöðvum Kristján Loftsson“. Í gær höfðu um 800 manns skráð sig. Lára segir að um íslenskt framtak sé að ræða þar sem fólk getur ekki skrifað undir nema einu sinni. „Þessi áskorun er ákall til íslenskra ráðamanna um að sýna meiri framsækni þegar kemur að efnahagsmálum.“ Náttúruvernd- arfélag Íslands styður framtakið og mun birta netfang áskoruninn- ar á vef sínum. - shá Átak gegn hvalveiðum: Senda áskorun til ráðamanna DÓMSMÁL Tveir piltar um tvítugt eru grunaðir um að hafa kveikt í fangelsinu á Litla-Hrauni fyrr í þessum mánuði, en þar hafa þeir setið í gæsluvarð- haldi frá 21. september, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Þetta kemur fram í greinargerð lögreglunnar í Keflavík til Héraðsdóms Reykjaness þar sem farið var fram á gæsluvarð- hald yfir þeim. Piltarnir eru grunaðir um að hafa einir, í félagi eða með öðrum staðið að margs konar afbrotum í júlí, ágúst og september á þessu ári. Grunur leikur á að þeir hafi verið að verki bæði á Selfossi og í Keflavík. Í greinargerð lögreglunnar eru nefnd- ir til sögunnar þjófnaðir, nytjastuld- ir, eignaspjöll og umferðarlagabrot. Enn fremur segir að nauðsynlegt hafi reynst að fá piltana úrskurðaða í gæsluvarðhald því að þeir hafi ekki linnt afbrotum. Veruleg hætta sé á að þeir haldi uppteknum hætti ef þeir verði frjálsir ferða sinna. Því sé nauðsynlegt að þeir sæti gæsluvarðhaldi þar til mál þeirra séu til lykta leidd. Hæstiréttur segir að af gögnum málsins megi ráða að rökstuddur grunur sé um að þeir hafi framið allmörg hegningarlagabrot sem fangelsisrefsing sé lögð við. Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðs- dóms Reykjaness um gæsluvarðhald yfir piltunum tveim. Þeir skulu sitja inni til 10. nóvember. - jss Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir tveimur piltum um tvítugt staðfestur: Fangar grunaðir um íkveikju AFÞREYING Sjónvarpsþættirnir um Latabæ hafa verið tilnefndir til BAFTA-verðlaunanna í Bretlandi. „Tilnefningin er gríðarleg við- urkenning fyrir Magnús Scheving, höfund og framleiðanda þáttanna, og alla þá fjölmörgu íslensku og erlendu starfsmenn sem komið hafa að gerð þeirra,“ segir í frétta- tilkynningu frá Latabæ. „Við erum í skýjunum og erum rétt að átta okkur á þessu,“ segir Magnús Scheving sem telur BAFTA-verðlaunin vera nokkurs konar Óskarsverðlaun Evrópu. Aðstandendur Latabæjar séu gríð- arlega stoltir af því að vera til- nefndir. Magnús minnir á að í vor hafi Latibær verið tilnefndur til banda- rísku Emmy-verðlaunanna. „Það er greinilegt að íslenskir og erlendir kvikmyndagerðarmenn, sem komið hafa að gerð þáttanna, kunna sitt fag,“ segir hann. Einu Íslendingarnir sen hafa áður verið tilnefndir til BAFTA- verðlauna eru Valdís Óskarsdóttir fyrir klippingu og Hilmar Örn Hilmarsson fyrir tónlist. Úrslitin verða ljós 26. nóvem- ber næstkomandi. - gar Magnús Scheving í skýjunum: Tilnefndur til BAFTA-verðlauna MAGNÚS SCHEVING Greinlegt að kvik- myndagerðarmenn á bak við Latabæ kunna sitt fag, segir skapari þáttanna. LITLA HRAUN Tveir piltar eru grunaðir um að hafa kveikt í fangelsinu á meðan þeir sátu í gæsluvarðhaldi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.