Fréttablaðið - 30.12.2006, Page 80

Fréttablaðið - 30.12.2006, Page 80
Menn viknanna 2006 Fastur þáttur í Fréttablaðinu er „Maður vikunnar“ en þar er reynt að varpa ljósi á þá sem eru í deiglunni hverju sinni -- hvern mann sá hefur að geyma. Við greinarnar dró Helgi Sigurðsson teiknari upp mynd af viðkomandi. Jakob Bjarnar Grétarsson fór niður á Landsbókasafn, fletti blaðinu ár aftur í tímann og fann hverjir voru í sviðsljósinu í hverri viku um sig. Með því má fá nokkra mynd af fólkinu sem var áberandi á árinu 2006 – og þá ekki síður hvers kyns þeir menn eru sem þykja fréttamatur: Íþróttamenn, stjórnmálamenn, embættismenn, popparar og viðskiptaforkólfar. Reið á vaðið með að vera til- nefndur maður vikunnar árið 2006. Hann enda sagður ákafur og metnaðargjarn. Skarphéðinn var í deiglunni vegna umræðna sem spunn- ust um starfslokasamninga við fráfarandi forstjóra FL Group – Ragnheiði Geirs- dóttur. Skarphéðinn er sagð- ur þægilegur í umgengni, tilbúinn að hlusta á rök annarra en langt í frá skaplaus og fastur fyrir. DV var mjög til umræðu í upphafi árs en reiðialda fór um þjóðfélagið í sam- bandi við Ísafjarðarmál svokallað. Sem leiddi til uppsagnar Jónasar og Mikaels Torfasonar, með- ritstjóra hans. Jónas er sagður harður í horn að taka en sanngjarn. Prins- ippmaður mikill í blaðamennsku, elskur að hestum og matarmenningu eins og fjölmörg rit hans bera með sér. Hreystimennið og hug- sjónamaðurinn Steingrím- ur var í fréttum þegar hann lenti í bílveltu í Ból- staðarhlíð. Engum dylst að Steingrímur er pólitíkus af lífi og sál, fastur fyrir og snjall órator. Steingrímur er jafnframt íþróttamaður mikill og göngugarpur. Emilíana vann til þrennra tónlistarverð- launa á hátíð Íslensku tón- listarverðlaunanna. Emilí- ana er sögð þægileg í umgengni, hreinskilin og fólk veit hvar það hefur hana. Örlátur og lífsglaður húmoristi og uppátækja- söm með eindæmum. Hug- myndarík og ósérhlífin. Viggó er einhver umdeildasti maður íþrótta- heimsins og þegar hann komst í kastljósið var það vegna yfirlýsinga þess efnis að hann væri herforingi þess sem hann kallaði landslið á heimsmælikvarða. Strákarnir okkar. En þó tilþrifamikill sé á vellinum segja þeir sem til þekkja að Viggó sé hvers manns hug- ljúfi og rólyndismaður með afbrigðum. En stökkbreyt- ist þegar dómarinn flautar til leiks. Sannur heimilisfað- ir en hvers kyns íþróttir eru helstu áhugamálin: Hand- bolti þó einkum og golf. Kristján hleypti mikilli orrahríð af stað þegar hann sagði reglur í undankeppni Eurouvision-keppninnar þverbrotnar – myndband Silvíu Nóttar hefði lekið á netið fyrir keppni með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Kristján er sagð- ur frjór og lifandi, óeigin- gjarn maður sem vill hvers manns vanda leysa. Viðræðugóður en á það til að vera þrjóskur og fylginn sér – eins og Eurovision-málið sýnir. Dugnaðarforkurinn Heiðar sló í gegn með tveimur mörkum með Fullham gegn Newcastle. Hann er sagður ljúflingur sem breytist í villidýr á vellinum. Fylginn sér og heiðarlegur maður sem kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Heiðar er sagður maður með báða fætur á jörðinni og ekki fyrir fíflagang. Fjárfesting