Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 20
 26. október 2006 FIMMTUDAGUR20 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Maður veit náttúrulega ekkert nema það sem maður les í blöðunum, en mín tilfinning er sú að fortíðin sé Paul meira í hag en Heather,“ segir Jón „góði“ Ólafsson, sem gerði sé ferð niður á Café Romance um árið til að hitta Paul McCartney og fá hjá honum eiginhandaráritun. „Maður sem hefur ættleitt höfrung í Bandaríkjunum – eins og mér skilst að Paul hafi gert – það er erfitt að sjá hann geta verið vondan við nokkurn mann. Það hafa ótal bækur verið skrifaðar um Paul og aldrei hefur maður lesið að hann bregði svo mikið sem skapi. Þegar ég hitti hann var að minnsta kosti allt í lukkunar velstandi. Heather var þarna með honum og hvorki með sprungna vör né glóðarauga. Þetta lyktar allt af peningum og ég held að Heather sé bara að beina athyglinni frá eigin fortíð sem starfsmaður Ford Escort- verksmiðjunnar. En hvað veit maður svo sem? Hver veit hvað leynist á bak við þessi sakleysislegu brúnu augu? Kannski býr þar fól.“ SJÓNARHÓLL SKILNAÐUR PAULS OG HEATHER Fortíðin Paul í hag JÓN ÓLAFSSON Tónlistarmaður Börn fái að vera börn „Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur og bið um að leyfa börnunum að vera börn og vernda þeirra bernsku.“ HERRA KARL SIGURBJÖRNSSON BISKUP ÍSLANDS UM SPURNINGAR UM HÓFDRUKKNAR MÝS Í SAM- RÆMDU PRÓFUNUM Í 4. BEKK. Fréttablaðið 25. október. Pappírspukur „Það er óhollt fyrir sam- félagið að vera að pukrast með þessa pappíra.“ KJARTAN ÓLAFSSON, FYRRVER- ANDI RITSTJÓRI ÞJÓÐVILJANS, UM GÖGN UM PÓLITÍSKAR HLERANIR Á TÍMUM KALDA STRÍÐSINS. Blaðið 25. október. ■ Kristnum Bandaríkjamönnum er í nöp við Hrekkjavöku, djöful- ganginn sem þá ríkir og guðlaust sælgætisátið. Því er komið á markaðinn „kristilegt“ sælgæti til að róa þá trúuðu. Til dæmis má kaupa brjóstsykur og karamellur sem er pakkað inn í pappír með áprentuðum ritningargreinum, sleikjó sem er í laginu eins og Davíðsstjarna og gúmmídýr úr örkinni hans Nóa. Þá þykir „biblíu- stöngin“ hressandi, en hún er unnin úr sömu hráefnum og koma fyrir í Fimmtu Mósebók 8:7-8 í Gamla testamentinu. AMERÍKA: KRISTILEGT NAMMI „Ég segi nú allt ágætt,“ segir Elías Mar, rithöfundur. „Nú er ég að bíða eftir því að mér verði sendur matur. Í dag fæ ég steiktan fisk með remúlaðisósu og salati og sveskjusúpu á eftir með tvíbökum. Þetta er afskap- lega góður matur. Það eru mest gamlingjar sem fá sendan svona mat og veikt fólk. Annars hef ég verið að hugsa um afstöðu mína til Evrópusambandsins og er alfarið á móti því að við tengjumst því. Ég get nefnt sem dæmi að Spánverjar myndu fá hér ítök til að veiða fisk eins og þeir vildu. Við höfum ekkert hugsað um að þeir myndu kannski tæma miðin af þorski og væri síðan skítsama um okkur. Þegar þeir væru búnir að fá sinn saltfisk, þá myndu þeir vera ánægðir.“ Aðspurður um ritstörfin segist Elías grípa í penna af og til. „Ég er nú ekki að skrifa að staðaldri. Ég yrki annað slagið en ég er ekki eins duglegur og ég ætti að vera. Það er bara af kæru- leysi; mér finnst ég hafi nægan tíma. Ég er orðinn 82 ára og get dáið hvenær sem er. En ég hugsa aldrei svoleiðis! Mér finnst ég vera eitthvað um tví- tugt og eigi alla framtíðina fyrir mér. Svona er maður vitlaus.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ELÍAS MAR RITHÖFUNDUR Græðum ekkert á ESB Ný gerð af ruslatunnum var tekin í notkun við Ísafjarðarhöfn í fyrra- dag og er hún sú fyrsta sinnar teg- undar í heiminum. Vonast er til að nýja tunnan stemmi stigu við við- varandi ruslvandamáli við höfn- ina. „Höfnin er endapunkturinn á rúntinum hjá unglingunum,“ segir Guðmundur „Mugi“ Kristjánsson, hafnarstjóri. „Hingað koma þeir og eru á lóðaríi auk þess að borða hamborgara og nammi og drekka kók. Það eru tvær tunnur við höfn- ina en unglingarnir hentu samt öllu út um bílgluggana. Við höfum mikið langlundargeð en vorum samt alveg búin að fá leið á drasl- inu. Það er hörkuvinna að tína þetta upp og ekki það sem við höfum hugsað okkur að starfa við hérna á höfninni. Magni Guð- mundsson hjá Fjarðarneti hf. tók sig því til og hannaði þessa nýju ruslatunnu. Fólk getur keyrt upp að henni, skrúfað niður gluggann og fleygt ruslinu án þess að þurfa að hreyfa sig úr bílnum.