Fréttablaðið - 30.12.2006, Side 72

Fréttablaðið - 30.12.2006, Side 72
Níní segir þau hjónin fyrst hafa fengið svolítið sjokk þegar þau komust að því að þau ættu von á þríburum. „Okkur fannst það í raun frekar óraunverulegt þar til líða fór að fæðingunni,“ segir hún og bætir því við að það sé æðislegt að eiga þríbura. „Við vorum svo heppin að þau voru mjög spræk við fæðingu og hafa verið hraust allan tímann. Þetta er samt auðvit- að mikil vinna og það er mikið líf og fjör á heimilinu en við höfum fengið ómetanlegan stuðning frá fjölskyldum okkar,“ segir Níní. Eins og nærri má geta eru ýmsir hlutir sem nýbakaðir þrí- buraforeldrar þurfa að hugsaum eins og til dæmis hvar hægt er að komast með vagninn sem er mjög stór. „Maður skreppur ekkert með börnin í vagninum í Smáralindina. Annars höfum við verið að grínast með það stundum að við ættumör- ugglega eftir að valda umferðaró- happi einhvern tíma því við vekjum ansi mikla athygli í göngu- ferðum,“ segir Níní og hlær. Níní segir næturnar oft geta verið erfiðar því ef þau eiga öll slæma nótt og vakna tíu sinnum hvert þá þýði það auðvitað að for- eldrarnir þurfi að vakna þrjátíu sinnum til að gefa þeim snuðið. „Við höfum líka verið spurð að því þegar við kaupum bleiur og þurr- mjólk hvort við séum að vinna á leikskóla enda notum við 600 bleiur á mánuði og auðvitað þrefalt magn af mjólk líka. Síðan tekur það auð- vitað mun lengri tíma að komast út í bíl með fjögur börn en eitt,“ segir Níní og bætir við: „Við erum mikið meira heima núna en eftir að við áttum eldri strákinn, því það fylgir okkur talsvert af dóti. Við flytjum nánast inn á fólk þegar við förum í heimsókn,“ segir hún og bendir á að það sé eitt og annað sem þau hafi rekið sig á eða heyrt frá öðrum þrí- buraforeldrum. „Eins og það til dæmis að hver maður má bara ferðast með eitt barn undir tveggja ára aldri í flugvél þannig að við getum í raun ekki flogið með öll börnin okkar nema fá aðstoð.“ Níní segir eldri strákinn þeirra telja það eðlilegast í heimi að eign- ast þrjú systkini í einu. „Það sést stundum á því hvernig hann talar. Hann hefur til dæmis sagt: „Mamma, sérðu hvað konan er með lítinn vagn,“ en þá er hún bara með venjulegan barnavagn. Síðan sér hann að krakkarnir í leikskólanum koma jafnan með systkini sín á leikskólann þegar þau mæta þá segir hann: „En þau eiga líka bara eitt.“ Hann er samt rosalega góður við þau og duglegur að leika og syngja fyrir þau. Hann talar líka oft um þau sem börnin sín,“ segir Níní en fjölskyldur þeirra hjóna hafa passað vel upp á að hann fái sína athygli bæði frá foreldrum og öðrum ættingjum enda sé það nauð- synlegt fyrir hann. Þríburarnir eru frekar ólíkir einstaklingar og segir Níní gaman að sjá það á þeim svo ungum. „Þau eru misróleg og hafa mismikla þörf til að hreyfa sig. Það gengur allt bara vel ennþá og lítið hefur reynt á það hvernig þeim semur enda er ekki svo langt síðan þau fóru að taka eftir hvert öðru. Þau detta stundum hvert á annað, toga í eyrun og stela snuði af því sem situr næst þeim. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim. Stundum þegar eitt grætur hættir það þegar næsta byrjar, þau verða stundum svo hissa,“ segir Níní og brosir. Uppeldi eftir klukkunni Uppeldi þríbura krefst gríðarlegrar skipulagningar til þess að allt gangi upp eins og Sigríður Hjálmarsdóttir komst að þegar hún ræddi við ferna þríburaforeldra. Þeir segja frá reynslu sinni og upplifun af að eiga þríbura. Líf og fjör á heimilinu Þrír einstaklingar Fjögur börn á rúmu ári Að eignast þríbura er nokkuð sem hvarflar ekki að neinni konu er hún verður ólétt. Því vorum við mjög hissa þegar í ljós kom að Ásdís gekk með þríbura. Við vorum þá nýlega búin að missa stúlkubarn eftir fulla meðgöngu, svo það var ákveðið að fylgjast mjög vel með litlu krílunum þegar óléttan uppgötvaðist,“ segir Sig- urður og bætir því við að með- gangan hafi hins vegar gengið mjög vel. „Eftir 35 vikna með- göngu fæddust þrjár heilbrigðar stúlkur; Ásrún Dóra, Dagrún Björk og Heiðrún Sunna. Í hönd fóru tímar mikillar vinnu og skipulagn- ingar því þær fengu pela á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn og oft gat það tekið rúmlega tvo klukkutíma að gefa öllum að drekka, þrífa pela, blanda mjólk og skipta um bleiur,“ segir hann. „Það var síðan heldur óvænt en ánægjulegt þegar Ásdís varð aftur ófrísk þó svo þríburarnir væru einungis rétt um eins árs gamlir. Í desember 1995 eignuðumst við dreng, Róbert Inga, og vorum því næstu mánuðina á eftir með fjög- ur bleiubörn á heimilinu,“ segir Sigurður en í kjölfarið þurfti fjöl- skyldan að stækka við sig hús- næði, kaupa stærri bíl og þess háttar. „Við getum engan veginn sagt að okkur hafi þótt stuðningur frá bæjaryfirvöldum vera upp á marga fiska á þeim tíma. Það kom sér því vel að fá stuðning frá þrí- burafélaginu, auk þess sem fjöl- skyldur okkar beggja studdu vel við bakið á okkur.