hans á þrjú þúsund sæta kvik- myndahúsi í Kaupmanna- höfn kom Árna í sviðsljósið í febrúar. Árni er sagður horfa fram veginn og grípa tækifærin þegar þau gef- ast. Veigrar sér ekki við að taka til hendinni þegar svo ber undir, veður í verkin og hvergi fyrir fordild. Viður- kennir fúslega að afþrey- ingarmyndir höfði meira til hans en þær sem flokk- ast listrænar. Eyjólfur var í deiglunni þetta árið vegna sigra og ósigra knattspyrnu- landsliðsins. Eyjólfur er íþróttamaður í húð og hár, metnaðargjarn og dugmikill. Eyjólfur vakti snemma athygli sem afreksmaður í körfu- og fótbolta. Hann ein- kennir prúðmennska í allri framgöngu, kurteis og býður af sér góðan þokka. Því er tekið mark á Eyjólfi þegar hann tekur til máls, því þessi mikli fjölskyldumaður er ekki fyrir óþarfa gaspur. Hestamaður, kylf- ingur og veiðimaður og kýs fremur útivist og sveitasælu en sollinn. Rúna í Stígamótum er sögð ein þeirra sem þora, vilja og geta. Sterkar hugsjónir og rík réttlætiskennd einkenna Guðrúnu sem var í kastljósi fjölmiðla á alþjóðlegum baráttu- degi kvenna en þá fögnuðu Stígamót 16 ára afmæli sínu. Rúna er sögð ósérhlífin og fylgin sér, líf- leg og skemmtileg. Hún er ávallt tilbúin að berjast fyrir málstað sínum, fer þá fram af einurð en er sögð ljúf og glaðlynd meðal vina og fjölskyldu – hefur gaman af að elda góðan mat og stunda göngur og útivist. Hefur verið mikið í fréttum allt þetta ár en hann er lög- maður Baugs sem staðið hefur í málaferlum í hinum svokölluðu Baugsmálum. Gestur er sagður mikill húmoristi sem tekur gjarn- an upp golfkylfuna þegar vinnu lýkur. En sem lögmað- ur þykir hann agaður og fljótur að greina hismið frá kjarnanum. Gestur er vinnusamur félags- málafrömuður og hefur sem slíkur bæði unnið mikið fyrir Golfklúbb Reykjavíkur og Lögmannafélagið. Höfundur Draumalandsins, sem hlýtur að teljast með bókum árs- ins, var mjög í deiglunni allt þetta ár. Í umsögn heimildarmanna Frétta- blaðsins um manninn á bak við bókina kemur þetta fram: Fluggreind- ur, einstaklega frjór, skapandi og mikil til- finningavera, ljúfmenni og náttúrubarn. Þessi ástsæli norðanmaður fagnaði fimmtíu ára leikaf- mæli sínu á árinu. Þráinn býr yfir miklum listrænum hæfileikum, ekki bara í leiklistinni heldur einnig myndlist. Þráinn er sagður drengur góður, einstakur vinur í gleði og sorg. Illsak- ir treður hann ekki við nokkurn mann en rík réttlætiskenndin gerir að hann stendur fast- ur á sínu ef svo ber undir. Miklar deilur hafa staðið um framtíð RÚV allt árið og í þeim umræðum hefur Ögmundur farið mik- inn. Ögmundur er sagður stál- heiðarlegur, heilsteyptur og hamhleypa til verka. Á þó til að færast of mikið í fang því hann vill gera allt sjálfur. Hugsjónamaður en sagður geta slegið á létta strengi og gert grín að sjálfum sér. Tryggvi kemur reglulega fram í sviðsljósið í tengsl- um við eitt og annað sem snýr að efnahagsmálum þjóðarinnar. Hann er sagð- ur skarpgreindur og eigi til að fá dellu fyrir einu og öðru. Á auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar á til- verunni og deilir því með vinum sínum, ósnobbaður og laus við alla komplexa. Úrræðagóður vinur vina sinna sem ekki liggur á