Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2006, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 20.11.2006, Qupperneq 6
Miele þvottavélar Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr. 114.800 -hreinn sparnaður 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS Alls 52 björgunarsveitar- menn sinntu um 200 verkefnum á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudagsins og í gærdag. Mikil snjóþyngsli voru á götum borgar- innar. Langflest útköllin voru vegna þess að fólk hafði fest bíla sína í snjónum, en björgunarsveit- armennirnir aðstoðuðu einnig starfsfólk á heilbrigðisstofnunum sem gekk erfiðlega að komast til vinnu sinnar í gærmorgun. Að sögn Ólafar Snæhólm, upp- lýsingafulltrúa Slysavarnarfé- lagsins Landsbjargar, voru fyrstu útköllin um klukkan fimm um nóttina og um fjórum tímum síðar höfðu björgunarveitarmenn sinnt rúmlega 120 verkefnum. Björgun- arsveitirnar héldu áfram að sinna útköllum fram eftir degi, þótt færð hafi skánað þegar líða tók á daginn. Björgunarsveitarmenn- irnir luku störfum sínum um klukkan hálffimm í gærdag. Kristín Hermannsdóttir, veður- fræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að snjókoman sem gekk yfir Faxaflóasvæðið í fyrrinótt hafi byrjað um klukkan tvö um nóttina í Reykjavík en verið gengin yfir um klukkan sjö. Snjókoman náði ekki mikið austar en að Hvera- gerði. Kristín segir að snjókomu- bakki hafi gengið hægt yfir svæð- ið frá Snæfellsnesi til Reykjaness og það hafi snjóað mjög mikið úr honum á skömmum tíma. Um hádegisbilið var snjókomubakk- inn genginn endanlega yfir Suður- nesin og færðist út á miðin vestur af landinu að sögn Kristínar. Vegna snjókomunnar átti fólk sem var statt í miðbæ Reykjavík- ur aðfaranótt sunnudagsins erfitt með að komast heim til sín því fáir leigubílar voru á ferli vegna ófærðarinnar. Um klukkan fimm brá lögreglan í Reykjavík á það ráð að kalla eftir aðstoð Strætós bs., svo fólk sem var í leigubíla- röðinni í Lækjargötu þyrfti ekki að bíða eftir leigubílum úti í snjó- komunni. Fljótlega áttaði lögregl- an sig á því að ekki væru nægilega margir leigubílar í miðbænum til að koma öllu fólkinu til síns heima, og voru um 150 einstaklingar keyrðir heim í þremur strætis- vögnum. Um klukkan níu í gær- morgun var lokið við að ferja fólk- ið heim. Gærdagurinn var erilssamur hjá lögreglunni í Reykjavík því tilkynnt var um 26 umferðar- óhöpp. Mikil ófærð var víða í borginni, sérstaklega í úthverfum og í íbúðargötum; margir bílar sátu til dæmis fastir í snjónum á Víkurvegi í Grafarvogi eftir hádegi í gær. Vandræði í borginni vegna snjóþyngsla Björgunarsveitarmenn sinntu um 200 verkefnum aðfaranótt sunnudags og í gærdag. Lögreglan þurfti að óska eftir aðstoð Strætós bs. til að ferja fólk heim úr miðbæ Reykjavíkur. Mikil ófærð var víða á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn Reykja- víkurborgar og Vegagerðarinnar unnu sleitulaust við snjóruðning í höfuðborginni og nágrenni henn- ar í gær. Nánast ófært var í borg- inni í gærmorgun og nokkuð um yfirgefna bíla í vegköntum þar sem bílstjórar höfðu gefist upp á akstrinum. „Þetta hefur gengið þokkalega, það var erfiðast í morgun vegna skafrenningsins en staðan var sæmileg þegar við hættum í gær- kvöldi,“ segir Guðni Hannesson, verkstjóri hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. „Við höldum áfram í dag og reynum að ryðja þær húsgötur sem við náðum ekki að ryðja í gær.“ Hann segir Graf- arvog, Grafarholt og Norðlinga- holt hafa orðið einna verst úti af hverfum höfuðborgarsvæðisins. „Ruðningur á okkar vegum hefur gengið vel, við erum ekki með nema lítinn hluta af götum í kringum borgina,“ segir Hjálmar Haraldsson, vaktmaður hjá Vega- gerðinni, en Vegagerðin sér um að ryðja götur til Keflavíkur og Hval- fjarðarganga ásamt Miklubraut og Hafnarfjarðarvegi. „Við höfum ekki orðið mikið varir við fólk í vandræðum, það var þá helst í gærmorgun þegar göturnar voru verstar. Þær eru að mestu leyti orðnar hálkulausar núna.“ Yfirgefnir bílar í vegköntum í borginni Er jólaundirbúningurinn hafinn á þínu heimili? Festirðu bílinn þinn í ófærðinni um helgina? 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.