“ Ekki er enn komin reynsla á nýju tunnuna. Guðmundur segir að það hafi verið vont veður í fyrstu nóttina og fáir á rúntinum. „Við vonum bara að þetta virki,“ segir hann. Bylting í ruslatunnugerð: Fyrir unglinga á lóðaríi HIN BYLTINGARKENNDA RUSLATUNNA Vonandi setja unglingarnir ruslið ofan í hana. FRÉTTABLAÐIÐ/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON SPRON hefur hlotið jafn- réttisviðurkenningu jafn- réttisráðs fyrir árið 2006. Meginástæðan er sögð áhersla fyrirtækisins á skýra jafnlaunastefnu og árleg könnun á afstöðu starfsmanna til jafnréttis í fyrirtækinu. Hildur Petersen, formaður stjórn- ar SPRON, segir þessa viðurkenn- ingu hafa mikla þýðingu fyrir fyr- irtækið. „Þetta er mikill heiður og það skiptir okkur miklu máli að vera fyrsta fjármálafyrirtækið sem hlýtur þessa viðurkenningu hér á landi.“ Frá árinu 1997 hefur verið unnið eftir virkri jafnréttisáætlun í SPRON og sérstök jafnréttis- nefnd hefur haft það verkefni að fylgja henni eftir. Virk jafnlauna- stefna fyrirtækisins felur í sér að árlega eru laun kynjanna skoðuð til að gæta jafnréttis og koma í veg fyrir mismunun. Aðspurð um ánægju starfsfólks með stefnu fyrirtækisins vísar Hildur í kannanir sem sýna að starfsmenn SPRON eru ánægð- ustu starfsmenn fjármálafyrir- tækja. „Og samkvæmt öðrum könnunum eru viðskiptavinir SPRON þeir ánægðustu í fjár- málageiranum þannig að þetta er keðjuverkandi líklega.“ Hildur telur að flest stærri fyr- irtæki á Íslandi séu komin með jafnréttisáætlun. „En að fylgja henni eftir er nokkuð nýnæmi og ég gæti trúað að við værum í far- arbroddi þar. Við leggjum mikla áherslu á að jafnréttis sé gætt í ráðningum sem kemur fram í því að af 40 stjórnendum hjá fyrir- tækinu er 21 kona.“ SPRON hefur lagt mikla áherslu á að gefa starfsfólki kost á endurmenntun að sögn Hildar og þykir þátttakan óvenju góð. „Konur hafa kannski stundum minnimáttarkennd því þeim finnst þær ekki hafa sömu undirstöðu í störfin og er ýtt undir það hér að þær geta sótt sér þessa undir- stöðu.“ Aðspurð um hvað hún vilji helst sjá breytast varðandi stöðu kvenna á vinnumarkaði segist Hildur gjarnan vilja sjá fleiri konur í stjórnum fyrirtækja. „Það er erf- itt að segja til um af hverju það gengur svona hægt. Kannski að einhverju leyti að konur þurfa að vera tilbúnar til þess. Þær hafa auðvitað menntunina en þurfa líka að hafa sjálfstraustið. Svo þurfa karlmenn líka að muna eftir því að konur eru valkostur í þessi störf.“ Hildur segir mikla og upp- byggilega umræðu um jafnrétti hafa átt sér stað síðustu ár. „Ég held það séu ýmis jákvæð teikn á lofti um að þessum málum fari að þokast áleiðis. Konur eru í aukn- um mæli að koma sér á framfæri og vilja takast á við málin.“ sdg@frettabladid.is Jafnréttisáætlunum sé fylgt eftir Sigþóra Gunnarsdóttir Sölumaður í verslun RV R V 62 17 Höldum óhreinindum á mottunni Úti- og innimottur fyrir íslenskar aðstæður Á til boð i í ok tóbe r 20 06 Úti- og in nimo ttur af ým sum ger ðum og s tærð um …fjarlægir óhreinindi og vætu af skóm …hindrar að gólfið innandyra verði hált …heldur anddyrinu hreinu og snyrtilegu gólfmottukerfið HILDUR PETERSEN FORMAÐUR STJÓRNAR SPRON Hildur segir jafnréttisviðurkenninguna vera mikla hvatningu og að áfram verði haldið á sömu braut innan fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.