Fréttablaðið - 26.10.2006, Page 56

Fréttablaðið - 26.10.2006, Page 56
■■■■ { hafnarfjörður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Byggðasafn Hafnarfjarðar er með þrjú hús til umráða og í þeim eru nokkrar fastar sýningar. „Eins og er erum við með sex sýningar í gangi,“ segir Björn Pétursson bæjarminja- vörður. Eitt af húsum Byggðasafnsins er Siggubær sem er lítill bær frá 1902. „Siggubæ geymum við og varðveit- um sem sýnishorn af verkamanna- og sjómannaheimilum frá fyrri hluta tuttugustu aldar og í skúrnum þar við hliðina á erum við með sýningu um álfa og álfatrú,“ segir Björn. Annað hús safnsins er Síverts- enhús sem er elsta hús Hafnarfjarð- ar en það var byggt árið 1803. „Í Sívertsenhúsi erum við með sýningu um heimili yfirstéttarfjölskyldunnar á fyrri hluta 19. aldar. Við reynum að byggja sýninguna svolítið á sögu Bjarna Sívertsen sem var kallaður faðir Hafnarfjarðar og erum búin að gera húsið upp þannig að það er eins og hans heimili auk þess sem við erum með litla sýningu um hann og hans sögu.“ Pakkhúsið er síðan þriðja og stærsta hús Byggðasafnsins. „Í Pakkhúsinu erum við með þrjár sýningar. Stærsta sýningin heitir Þannig var og á henni er saga Hafn- arfjarðar rakin alveg frá landnámi til okkar daga. Uppi á lofti erum við með leikfangasýningu fyrir börn en við eigum gríðarlega stórt safn leik- fanga og til þess að alltaf sé eitthvað nýtt að sjá skiptum við reglulega út leikföngum. Síðan erum við með sýningu sem heitir Jæja, eru þeir þá komnir og er um hernám Breta á Íslandi. Sú sýning er unnin af ensku hönnunarfyrirtæki sem er marg- verðlaunað fyrir sýningar sem það hefur hannað.“ Byggðasafn Hafnarfjarðar er opið á laugardögum og sunnudögum frá klukkan ellefu til fimm og á fimmtu- dögum frá ellefu til níu og boðið er upp á leiðsögn um safnið fyrir þá sem það vilja. „Ef óskað er eftir leiðsögn um safnið fyrir hópa þarf það ekkert að vera bundið af opnunartíma og við opnum safnið hvort sem það er fyrir skólahópa eða hópa á vegum ferðaskrifstofa,“ segir Björn og bætir við að oft séu líka sérstakar uppák- omur á safninu utan hefðbundins opnunartíma. „Fyrir jólin erum við til dæmis með sérstaka jóladagskrá fyrir leikskólabörn og þá er stíf dag- skrá allan daginn í tvær vikur. Það er alltaf eitthvað í gangi hjá okkur,“ segir hann. emilia@frettabladid.is 12 Ævintýraferð aftur í tímann Á Byggðasafni Hafnarfjarðar er margt að sjá og margs konar sýningar í gangi sem höfða bæði til barna og full- orðinna. Á leikfangasýningunni í Pakkhúsinu má finna fjölda fallegra leikfanga. Björn Pétursson bæjarminjavörður í stof- unni Sívertsenhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þýska bóka- safnið komið til Hafnarfjarðar Langir fimmtudagar og þýskar sögustundir eru meðal nýjunga á Bóka- safni Hafnarfjarðar. „Nú eru að hefjast hjá okkur barnasögustundir á laugardög- um á þýsku, þannig að mikið líf verður hjá okkur á laugardög- um,“ segir Anna Sigríður Ein- arsdóttir, forstöðumaður Bóka- safns Hafnarfjarðar, en nýlega tók safnið við þýska bóka- safninu. Hún segir þetta mikla búbót og stefnt er á að útbúin verði sérdeild með öllu þýska efninu þar sem fólk getur náð í bækur, myndbönd og hljóð- bækur á þýsku. „Hér hafa einnig hafist langir fimmtudagar, þá erum við með opið frá 9 til 9 og mælum við sérstaklega með því að foreldrar mæti hér með börnin eftir vinnu og eigi rólega stund á meðan hitt foreldrið fer í matarbúðina. Það er mun skemmtilegra en að vera með barnið grátandi í búðinni,“ segir Anna Sigríður og brosir og bætir við að barna- bókadeildin sé mjög hugguleg með góðum sófum og mörgum bókum. Bóksafnið hefur upp á margt að bjóða og má að lokum nefna að oft eru settar upp skemmtileg- ar sýningar. Um þessar mundir er sýning á gömlum barna- bókum í eigu safnsins. Margar þeirra eru í upprunalegri útgáfu og má nefna gersemar eins og Hákon hamingjusami sem gefin var út á Seyðisfirði 1947 og Leikjabók með innileikjum frá árinu 1946. Á fimmtudögum eru langir fimmtu- dagar á Bókasafni Hafnarfjarðar og þá er opið frá 9 til 9.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.