Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.10.2006, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 26.10.2006, Qupperneq 82
 26. október 2006 FIMMTUDAGUR42 BÓKMENNTIR HÁSKI OG HUNDAKJÖT: Á VIT KÍN- VERSKRA ÆVINTÝRA HÖF: HÉÐINN SVARFDAL BJÖRNSSON ÚTGEFANDI: VAKA HELGAFELL NIÐURSTAÐA: AUÐLESIN EN ÓEFTIR- MINNILEG FERÐASAGA. Bókin Háski og hundakjöt fékk nýlega verðlaun í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaun- in. Þetta er fyrsta bók höfundar- ins, Héðins Svarfdals Björnsson- ar sem þar segir sögu ungs pilts sem ferðast til Kína ásamt föður sínum. Háski og hundakjöt er sum- part óvenjuleg saga, aðstæðurn- ar eru óneitanlega framandi og bjóða upp á skemmtilega frá- sögn en sagan nær þó litlu flugi. Aðalpersónan, fótboltastrák- urinn Aron Björn, er ósköp venjulegur íslenskur unglingur úr fremur venjulegri fjölskyldu nema hvað faðir hans er búsett- ur í Bandaríkjunum og þarf starfs síns vegna að ferðast til Kína. Þegar þangað er komið skilur hann piltinn eftir næstum óþægilega eftirlitslausan á meðan hann vasast í viðskiptum sínum. Á meðan ferðast Aron um í mannmergðinni og kynnist meðal annars jafnöldrum sínum í borginni Zhaoqing. Hann lærir um siði og menningu í Kína á þessu ferðalagi sínu og eignast góða vini – ekki síst vegna þess að hann er klæddur í fótboltabol og getur sýnt góða takta á vellin- um. Vitanlega er líka illmenni í sögunni, svikull samstarfsmaður föður Arons sem hann á sinn þátt í að afhjúpa að lokum. Þessi bók er auðveld aflestrar og nokkuð spennandi framan af. Það er skemmtilegt að lesa um fyrstu upplifanir Arons í Kína en lesendur þurfa að bíða nokkuð lengi eftir því að hann lendi í nokkrum ævintýrum – þau virð- ast í það minnsta nokkuð hvers- dagleg í samanburði við hasar sem boðið er upp á í öðru menn- ingarefni fyrir börn og unglinga. Hápunktar sögunnar, þegar reynir helst á hetjuna staðföstu og úrræðagóðu, eru alls ekki hádramatískir heldur undir- strika þeir hversu venjulegur íslenskur piltur hann Aron Björn er. Háski og hundakjöt er ekki beinlínis spennusaga og vart leiftrandi af húmor eða frum- leika þegar kemur að persónu- sköpun eða fléttu. Persónur bók- arinnar eru fáar og engar þeirra eftirminnilega litríkar. Frásögn- in er sögð í þriðju persónu og rödd Arons fær lítið rými innan hennar sem mér finnst miður því fyrir vikið finnst mér hann næsta ómótuð persóna. Frásögnin er myndræn og örar kaflaskipting- arnar minna dálítið á klippingu í kvikmynd – þessi bók myndi kannski henta vel hvíta tjaldið ef hægt væri að krydda hana með töluvert meira fjöri. Kristrún Heiða Hauksdóttir Óspennandi ævintýri Í dag hefjast hátíðahöld til að minnast þess að tuttugu ár eru liðin frá því að Hallgrímskirkja var vígð. Verður opnuð sýning í forkirkjunni þar sem saga þessa mikla mannvirkis er rakin. Sýninguna opnar borgarstjóri Reykjavíkur í dag kl. 17.30 að viðstöddu stórmenni en Borgar- skjalasafn stendur að sýningunni í samstarfi við sóknarnefnd og hið öfluga Listvinafélag kirkj- unnar. Sýningin stendur yfir í Hall- grímskirkju til 30. nóvember og verður í kjölfarið sett upp á Reykjavíkurtorgi í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Á sýningunni er rifjuð upp til- urð og byggingarsaga kirkjunn- ar í máli og myndum. Þar verður minnst einstakra þátta úr bygg- ingarsögunni en ekki hvað síst hinnar miklu fórnfýsi sem fylg- ismenn kirkjunnar lögðu á sig til að gera byggingu hennar að veru- leika en baráttan fyrir bygging- unni tók langan tíma, meira en fjóra áratugi. Hallgrímskirkja var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, húsa- meistara ríkisins. Fyrsta skóflu- stungan var tekin hinn 15. desem- ber 1945 en kirkjan var ekki vígð fyrr en 41 ári síðar og þá var raunar mörgu enn ólokið. Á ýmsu gekk á byggingartímanum og vakti kirkjan miklar deilur, bæði stærð, útlit og staðsetning henn- ar. Í revíu á fimmta áratugnum varð þessi brandari til: Hvað er Hallgrímskirkja? Hún er eins og sæljón. Nei, hún er rándýr. Það gekk oft erfiðlega að afla fjár til að standa straum af fram- kvæmdum en í stórum dráttum komu um 60 prósent úr sjóðum safnaðarins og frá einkaaðilum en auk þess studdu bæði ríki og borg verkið. Hallgrímskirkja er minning- arkirkja um Hallgrím Pétursson. Hún er hönnuð í nýgotneskum stíl og er bæði helsta kennileiti Reykjavíkur og stærsta kirkja Íslands. Þar er jafnframt stærsta orgel landsins, Klais-orgelið, sem var vígt 1992. Á sýningunni er einkum fjall- að um tilurð og byggingarsögu kirkjunnar, en hún skiptist í átta þemu. Þar á meðal er velt upp spurningum og eins og þessum tveimur sem hér fljóta með: Til hvers var holtið nýtt þar sem skólapiltar reistu vörðuna sem það var síðan kennt við? Hvert var upphaf safnaðarins og hvaðan kom hugmyndin um háborg íslenskrar menningar sem Guðjón Samúelsson setti fram á öðrum áratug aldarinnar síðustu? Þá er greint frá byggingar- sögunni og minnst vígslunnar og einnig er hið mikla listalíf sem kirkjan hefur fóstrað rifjað upp. - pbb Hér er hlið himinsins Annað kvöld frumsýn- ir Þjóðleikhúsið á stóra sviðinu nýjan breskan gamanleik með söngvum, Stórfengleg! Þar er í aðal- hlutverki Ólafía Hrönn Jónsdóttir, en höfundur verksins heitir Peter Quilt- er og hefur einkum samið léttmeti fyrir svið. Leik- stjóri er Ágústa Skúladóttir. Gamanleikurinn byggir á ferli og stíl bandarískrar söngkonu og skemmtikrafts, Florence Foster Jenkins, sem var auglýst sem „versta söngkona allra tíma“. Jenkins varð víðfræg fyrir hljóm- plötur sínar og tónleika sem hún hélt í New York á 4. og 5. áratugn- um. Hún þótti heillandi persónu- leiki, var gædd óbilandi sjálfs- trausti og dómgreindarskorti því hún hélt ekki lagi. Jenkins tilheyrði hópi lista- manna sem gerði út á lélega frammistöðu. Margir þeirra höfðu fulla vitund um hæfileikaleysi sitt, en samkvæmt fréttatilkynn- ingum Þjóðleikhússins var Jenkis laus við það. Listamenn af þessari gerð voru ófáir í „vaudeville“- húsum Bretlands og Bandaríkj- anna. Hér á landi var bresk hús- móðir, frú Miller, nokkuð vinsæl á sjöunda áratugnum fyrir falskan söng. Höfundur verksins, Peter Quilter, hóf feril sinn sem leikari í sjónvarpi en vakti fyrst athygli sem leikskáld árið 1998. Síðan hafa leikrit hans verið þýdd yfir á mörg tungumál og leikin í tæp- lega tuttugu löndum víða um heim. Verk hans hafa meðal ann- ars verið sýnd í Sydney, Amster- dam, Helsinki, Prag, Höfðaborg og Toronto við miklar vinsældir. Tvö leikverk eftir hann hafa verið sýnd á West End í London, popp- söngleikurinn BoyBand árið 1999, sem einnig var sýndur á leikför um Evrópu, og Stórfengleg! eða Glorious! árið 2005. Verkið var tilnefnt til Laurence Olivier-verðlaunanna sem besti nýi gamanleikur ársins. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Auk Ólafíu eru leikarar í sýn- ingunni þau Örn Árnason, Stefán Hallur Stefánsson, Edda Arnljóts- dóttir, Dóra Jóhannsdóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Stefán Hallur og Dóra koma fram í fyrsta sinn í Þjóðleikhús- inu. Jóhann G. Jóhannsson stjórn- ar tónlist og Þórunn Sigþórsdóttir er aðstoðarleikstjóri. Frosti Frið- riksson gerði leikmynd en Þórunn Elísabet Sveinsdóttir búninga og Björn Bergsteinn Guðmundsson hannaði lýsingu. - pbb Stórfengleg söngkona FRÚIN STÓRFENGLEGA VAR FYRIR SKRAUTLEGA BÚNINGA Þórdís Arnljótsdóttir, Örn Árnason og Ólafía Hrönn Jónsdóttir í hlutverkum sínum. GAMALT DEILUMÁL Í KIRKJULÍFI REYKJAVÍKUR Fyrst var deilt um stofnun safnaðar, síðan um útlit kirkju og stærð, en nú stendur Hallgrímskirkja flestum til yndisauka og er mörgum andlegt skjól. FRETTABLAÐIÐ/GVA Veröld hefur gefið út Bláa and- ann af Babýlon eftir P. B. Kerr og er það sjálfstætt framhald sög- unnar Iknaton-ráðgátan sem kom út í fyrra hjá sama forlagi. Sagan fjallar um John og Filippíu sem eru engir venjulegir 12 ára krakkar. Þau eru að hálfu menn og að hálfu andar. Þau geta gert sig ósýnileg, breytt sér í dýr og látið óskir rætast. En þegar dularfull og stórhættuleg bók hverfur upphefst hörkuspenn- andi en bráðfyndin atburðarás þar sem leikurinn berst frá New York til Íraks með viðkomu í Berlín, Transylvaníu og Kaíró. Blár andi �������������� ���������������� ����������������������� ������������������������������������������ �������������������������������������������� �������������������������������������� Fös. 27.okt. kl.20 Sun. 29. okt. kl.20 Fös. 3. nóv. kl.20 “Ein sú besta, ef ekki besta sýning sem ég hef séð”Eyrún Sigurðardóttir myndlistarmaður Á morgun verður Halldór Ásgeirs- son með gjörning í hinu litla og þrönga rými Gallerís Dvergs á Grundarstíg. Þar opnaði Halldór sýningu sína sem hann kallar Hrauntákn í síðustu viku. Gallerí Dvergur er í kjallara bakhúss á Grundarstíg 21 í Þing- holtunum í Reykjavík. Halldór flytur gjörning sinn föstudaginn 27. október kl. 21 og endurtekur hann á laugardag á sama tíma. Sýningin verður að auki opin í kvöld milli 18-20 Sýningarrýmið Gallerí Dverg- ur hefur verið starfrækt í nokkra mánuði á ári frá 2002 og hafa verið haldnar þar alls 18 einkasýningar innlendra sem og erlendra lista- manna, svo og tónleikar og vídeó- sýningar. Ókeypis er inn og allir eru velkomnir. Sýningar þessa árs hafa allar tekið mið af tímatengdri list, með áherslu á rýmistengda vinnu, og verður mið tekið af því áfram á komandi ári. Gallerí Dvergur stendur að sýningu Halldórs í tengslum við Sequences-listahá- tíðina, sem leggur áherslu á (raun- )tímalistir. -pbb Halldór í Dvergnum Halldór við gjörninga sína í síðustu viku. GALLERÍ DVERGUR/BIRT MEÐ GÓÐFÚSLEGU LEYFI LISTAMANNSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.