skoðunum sínum. Seðlabankinn var stöðugt í fréttum árið 2006 og er aðalhagfræðingurinn, Arnór, sagður heilsteyptur og hógvær maður – sér- lega hógvær. Stefnufastur og samkvæmur sjálfum sér. Arnór er sagð- ur yfirvegaður og með báða fætur á jörðinni. Arnór, sem er af þýskum ættum, ólst upp á menn- ingarheimili og í sveit. Ber þess merki, er grúsk- ari og unnandi klassískrar tónlistar. Þá er hann mikill heilsuræktarskokkari og fjölskyldumaður. Logi vann sér það til frægðar í maí að verða Evrópumeistari í hand- knattleik með liði sínu Lemigo. Logi þykir góður félagi og sparar ekki að hrósa félögum sínum ef svo ber undir. Hann er sagður grallari, hrekkja- lómur sem á í fórum sínum ýmsar skemmtileg- ar sögur en um leið agað- ur og reglusamur. Stefnu- fastur vel því alltaf lá fyrir að hann ætlaði sér að verða afreksmaður í íþróttum. Þá er snyrtimennsku hans við brugðið. Konan á bak við dekur- drósina Silvíu Nótt var maður vikunnar. Enda þá Eurovision-keppnin mál málanna. Silvía Nótt var framlag Íslands sællar minningar. Ágústa Eva er sögð ekki vitund lík Silvíu heldur eigi jafnvel til feimni og láti vinsældir ekki stíga sér til höfuðs þó hún kunni að mjólka þessar sömu vinsældir. Strax í maí voru hlerunar- mál komin í fréttir og sagnfræðingurinn Guðni maðurinn sem með grúski sínu opnaði það mál. Hann er sagður drengur góður, fylginn sér en jafnframt frekar feiminn og hlé- drægur. Lífsnautnamaður, sælkeri og áhugamaður um íþróttir. Oddviti Vinstri hreyfingar- innar – græns framboðs var í brennidepli í borgarstjórnar- kosningum. Eina konan sem leiddi lista í Reykjavík og þótti sýna leiðtogahæfileika og rökfestu í málflutningi. Hún er sögð skarpgreind og skemmtileg, músíkölsk með afbrigðum og skemmtilegur vinur vina sinna. Fimmtugsafmæli Bubba fór ekki fram hjá nokkrum manni. Honum er lýst sem orkubolta, hann er dellukarl dellu- karlanna, ástríðumaður í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur, hug- sjónamaður og leyfir sér að skipta um skoðun ef svo ber undir. Glæsilegur sigur íslenska landsliðsins á Svíum færði kastljósið á landsliðsþjálfar- ann og keppnismanninn Alfreð. Hann er sagður gríð- arlega duglegur, maður sem leggur sig 110 prósent fram í því sem hann tekur sér fyrir hendur: Fullur sjálfstrausts, samkvæmur sjálfum sér en á til að vera eilítið þver. Femínistar máluðu bæinn bleikan þegar 91 ár var liðið frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Katrín Anna fór þar fyrir flokki, femínisti af lífi og sál og óþreytandi í baráttunni. Sögð ham- hleypa til allra verka og drífur fólk með sér. Sögð skarpgreind og skipulögð – en þrjósk. Og… hefur gaman að matseld og bakstri, húsmóðir góð sem er fyrir útivist. Mannasættirinn Jón stökk beint í sviðsljós- ið þegar hann tók við af Halldóri Ásgrímssyni sem formaður Fram- sóknarflokksins. Hann er sagður greindur, skemmtilegur og hrokalaus húmoristi. Fróður, skipulagður, skáldmæltur, ráðagóð- ur – með hjarta úr gulli. Bráður, klaufskur, fastur fyrir og full hreinskiptinn á stund- um. Komust í deigluna þegar þeir gengu aftur til liðs við æskufélag sitt ÍA. Kallaðir Beck-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.