Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.10.2006, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 26.10.2006, Qupperneq 24
 26. október 2006 FIMMTUDAGUR24 hagur heimilanna 8, 1 KG 7, 6 KG 2004 1965 Þy ng d 9, 9 KG 1985 „Það sem kemur í hugann núna sem bestu kaup er leirpottur sem ég keypti í Finnlandi en í honum get ég mauksoðið mat. Það getur komið sér vel að láta matinn krauma tímunum saman og nota tímann til annars. Svo þegar ég kem heim er maturinn tilbúinn en maturinn úr þess- um potti er ávallt afar ljúffengur. Í pottinum er hægt að elda mat fyrir sjö manns og hann er því tilvalinn þegar von er á gestum.“ Þegar talið berst að verstu kaupun- um þarf Bryndís aðstoð Jóns Baldvins bónda síns sem rifjar upp trefla- kaup úti í Finnlandi en trefillinn var merkjavara og kostaði 20 þúsund krónur. „Jón komst síðar að því að sams konar trefill kostaði aðeins brot af þessari upphæð í fríhöfninni.“ Þá minnist Bryndís þess að mörgum hafi þótt þau hjónin gera slæm kaup þegar þau festu kaup á íbúð sinni á Vesturgötunni sem þarfn- aðist andlitslyftingar þegar þau keyptu hana. Okkur leið hins vegar vel þarna og viðgerðirnar reyndum við að borga út í hönd í stað þess að taka lán fyrir þeim.“ Bryndís segist einnig vera hagsýn þegar kemur að fatakaupum og notar sömu fötin árum saman. „Með því að kaupa aldrei dýr föt þarf ég ekki að gjörnýta þau en legg þau hins vegar til hliðar og nota síðar ef efnin í þeim eru góð.“ Bryndís hefur búið víða erlendis og segir Íslendinga spá minna í aurinn en margar aðrar þjóðir. „Annars staðar tíðkast til dæmis ekki að nota farsíma nema í neyð því það er dýrara að hringja úr þeim, en hérna nota flestir farsíma í tíma og ótíma.“ Sjálf á Bryndís ekki farsíma og telur sig ekki þurfa á honum að halda. NEYTANDINN: BRYNDÍS SCHRAM FJÖLMIÐLAKONA Eiginmaðurinn gerði verstu kaupin „Ég hef það fyrir vana að skipuleggja máltíðir nokkra daga fram í tímann áður en ég fer að versla og með þessari aðferð gleymist ekkert og tími og peningar sparast.“ Þórhallur segir mik- ilvægt að láta ekkert hrúgast upp heldur gera hlutina jafnóðum til að þeir verði ekki óyfirstíganlegir. „Þessi regla á við um alla hluti, húsverk jafnt sem garðverk. Þegar ég fer með flöskur í endur- vinnslu tek ég krakkana mína með þannig að þau finni hvers virði þessir litlu hlutir eru.“ GÓÐ HÚSRÁÐ SKIPULAG SPARAR TÍMA ■ Þórhallur Heimisson prestur segir nægjanlegt að nota hálfa hreinsitöflu í uppþvottavélina og spara þannig peninga. Útgjöldin Dýrasta sund landsins er hin heims- fræga heilsulind Bláa lónið, en þangað ofan í þarf að splæsa 1400 krónum á hvern fullorðinn. Með í kaupunum fylgir Blue Lagoon-sturtugel, hárnæring og rakakrem í baðklefunum. Ódýr- ast í sund – fyrir utan ýmsar ókeypis óbyggðalaugar – er í þrjár 25 metra laugar í Keflavík og eina í Hafnarfirði. Þar kostar 220 krónur ofan í og því er hægt að fara rúmlega sex sinnum í sund þar í stað einnar ferðar í Bláa lónið. Annars kostar sundferðin yfirleitt í kringum 300 kall og víðast má fá magnaf- slátt. ■ Dýrast / ódýrast Sund Framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að fela Bíla- stæðasjóði að útfæra nýjar leiðir til að auðvelda viðskiptavinum að greiða fyrir bílastæði. Á boðstólum verða tímabundin kort og skafmiðar auk þess sem hægt verður að greiða fyrir stæði með kreditkortum. Þegar er í gildi kerfi sem gerir ökumönnum kleift að borga fyrir not á bílastæðum með farsímum. ■ Reykjavíkurborg Nýjar leiðir til að borga í stöðumælinn Um 40.000 jólatré seljast árlega á Íslandi, þar af 8.000 tré sem framleidd eru hérlendis. Af þeim innlendu trjám sem fara á markað framleiðir skógrækt ríkisins um 4.000 tré en önnur skógræktarfélög hinn helminginn. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu Skógræktar ríkisins. Íslensk jólatré eru einkum rauðgreni, blágreni og stafafura en þau innfluttu eru nær eingöngu norð- mannsþinur frá Danmörku. Í seinni tíð er orðið algengara að fyrirtæki og stofnanir setji upp torgtré og á þesum markaði eru íslensk tré allsráðandi. ■ Skógrækt ríkisins: 8.000 íslensk jólatré árlega Heimild: Hagstofa Íslands > Neysla kaffis á íbúa í kílóum talið Tími kvefsins er runninn upp með tilheyrandi hnerra, hósta, stífluðu nefi og sær- indum í hálsi. Stóri bróðir kvefsins er flensan sem hefur í för með sér hita, haus- og beinverk, slapp- leika og rúmlegu. Nánast allir landsmenn eiga eftir að sýkjast af þessum óvær- um í vetur og sumir jafnvel oftar en einu sinni. Kvef og flensa