“ Sigurður segir það fljótlega hafa komið í ljós að börnin væru öll frekar ólík, jafnt í útliti sem að innri gerð. „Við ákváðum frá fyrstu tíð að klæða þríburana ekki alltaf eins, heldur leyfa þeim að njóta sín sem sjálfstæðar persón- ur. Þær fóru allar hver á sína deildina á leikskólanum, þar sem þær náðu að þroskast sem ein- staklingar og hafa eflaust búið að því síðan. Þær eru allar frekar ólíkar í útliti og það eru margir sem trúa því ekki við fyrstu sýn að þær séu í raun þríburar.“ Bróð- ir þríburanna hefur alla tíð keppst um að halda í við systur sínar, enda einungis eitt skólaár á milli þeirra. „Það hefur alla tíð verið mikil og góð vinátta milli þeirra allra og áhugamálin eru svipuð. Þau stunda öll íþróttir af kappi; knattspyrnu, handbolta og frjáls- ar íþróttir, og hefur það reynst ómetanlegt til að fá útrás fyrir alla þá endalausu orku sem þau virðast búa yfir,“ segir Sigurður en börnin eiga líka eina hálfsyst- ur sem heitir Hildur. „Hún var bara fimm ára þegar þríburarnir fæddust en það var ansi sérstakt fyrir hana og að öllum líkindum svolítið erfitt að eignast svo mörg systkini á einu bretti,“ segir hann og bætir við: „Þegar horft er til baka rifjast það upp hve fyrsta árið var í raun erfitt, en á hinn bóginn var það mikil gæfa að eignast þessi heilbrigðu og kraft- miklu börn, og það fylgir því fjór- föld lífsfylling og ánægja að fá að fylgjast með þeim öllum vaxa úr grasi á sama tíma.“ Við fengum nú aldrei neitt áfall eins og svo margir spyrja þegar við fengum að vita að við ættum von á þríburum,“ segir Sigurlaug, sem á sjö ára gamla þríburadrengi. „Við urðum frekar hrædd um að ég myndi missa þau öll enda var um áhættu- meðgöngu og fyrirburafæðingu að ræða þannig að við trúðum því lengi vel að þetta yrði aldrei að veruleika,“ bætir hún við. Enn í dag segir Sigur- laug að henni finnist ótrúlegt að hún eigi þá alla. „Að eiga þríbura er gríðarleg vinna, og skipulag og regla frá fyrsta degi. Bræðurnir voru mánuð á vöku- og barnadeild Hringsins. Þegar heim var komið þá snerist lífið um að hugsa um þessa þrjá ein- staklinga fyrst og fremst,“ segir Sigurlaug en það gat tekið allt að tvær klukkustundir að gefa þeim öllum að drekka. „Ef maður byrjaði til dæmis að gefa þeim klukkan 9, voru þeir að til um það bil 11, þá þurftu þeir að fá aftur mat klukkan 12.00, og svo koll af kolli. Þessu til viðbótar má geta þess að við skráð- um skilmerkilega niður í dagbók hve mikið hver borðaði, til að tryggja að allir fengju nægilega næringu. Þetta var svo sannarlega nauðsynlegt, annars hefðum við auðveldlega getað „gleymt“ einum. Þetta gerðum við fyrsta árið.“ Fyrir áttu hjónin son sem er tut- tugu árum eldri en þríburarnir og sjá því glögglega muninn á að ala upp eitt barn og þrjú. „Þetta er þrisvar sinn- um meiri vinna og þrisvar sinnum meiri gleði,“ segir Sigurlaug. Varðandi muninn á að vera með þrjú börn í einu eða færri, segir Sigur- laug: „Foreldrar geta fylgst með og passað tvö börn í einu en erfitt getur verið að gæta þess þriðja, til dæmis þegar allir hlaupa út á götu hver í sína áttina. En við fengum góða aðstoð, móðuramma þeirra flutti til okkar og var hjá okkur í fjóra mán- uði og sú aðstoð er alveg ómetanleg, eins eiga þeir bróður sem er 20 árum eldri og afskaplega stoltur af bræðr- um sínum og hann var og er alltaf til- búin að aðstoða okkur og hefur verið okkur mikil hjálp í gegnum árin.“ Sigurlaug segir samkeppni á milli bræðranna hafa birst í mörg- um myndum í gegnum tíðina. „Við erum með svokallaða strákabók eftir að hafa þurft að muna hver gerði hvað.“ Það sem er kannski erfiðast fyrir þríburaforeldara segir Sigur- laug vera tilhneiginguna til að líta á þá sem eina heild en ekki þrjá ein- staklinga. „Þetta birtist bæði í því hvernig maður talar til þeirra og einnig þegar þeir fá gjafir til dæmis á jólum og þegar þeir eiga afmæli. Oft fá þeir sameiginlegar gjafir frekar en gjöf handa hverjum og einum. Þetta er sjálfsagt vegna þess hve þeir eru mikið saman og samskipti foreldra við þá sem hóp. Oft vildi maður geta eytt meiri tíma með hverjum og einum. Þegar það gerist þá njóta þeir þess svo sannarlega að fá óskipta athygli,“ segir þríburamamman Sigurlaug.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.