Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 54
■■■■ { hafnarfjörður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■10
Hafnarfjarðarhöfn er ein elsta höfn
landsins og hefur verið ein stærsta
verslunarhöfn landsins frá 16. öld
og hefur mikil útgerð verið stund-
uð þaðan á liðnum öldum. Hafn-
arfjarðar er meðal annars getið í
Landnámu sem góðrar hafnar og
skipalægis frá náttúrunnar hendi.
Þar segir frá því er Hrafna Flóki
kom til Hafnarfjarðar þar sem hann
fann félaga sinn Herjólf, sem hafði
orðið viðskila við hann í mynni
Faxaflóa. Fann Flóki rekinn hval
við eyri og nefndi Hvaleyri. Hefur
Hrafna-Flóka verið reistur minn-
isvarði hæst uppi á Hvaleyri, með
góðri aðkomu fyrir ferðamenn.
Hafnarsjóður Hafnarfjarðar var
stofnaður formlega 1. janúar 1909
sjö mánuðum eftir stofnun Hafn-
arfjarðarbæjar, sem sjálfstæðs bæj-
arfélags.
Uppbygging hófst fljótlega og
var hafskipabryggja tekin í notkun
fjórum árum síðar, árið 1913. Þegar
Gullfoss, flaggskip Eimskipafé-
lags Íslands, lagði í fyrsta sinn við
bryggju á Íslandi, var það við haf-
skipabryggjuna í Hafnarfirði árið
1915.
Höfnin í firðinum
Hafnarfjarðarhöfn er ein stærsta og elsta höfn Íslands.
Marglitir búkkarnir í slippnum í Hafnarfirði bíða þess að komast í notkun.
Gert við skip í flotkví sem liggur í Hafnarfjarðarhöfn.
Minnismerki eftir þýska listamanninn
Lupus (Hartmut Wolf) um fyrstu lúthersku
kirkjuna á Íslandi. Kirkjan var reist árið
1533 eða 17 árum áður en Íslendingar
játuðu lútherska trú á Alþingi. Kirkjan var
nefnd Hannenforder Kirche eða Hafn-
arfjarðarkirkja. Þýskir prestar þjónuðu í
kirkjunni í þau 70 ár sem hún var í notkun
og önnuðust allar kirkjulegar athafnir. Árið
1602 fyrirskipaði Danakonungur að endir
skyldi bundinn á alla verslunarsamninga
við Hansakaupmenn og fengu Hamborg-
armenn eins árs aðlögunartíma til þess að
hverfa á braut. Þann 24. apríl 1608 fyrir-
skipaði Kristján IV svo að allar byggingar
sem Þjóðverjar ættu og stæðu á jörðum
konungs skyldu rifnar til grunna.Íbúðabyggðin færist nær og nær höfninni.
Hafnarfjarðar er einn þeirra fjarða sem minnst er á í Landnámu vegna góðrar hafnar og
skipalægis frá náttúrunnar hendi.
Hafnarfjarðarhöfn hefur verið ein stærsta verslunarhöfn landsins frá 16. öld.
Gömul akkeri eru fínasta skraut og minna á liðna tíma.
Það getur verið skemmtilegt að fá sér göngutúr meðfram höfninni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA