Fréttablaðið - 26.10.2006, Page 85

Fréttablaðið - 26.10.2006, Page 85
FIMMTUDAGUR 26. október 2006 45 Löngum var sagt að ekkert kæmi listamönnum eins vel og að falla frá á hátindinum. Bandaríska tímaritið Forbes hefur birt í sjötta sinn lista yfir látna afreksmenn sem enn afla góðra tekna. Þeir þrettán efstu á listanum höfðu síð- ustu tólf mánuði 247 milljónir dala í tekjur samanlagt að sögn For- bes. Tekjurnar byggja á ólíkum stofnum: margir eru með tekjur af höfundar- og flutn- ingslaunum, aðrir selja löngu liðna ímynd sem er enn nýtileg sem féþúfa. Viðmið Forbes var að árs- tekjur hins látna urðu að vera yfir sjö milljón dala markinu liðna tólf mánuði. Elvis Presley hefur lengi trónað á toppi listans en Kurt Cobain velti honum úr sessi. Skýrist það af sölu Courtney Love á fjórð- ungi í fyrirtækinu sem heldur um höf- undarrétt Cobains fyrir 50 milljónir dala. Presley er í öðru sæti, Charl- es M. Schulz, höfundur Peanuts, er í þriðja en myndasögur hans eru enn víða birtar. Gamall aðdáandi Presleys, John Lennon, er í fjórða sæti enda er eiginkona hans ötul við að halda gengi hans á markaði á floti. Albert Einstein er í fimmta sæti. Þá koma þau í röð: Andy Warhol myndlistarmaður, barnabókahöfundurinn bandaríski Dr. Seuss, Ray Charles, Marilyn Monroe, Johnny Cash og J.R.R. Tolkien. Lestina reka bítillinn George Harrison og Bob Mar- ley. - pbb Dauðar stjörnur þéna vel Ung kona sem hér hefur starfað um hríð tekur þátt í vakningu mynd- listarmanna þessa dagana með óvenjulegum hætti. Hún hefur gert veggmynd á gaflinn á Bankastræti 6 úr pallíettum. Verkið kallar Ther- esa Himmer Sequinfall og vísar þar til vakningarhátíðar starfssystkina sinna Sequences. Theresa hefur dvalið hér frá því vorið 2005 og starfar á Studio Granda. Hún er menntaður arki- tekt frá Arkitektaskólanum í Árós- um og lagði þar stund á tilraunir í byggingarlist og landslagshönnun. Verkið vísar beint í íslenska hefð í myndlist, fossamyndirnar. Það er gert úr skrautefni sem oft- ast er notað í skartklæði kvenna og leikhúsfólks, glitplötur hringlaga sem þekktastar eru undir alþjóð- lega heitinu, pallíettur. Hún hefur fest 13.500 slíkar á nagla á gafl í miðborg Reykjavíkur en undir er óhrjálegur steinveggur með veggja- kroti. Þegar vind hrærir verður fossmyndin á veggnum lifandi. Í tilkynningu frá Sequences er vakin athygli á að efnið er í raun í andstöðu við það náttúrulega fyr- irbæri sem myndin dregur fram á alls ólíklegum stað: hráefnið er úr plasti í miðri borg á ókræsilegum gafli. Þessi gervifoss er á stöðugri hreyfingu, næstum lifandi, eins og náttúran sjálf. Vakning myndlistarmanna hefur á hátíðinni sótt inn á opinber svæði með áköfum og upplýsandi hætti. Verk Theresu er þar engin undan- tekning og verður vísast vegfar- endum gleðigjafi meðan það er uppi. - pbb Kvikur pallíettufoss á gafli húss THERESA HIMMER Fyrir framan verk sitt, Sequinfall, í miðborg Reykjavíkur. Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir Gunnar Magnússon Katrín Pétursdóttir Young Óðinn Bolli Tinna Gunnarsdóttir Þórdís Zoega Atli Hilmarsson Ámundi Gunnar Karlsson Siggi Eggertsson Sól Hrafnsdóttir Stefán Kjartansson Bergþóra Guðnadóttir Aftur ELM Sigrún Baldursdóttir Steinunn Sigurðardóttir Sunna Dögg Ásgeirsdóttir Arkibúllan Einrúm Guðmundur Jónsson Hjördís og Dennis Teiknistofan Tröð Yrki 14:00 15:00 16:00 17:00 RJÓMI 24 HÖNNUÐIR 240 MÍNÚTUR RJÓMI íslenskrar hönnunar verður dreginn fram í dagsljósið þegar tuttugu og fjórir af áhugaverðustu hönnuðum Íslands kynna verk sín í tíu mínútur hver í hönnunarmaraþoni ásamt því sem nemendur LHÍ og HR kynna fimm vikna rannsóknarvinnu í formi viðskiptahugmynda sem lýsa spennandi tækifærum þar sem sérkenni íslenskrar hönnunar eru dregin fram. Viðburðurinn verður haldinn í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, milli klukkan 13:00 og 18:00 laugardaginn 28. október 2006. Þann 29. október mun sýningin færast yfir til höfuðstöðva Marels og vera opin til 11. nóvember 2006. Sýningin er opin öllum og aðgangur er ókeypis / www.rjomi.is DJAMMIÐ UM HELGINA: Allt um djammið YELLO KEFLAVÍK ROKK Beinar útsendingar alla helgina á splunkunýrri efri hæð GRAND HELGI VALUR Fimmtudagur DJ-ATLI Föstudagur DJ-ANDRI Laugardagur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.