eru sjúkdómar sem orsakast af veirum. Þrátt fyrir mikla leit hefur ekki verið hægt að framleiða 100 prósent virkt bólu- efni gegn þessum hvimleiðu veik- indum. Besta leiðin til að forðast smit er að lifa heilbrigðu lífi og borða holla fæðu. Einnig að forðast stress og svefnleysi og ekki að keyra sig út í vinnu. Þessir þættir allir veikja virkni ónæmiskerfis- ins. Benedikta Jónsdóttir í heilubúð- inni Maður lifandi hefur ráð undir rifi hverju og er með ýmsar vörur til að verjast kvef- og flensuplág- unni. „Af því að öll vandamál byrja í þörmunum er gott að taka Asidóf- ílus-hylki reglulega,“ segir Bene- dikta. „Það er stöðugt stríð í þörm- unum og Asidófílus eru góðu hermennirnir í því stríði. Ýmsar tegundir eru í boði á verðbilinu 1.000-2.000 krónur. Svo er gott að fá sér teskeið af hrárri kókosfitu (einn lítri á 2.749 krónur) og mat- skeið af hörfræjaolíu, sem er rík af Ómega 3, 6 og 9 fitusýrum (823 krónur fyrir 250 ml flösku). Með þessu ná kvefbakteríurnar ekki fótfestu í líkamanum og renna út.“ Benedikta segir að fjölmargar rannsóknir bendi til að hvítlaukur, C-vítamín og íslenska hvannarrót- in virki vel á kvefið, séu bakteríu- drepandi. „Við erum með ýmsar tegundir af hvítlaukshylkjum, extra sterk tegund kostar 1.251 krónur. Hundrað millilítra glas af íslensku hvannarrótinni í fljótandi formi kostar 1.850 krónur og Ester- C er sérlega gott C-vítamín í 500 mg hylkjum, 90 hylki á 1.423 krón- ur. Sólhatturinn er vinsæll til að styrkja varnarkerfið, hann má fá fljótandi (60 ml á 1.010 kr) og í hylkjum. Ein mjög vinsæl tegund af sólhatti eru hylki sem innihalda líka 500 mg af C-vítamíni og sink, en sink hefur fyrirbyggjandi áhrif.“ (100 hylki á 2.947 kr) Maður lifandi selur ýmis hómó- patalyf, meðal annars Aconite 30c gegn flensu og Allium cepa gegn kvefi (998 kr flaskan). Benedikta segir þessi lyf vera „djúpvirk og algerlega skaðlaus og án aukaverk- ana.“ Ólívulauf er nýjasta vopnið í kvefstríðinu og 60 mg glas með þykkni úr ólívulaufi kostar 1.439 krónur. Benedikta segist hafa heyrt margar jákvæðar sögur af ólívu- laufinu. „Ef allt kemur fyrir ekki og þú verður veikur er um að gera að taka því rólega, vera heima og ná þessu úr sér. Ég mæli með lestri góðra bóka og tedrykkju, til dæmis á hvítu tei eða lakkrístei. Eucalypt- us hunang (500 grömm á 790 krón- ur) er upplagt út í teið. Þetta eru trén sem kóalabirnirnir lifa í í Ástr- alíu og það er hálfgert hálsbrjóst- sykursbragð af hunanginu. Svo er um að gera að vera á léttu fæði, grænmetissúpur eru tilvaldar.“ Kolbrún Björnsdóttir hjá Jurta- apótekinu býður upp á jurtablönd- una Mími gegn kvefi og flensu. „Þegar fólk finnur að það er að verða veikt á það að byrja að taka þetta. Margir eru rosalega hissa á því hvað þetta virkar vel því fólk er vant allskonar dóti sem á að virka en gerir það ekki,“ segir Kol- brún. „Mímir er blanda af sólhatti, piparmintu, valhumli og hvítlauk, ásamt cayenne-pipar og engiferi sem rífur í kvefið. Þetta er ónæm- isstyrkjandi, slímlosandi, hósta- stillandi, bakteríudrepandi, hita- lækkandi og eykur blóðflæðið. Sem sé, algjör dúndurblanda sem þrælvirkar.“ Mími má fá í duft- formi sem er leyst upp í heitu vatni (80 grömm, 1.705 krónur) eða sem hylki (180 stykki, 2.450 krónur). Öll hefðbundin apótek eru svo stútfull af vörum sem eiga að gagnast við kvefi. Í Rimaapóteki í Grafarvogi starfar Jóna Björk lyfjafræðingur. „Það er ekkert lyfjafræðilega sannað sem á að verka gegn kvefi,“ segir hún. „Ég held að sá sem fyndi endanlega lækningu yrði nú aldeilis ríkur. C- vítamín og sólhattur eru þó talin byggja upp ónæmiskerfið og eru mikið keypt. Spirulina-fjölvítamín (200 stykki á 1.756 krónur) er mjög vinsælt núna. Þú færð öll vítamín- in þar. Þegar veikindin hafa steypt sér yfir er ýmislegt til ráða. Til dæmis nefsprey við nefkvefi (Otri- vin 453 kr og Nezeril 378 kr), Strepsils, hóstastillandi og slím- losandi mixtúrur og ýmsar verkja- töflur til að berjast við einkenni flensunnar.“ Það er ljóst að margt er til ráða þótt deila megi um niðurstöðurnar. Síðast en ekki síst er hreinlæti mikilvægt í hinu endalausa kvefs- tríði. Stífur handþvottur og það að halda fyrir öndurnarfærin þegar maður hnerrar eða hóstar eru góðar reglur. gunnarh@frettabladid.is Stríðið gegn kvefinu KOLBRÚN BJÖRNSDÓTTIR Í JURTA- APÓTEKINU Segir Mími dúndurblöndu sem þrælvirkar á kvef. BENEDIKTA JÓNSDÓTTIR Í MAÐUR LIFANDI Er með margt sem gagnast í stríðinu við kvefið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.