Fréttablaðið - 26.10.2006, Side 50

Fréttablaðið - 26.10.2006, Side 50
■■■■ { hafnarfjörður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■6 „Sýningar standa nú yfir á Gunn- laðarsögu, sem byggir á samnefndu skáldverki Svövu Jakobsdóttur,“ segir Erling Jóhannesson, leikari og leikstjóri, einn aðstandenda Hafnar- fjarðarleikhússins. „Hér er á ferðinni mögnuð og margslungin saga, sem við vissum að erfitt yrði að gera skil með einni leiksýningu. Hins vegar er óhætt að segja að við erum tiltölulega sátt við útkomuna.“ Erling bætir við að fyrr í mánuð- inum hafi síðan málþing verið hald- ið í Hafnarfjarðarleikhúsinu þar sem fjallað var um Gunnlaðarsögu, annars vegar um goðsagnaþemu í sögunni og hins vegar vinnu Sigurbjargar Þrast- ardóttir við leikgerðina. Að sögn Erlings hafa tvær sýning- ar sem sýndar voru í fyrra líka verið teknar aftur upp. „Annars vegar sýnum við sýningu á morgnana, Hvað er, sem ætluð er grunnskólanemendum í 9. og 10. bekk á höfuðborgarsvæðinu. Verk- efnið er ætlað til uppfræðslu um ógnir fíkniefnaheimsins og er unnið í sam- vinnu við SÁÁ og 540 gólf.“ Hins vegar hafa sýningar staðið á Viðtalinu, sem flokkast undir Döff- leikhús. „Þetta er samstarfsverkefni Draumasmiðjunnar og heyrnaskerts og -lauss fólks, sem fer með flest hlut- verk í sýningunni,“ segir Erling. „Hún fer að hluta til fram á táknmáli, en er öllum aðgengileg engu að síður. Verk- ið fjallar um veruleika heyrnarlausra og sögu á Íslandi. Þetta er gríðarlega átakamikil sýning, sem oft er erfitt að horfa á.“ Eftir jól verður síðan tekið til sýn- ingar leikrit byggt á bókinni Drauma- landið eftir rithöfundinn Andra Snæ Magnason. Leikstjórn er í höndum Hilmars Jónssonar, leikhússtjóra Hafnarfjarðarleikhússins. „Þeir sem til þekkja vita að bókin er laus við dram- atíska framvindu og byggir á hug- leiðingum um íslenskt efnahagskerfi síðustu hundrað ára,“ útskýrir Erling. „Það er náttúrulega viss áskorun í því að setja upp jafn vinsælt en um leið umdeilt verk. En eins og Hafnar- fjarðarleikhúsinu er von og vísa er um metnaðarfulla uppsetningu að ræða, sem á vonandi eftir að standa undir væntingum.“ -rve Döff-leikhús og Draumaland Það er margt á döfinni hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu. Um þessar mundir standa yfir sýningar á þremur verkum og eftir jól verður Draumaland Andra Snæs Magnasonar frumsýnt. Erling Jóhannesson, leikari og leikstjóri, á þátt í því metnaðarfulla starfi sem unnið hefur verið í Hafnarfjarðarleikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA. Aðspurður segir Lúðvík að sveitar- félagið standi styrkari fótum en það gerði fyrir tíu árum síðan. „Ég get nefnt sem dæmi þjónustu fyrir íbúa þar sem við höfum verið að ryðja nýjar brautir, sérstaklega í íþrótta- og æskulýðsmálum. Með tilkomu þess að sveitarfélögin tóku við stjórnun grunnskólanna hefur líka orðið gjörbylting í skólastarfinu, reyndar eins og í öðrum sveitarfé- lögum. Bærinn er líka fallegur og við höfum reynt að halda því við eins og best má vera,“ útskýrir Lúð- vík með björtum tóni. Lúðvík lítur ekki síður björtum augum til framtíðarinnar. „Mik- ill uppgangur er hér í bæjarfélag- inu. Íbúum hefur fjölgað verulega og stefnir í það að þeim fjölgi um annað þúsund á þessu ári, sem yrði mesta fjölgun í sögunni. Við erum einnig að verða hundrað ára kaup- staður eftir rúmt ár þannig að það eru tímamót fyrir okkar sögu hér í bænum,“ segir Lúðvík. Persónulega er Lúðvík samt á því máli að styrkja þurfi miðbæj- arkjarna Hafnarfjarðarbæjar. „Við höfum lagt áherslu á lifandi mann- líf í miðbænum, meðal annars með þéttingu byggðar. Hafnarfjörður er annð af tveimur sveitarfélögum hér á höfuðborgarsvæðinu sem á sér alvöru miðbæ og auðvitað er mikil saga og menning í okkar samfélagi. Það er þessi gamli sjarmi sem svíf- ur yfir bænum sem við þurfum að tryggja en þó að samræma við nýja tíma.“ Lúðvík er síðan spurður að því hverju hann myndi svara ef ein- hver utanaðkomandi myndi spyrja af hverju hann eða hún ætti að flytja til Hafnarfjarðar. „Vegna þess að þetta er samfélag með mikla sál og menn finna það. Hafnar- fjörður er eitt fárra sveitarfélaga sem getur tryggt meirihluta íbúa atvinnu innan svæðisins og það hefur löngum einkennt Hafnarfjörð. Það er líka gaman að segja frá því að mikil eftirspurn hefur verið eftir atvinnulóðum í sveitarfélaginu og við höfum verið að sinna því. Við úthlutuðum sem dæmi landsvæði sem samsvarar 40 fótboltavöllum fyrr á þessu ári,“ svarar Lúðvík glaður í bragði. Að lokum er síðan varla hægt að sleppa Lúðvíki án þess að spyrja hvort hann sé FH-ingur eða Hauka- maður. „Ég er Haukamaður enda var ég formaður þeirra í tíu ár og Haukahjartað slær auðvitað innra með mér. Ég held samt að þegar út á völlinn er komið, alveg sama hvaða íþrótt það er, þá keppum við alltaf sem Hafnfirðingar, nema það sé náttúrulega innbyrðis,“ segir Lúðvík að lokum með bros á vör. steindor@frettabladid.is Samfélag með mikla sál Lúðvík Geirsson situr nú sitt annað kjörtímabil í stóli bæjarstjóra í Hafnarfirði. Hann efast ekki um það að sjaldan eða aldrei hafi verið eins gott að búa í Hafnarfirði og telur sóknartækifæri víða að finna. Lúðvík vill leggja áherslu á lifandi mannlíf í miðbænum. Vetrarfrí barnanna Skólabörn í Hafnarfirði ættu að kætast því vetrarfrí verður í öllum grunnskólum Hafn- arfjarðar föstudaginn 27. og mánudaginn 30. október. Þriðjudaginn 31. október eru allir grunnskólarnir nema Öldutúnsskóli með skipulags- dag og því mæta nemendur ekki í skólann þann dag. Vetr- arfrí er val skóla en í Hafnar- firði er ákvörðun um vetrarfrí sameiginleg þannig að allir skólarnir taka vetrarfrí á sama tíma. Ekki verður um frekara vetrarfrí að ræða í vetur. sjá www.hafnarfjordur.is Brátt fá börnin í Hafnarfirði kærkomið vetrarfrí. Ég mæli með heimsókn! …á Bókasafninu kl. 9-21 …í Hafnarborg kl. 11-21 …á Byggðasafninu kl. 11-21 Fimmtudagar eru langir dagar… Við mælum með heimsókn! Ég mæli með heimsókn! Við mælum með heimsókn! Fimmtudagar verða nú sannkallaðir safnadagar því nú er opið lengur á Bókasafninu, Byggðasafni Hafnarfjarðar og Hafnarborg. Við mælum með heimsókn á söfnin í bænum! Nú er opið lengur á fimmtudögum á Bókasafninu, Byggðasafni Hafnarfjarðar og Hafnarborg. Fimmtudagar eru því sannkallaðir safnadagar. Við mælum með heimsókn!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.