Fréttablaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 76
26. október 2006 FIMMTUDAGUR36
MERKISATBURÐIR
1951 Winston Churchill verður
forsætisráðherra Breta
í annað sinn þegar
Íhaldsflokkurinn sigrar í
kosningum.
1958 Pan Am flýgur fyrstu
Boeing 707 þotunni frá
New York til Parísar á
átta klukkutímum og 41
mínútu.
1965 Reykjanesbraut, milli
Hafnarfjarðar og
Keflavíkur, er formlega
opnuð til umferðar.
1994 Leiðtogar Ísraela og
Jórdana skrifa undir
friðarsamkomulag milli
þjóðanna.
1995 Tuttugu manns farast
þegar snjóflóð fellur úr
Skollahvilft á byggðina á
Flateyri við Önundarfjörð.
FRANCOIS MITTERAND (1916−1996)
FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI
„Margaret Thatcher er með
augnaráð Stalíns og rödd
Marilyn Monroe.“
Mitterand var forseti Frakklands frá
1981 til 1995.
Á þessum degi árið 1984
var hjarta úr bavíana grætt í
fjórtán daga gamalt stúlkubarn.
Aðgerðin var framkvæmd af
Leonard L. Bailey skurðlækni
við Loma Linda háskólasjúkra-
húsið í Kaliforníu. Þetta var
í fyrsta sinn sem reynt var
að græða hjarta úr bavíana í
manneskju.
Stúlkan, sem nefnd var Baby
Fae, fæddist með vanþrosk-
að hjarta, en nær alla vinstri
hlið þess vantaði í stúlkuna.
Nokkrum dögum eftir fæðingu
barnsins sannfærði Bailey
móður þess að leyfa honum að
skipta hjartanu út fyrir heilbrigt
apahjarta enda væru lífslíkur barnsins að öðrum
kosti sáralitlar.
Þrisvar áður hafði hjarta
úr dýri verið grætt í menn,
síðast árið 1977, en enginn
lifði lengur en rúma þrjá daga.
Bailey hélt því fram að ólíklegra
væri að líkami svo ungs barns
myndi hafna hjartanu þar sem
ónæmiskerfi þess væri ekki
orðið þroskað.
Baby Fae lifði aðgerðina af
og lífsbarátta hennar næstu
daga dró að sér heimsathygli.
Hún lifði lengur en nokkur
önnur mannvera eftir slíka
aðgerð en þó fór svo að
líkaminn hafnaði hinu nýja
hjarta og Fae dó úr nýrnabilun
vegna þeirra ónæmisbælandi
lyfja sem henni voru gefin. Fae dó 15. nóvember
1984 eftir tuttugu daga harða baráttu.
ÞETTA GERÐIST: 26. OKTÓBER 1984
Hjarta úr apa grætt í stúlkubarn
timamot@frettabladid.is
Hallgrímskirkja var vígð á
þessum degi fyrir réttum
tveimur áratugum og stend-
ur mikil hátíð fyrir dyrum í
tilefni af því. „Við reynum
að gleðjast þegar það koma
tyllidagar og ástæða er til,“
segir séra Jón Dalbú Hró-
bjartsson, en hann og séra
Birgir Ásgeirsson eru sókn-
arprestar í Hallgrímskirkju.
Afmælisdagskráin, sem
stendur í þrjá daga, hefst
klukkan 17.30 í dag þegar
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarstjóri opnar sýningu
um tilurð og sögu kirkjunn-
ar. „Það er vonandi bara upp-
hafið að því sem koma skal
og vonandi eigum við eftir
að gera enn betur í þeim
efnum,“ segir séra Jón. Aðal-
afmælismessa hátíðarinnar
fer fram á sjálfan Hall-
grímsdag annað kvöld. Þar
predikar og þjónar fyrir alt-
ari biskup Íslands, herra
Karl Sigurbjörnsson. Á laug-
ardag gengst Listvinafélag
Hallgrímskirkju í samstarfi
við Stofnun Árna Magnús-
sonar í íslenskum fræðum
fyrir stórri ráðstefnu undir
yfirskriftinni: Hallgrímur
Pétursson (1614-1674) og
samtíð hans.
