Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 46
■■■■ { hafnarfjörður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2 „Mig hafði alltaf dreymt um að eignast eigið leikhúsrými þegar náminu lyki,“ segir Eyrún, sem nam leiklist við Rose Bruford College á Englandi. „Ég festi því kaup á þessu 200 fer- metra húsnæði eftir að heim kom til að hafa gott æfingarými, en áttaði mig síðan á að hér var einnig ágætis svefnaðstaða þannig að svo fór sem fór.“ Eyrún segisr þennan ráðahag í skemmti- legu samræmi við orð sem leikskáldið Feder- ico García Lorca lét eitt sinn hafa eftir sér og hún lærði meðal annars um í Rose Bruford College. „Lorca sagði að maður yrði að lifa í leikhúsinu, eða deyja ella,“ útskýrir Eyrún. „Auðvitað meinti hann það ekki bókstaflega heldur að maður ætti að setja leikúsið í önd- vegi.“ En hvernig skyldi Eyrúnu líka að búa í vinnunni og svo öfugt, að vinna heima hjá sér. „Maður þarf auðvitað að leggja sig fram við að ná ákveðnu jafnvægi þar á milli,“ svarar hún að bragði. „Það er annars mjög fínt að búa hérna í leikhúsinu, kannski að það verði svolítið einmanalegt stundum,“ bætir hún við hugsi. „Svo er ég ekki frá því að hér búi leik- húsdraugur,“ heldur Eyrún áfram og hlær. „Hver veit nema þetta séu bara látnir við- skiptavinir gamla apóteksins komnir til að kaupa lyf. Maður er að minnsta kosti líklegri til að verða alls kyns hljóða var búi maður einn og þá vill ímyndunaraflið oft hlaupa með mann í gönur.“ Frá því Eyrún flutti inn í húsnæðið og kom starfseminni af stað, hafa tvær leik- sýningar verið settar upp í Jaðarleikhúsinu, annars vegar „Agnes High Quality“, í tengsl- um við Bjarta daga í Hafnarfirði, og hins vegar „Leikhúsgjörningur“, sem sýndur var í ágúst síðastliðnum. Að sögn Eyrúnar má flokka sýningarnar undir tilraunaleikhús. „Fyrri leiksýningin var samin upp úr sjálfshjálparbókum og mat- reiðsluuppskriftum,“ útskýrir hún. „Nokk- ur minni úr klassískum kvikmyndum voru síðan tekin til umfjöllunar í þeirri seinni. Þær voru báðar á vegum alþjóðlega leik- hópsins Dan Kai Teatro, sem ég er meðlimur í, en hópurinn samanstendur af krökkum frá Spáni, Bretlandi, Þýsklandi og Íslandi og eru að gera fullt af skemmtilegum og spennandi hlutum.“ Það er annars margt á döfinni hjá Eyrúnu, hún hefur sótt um starfsleyfi svo hægt sé að setja upp leiklistarnámskeið í húsinu og er að bæta aðstöðu fatlaðra, svo fátt eitt sé nefnt. „Við erum líka að æfa barnaleikrit- ið Ljónalandið sem vonandi næst að sýna í desember næstkomandi en Ívar Helgason leikari stendur að því,“ segir hún. „Þetta er söngleikur með umhverfsvænum boðskap, sem allir fjölskyldumeðlimir ættu að geta haft gaman af og ég vonast til að sjá sem flesta.“ -rve Býr í leikhúsi Eyrún Ósk Jónsdóttir á heima í Jaðarleikhúsinu í Hafnarfirði, þar sem apótek var áður til húsa, og er ekki frá því að hún deili húsakynnunum með draugi. Eyrún Ósk Jónsdóttir rekur Jaðarleikhúsið í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eyrún á gott safn af postúlínsdúkkum sem hún hefur safnað um tíðina. Skórinn á myndinni er af Eyrúnu eins árs gamalli. Á veggnum hangir málverk sem Eyrún fékk í stúdentsgjöf frá Rakel Eddu vinkonu sinni, sem málaði hana sjálf. Plakat með Martin Luther King, Ghandi og Ikeda, forseta búddistasamtaka, en það var prentað í tilefni sögusýningar sem búddistasamtökin hérlendis stóðu fyrir í samvinnu við bandaríska sendiráðið og alþjóð- lega kapellu Martins Luther King. Eyrún er nýkomin heim til landsins af friðarráðstefnu búddista sem haldin var í Marseilles í Frakklandi, en fólk víðs vegar að úr heiminum sótti hana. Hérna sést búddaaltari þar sem Eyrún kyrjar. Hérna sést innrétting úr apótekinu sem var fyrir í húsnæðinu. Gamla innréttingin var upphaflega í apóteki í Vest- mannaeyjum en var flutt í bæinn þegar gosið hófst árið 1973. Hér sést móttaka Jaðarleikhússins, en þar fyrir innan hefur Eyrún svefnaðstöðu. Teikningar sem sýna þróunarvinnu og Eyrún gerði á meðan hún var í framhaldsnámi í leiklist og þróunar- fæði í Winchester á Englandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.