Fréttablaðið - 20.11.2006, Page 6

Fréttablaðið - 20.11.2006, Page 6
Miele þvottavélar Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr. 114.800 -hreinn sparnaður 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS Alls 52 björgunarsveitar- menn sinntu um 200 verkefnum á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudagsins og í gærdag. Mikil snjóþyngsli voru á götum borgar- innar. Langflest útköllin voru vegna þess að fólk hafði fest bíla sína í snjónum, en björgunarsveit- armennirnir aðstoðuðu einnig starfsfólk á heilbrigðisstofnunum sem gekk erfiðlega að komast til vinnu sinnar í gærmorgun. Að sögn Ólafar Snæhólm, upp- lýsingafulltrúa Slysavarnarfé- lagsins Landsbjargar, voru fyrstu útköllin um klukkan fimm um nóttina og um fjórum tímum síðar höfðu björgunarveitarmenn sinnt rúmlega 120 verkefnum. Björgun- arsveitirnar héldu áfram að sinna útköllum fram eftir degi, þótt færð hafi skánað þegar líða tók á daginn. Björgunarsveitarmenn- irnir luku störfum sínum um klukkan hálffimm í gærdag. Kristín Hermannsdóttir, veður- fræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að snjókoman sem gekk yfir Faxaflóasvæðið í fyrrinótt hafi byrjað um klukkan tvö um nóttina í Reykjavík en verið gengin yfir um klukkan sjö. Snjókoman náði ekki mikið austar en að Hvera- gerði. Kristín segir að snjókomu- bakki hafi gengið hægt yfir svæð- ið frá Snæfellsnesi til Reykjaness og það hafi snjóað mjög mikið úr honum á skömmum tíma. Um hádegisbilið var snjókomubakk- inn genginn endanlega yfir Suður- nesin og færðist út á miðin vestur af landinu að sögn Kristínar. Vegna snjókomunnar átti fólk sem var statt í miðbæ Reykjavík- ur aðfaranótt sunnudagsins erfitt með að komast heim til sín því fáir leigubílar voru á ferli vegna ófærðarinnar. Um klukkan fimm brá lögreglan í Reykjavík á það ráð að kalla eftir aðstoð Strætós bs., svo fólk sem var í leigubíla- röðinni í Lækjargötu þyrfti ekki að bíða eftir leigubílum úti í snjó- komunni. Fljótlega áttaði lögregl- an sig á því að ekki væru nægilega margir leigubílar í miðbænum til að koma öllu fólkinu til síns heima, og voru um 150 einstaklingar keyrðir heim í þremur strætis- vögnum. Um klukkan níu í gær- morgun var lokið við að ferja fólk- ið heim. Gærdagurinn var erilssamur hjá lögreglunni í Reykjavík því tilkynnt var um 26 umferðar- óhöpp. Mikil ófærð var víða í borginni, sérstaklega í úthverfum og í íbúðargötum; margir bílar sátu til dæmis fastir í snjónum á Víkurvegi í Grafarvogi eftir hádegi í gær. Vandræði í borginni vegna snjóþyngsla Björgunarsveitarmenn sinntu um 200 verkefnum aðfaranótt sunnudags og í gærdag. Lögreglan þurfti að óska eftir aðstoð Strætós bs. til að ferja fólk heim úr miðbæ Reykjavíkur. Mikil ófærð var víða á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn Reykja- víkurborgar og Vegagerðarinnar unnu sleitulaust við snjóruðning í höfuðborginni og nágrenni henn- ar í gær. Nánast ófært var í borg- inni í gærmorgun og nokkuð um yfirgefna bíla í vegköntum þar sem bílstjórar höfðu gefist upp á akstrinum. „Þetta hefur gengið þokkalega, það var erfiðast í morgun vegna skafrenningsins en staðan var sæmileg þegar við hættum í gær- kvöldi,“ segir Guðni Hannesson, verkstjóri hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. „Við höldum áfram í dag og reynum að ryðja þær húsgötur sem við náðum ekki að ryðja í gær.“ Hann segir Graf- arvog, Grafarholt og Norðlinga- holt hafa orðið einna verst úti af hverfum höfuðborgarsvæðisins. „Ruðningur á okkar vegum hefur gengið vel, við erum ekki með nema lítinn hluta af götum í kringum borgina,“ segir Hjálmar Haraldsson, vaktmaður hjá Vega- gerðinni, en Vegagerðin sér um að ryðja götur til Keflavíkur og Hval- fjarðarganga ásamt Miklubraut og Hafnarfjarðarvegi. „Við höfum ekki orðið mikið varir við fólk í vandræðum, það var þá helst í gærmorgun þegar göturnar voru verstar. Þær eru að mestu leyti orðnar hálkulausar núna.“ Yfirgefnir bílar í vegköntum í borginni Er jólaundirbúningurinn hafinn á þínu heimili? Festirðu bílinn þinn í ófærðinni um helgina? 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.