Að sögn séra Jóns er Hall-
grímskirkja þjóðarhelgi-
dómur. „Ég held að það orð
fangi þýðingu kirkjunnar
vel. Við sem störfum hér
reynum líka að standa undir
því með því að bjóða upp á
öflugt starf fyrir alla aldurs-
hópa, bæði hvað snertir
helgihald og fræðslu- og
listastarfsemi, sem er fjöl-
breytt eins og flestir vita.“
Það tók langan tíma að
reisa Hallgrímskirkju, rúma
fjóra áratugi, og er í raun-
inni ekki lokið enn. „Það á
enn eftir að klára húsið til
fulls og svo þarf að fara að
laga kirkjuturninn,“ útskýr-
ir séra Jón. „Við vonumst til
að ríki, borg og kirkja taki
höndum saman og lagi það
sem þarf að laga strax á
næsta ári.“
Hann segir að sér og séra
Birgi líði afskaplega vel í
sókninni. „Þetta er dálítið
eins og að vera prestur á
torgi, maður er alltaf að rek-
ast á fólk allan daginn. Það
er gaman að segja frá því að
samkvæmt talningu tóku
1.600 manns þátt í því starfi
sem hér fer fram, fyrstu
viku í október. Þá lögðu 5.600
ferðamenn leið sína hingað á
sama tíma svo hér er mikill
mannsöfnuður allt árið um
kring.“
Nánari upplýsingar um
afmælisdagskrá Hallgríms-
kirkju má finna á heimasíðu
kirkjunnar, hallgrimskirkja.
is. bergsteinn@frettabladid.is
HALLGRÍMSKIRKJA: VAR VÍGÐ FYRIR 20 ÁRUM
Stórafmæli þjóðarhelgidóms
�����������������������������������������
����������������������� �������������
����
�� �����
���������
�����
����������
Elskuleg móðir okkar og amma,
Þórey Kristín Guðmundsdóttir
(Dóda) hjúkrunarheimilinu Holtsbúð,
Garðabæ,
andaðist mánudaginn 23. október. Útför verður auglýst
síðar.
Sveinn Haukur Björnsson
Hugi Ingibjartsson
Jón Guðni Ómarsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Elínborg Gísladóttir
Álftamýri 56, Reykjavík,
sem lést á Landsspítala - háskólasjúkrahúsi 15. október
sl. verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 27. okt-
óber kl. 15.00.
Höskuldur Einarsson Sigríður R. Ólafsdóttir
Þórlaug Einarsdóttir Erling Hermannsson
Sigrún B. Einarsdóttir
Guðrún Einarsdóttir Kristján Sæmundsson
og barnabörn og barnabarnabörn
70 ára afmæli
Í dag, 26. október, á ástkær móðir
okkar
Kristín Hansen
70 ára afmæli.
Við og fjölskyldur okkar óskum
þér innilega til haming ju með
afmælisdaginn. Með hjartans
þökk fyrir allt elsku mamma.
Þínir afkomendur.
LEGSTEINAR
OG FYLGIHLUTIR
Í MIKLU ÚRVALI
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Rose E. Halldórsson
Reynimel 61,
verður jarðsungin frá Neskirkju á morgun, föstudag 27.
október kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast
afþakkaðir.
Frank M. Halldórsson
Betsy Halldórsson
Georg Halldórsson Stefanía Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
dóttir, tengdamóðir, og amma,
Ingibjörg Gestsdóttir
Engjaseli 60,
lést að morgni mánudagsins 23. október á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi. Jarðarförin auglýst síðar.
Sævar Bragi Arnarson
Ásta Ingunn Sævarsdóttir Garðar Gunnar Ásgeirsson
María Sævarsdóttir Jón Ólafur Kjartansson
Jónína Edda Sævarsdóttir Guðlaugur Ottesen Karlsson
Gestur Örn Sævarsson Þórdís Jóhannsdóttir
Gestur Vigfússon
og barnabörn
SÉRA JÓN OG SÉRA BIRGIR Kunna vel við sig í sókninni enda kemur þangað mikill straumur fólks. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON