Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.12.2006, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 30.12.2006, Qupperneq 84
Svartasta skammdegið er besti tíminn til að leggja land undir fót. Núna þegar jólaljósin fara að dofna er tilvalið að skella sér eitthvað langt út í heim, þar sem sólin skín og fjöllin eru blá. Það sakar allavega ekki að láta sig dreyma og mælum við með Lonelyplanet.com til að freistast. Heimurinn er sífellt að minnka. Hægt er að ná sér í ódýr fargjöld til London eða Kaupmannahöfn og þaðan eru allir vegir færir. Sífellt fleiri perlur uppgötvast í heiminum og ferðamannastaðir eru eins og allt annað háðir tískustraumum. Hanna Björk Valsdóttir kynnti sér hvaða staðir eru „heitir“ í ferðabransanum árið 2007. Heitustu áfangastaðirnir 2007 Maldíveyjar eru 1.190 litlar kóraleyjar suð-vestur af Sri-Lanka sem lokka ferðamenn til sín með loforði um „síðastu paradís á jörð“. Ef þín hugmynd um paradís er ósnortin, friðsæl, hitabeltiseyja með pálma- trjám, hreinum, hvítum ströndum og túrkisbláum lónum þá eru Maldíveyjar rétti staðurinn. Mögnuð kóralrif og litríkt neðarsjávarlíf gerir Maldíveyjar að paradís kafaranna. „Síðasta paradís á jörð“ hefur nú verið byggð upp eftir tsunami og nýir lúxus ferðamanna- staðir setja Maldíveyjar á kortið fyrir 2007. Ekki aðeins fallegasta borgin í Suður-Ameríku heldur líka heimili falleg- asta fólks í heimi. Þrátt fyrir efnahagsvandræði Argentínu eru munaðir Buenos Aires jafn freistandi og áður, glæsileg höfuðborg þar sem evrópsk fágun og ástríðufull menning mætast, og náttúruundur allt um kring. Ef þú vilt fá mest fyrir peninginn þá ferðu til Buenos Aires, efnahagsástandið gerir það að einum ódýrasta áfangastaðnum í heiminum í dag. Ekki spillir fyrir ef þú kannt eitthvað í fótbolta, þá líður þér strax eins og innfæddum. Í Asíu hefur lengi verið í tísku að ferðast til Taílands og Kambódíu en Bangladesh virðist ætla að taka við sem nýi staðurinn þar sem töfrar Asíu fá að njóta sín. Núna er málið að heimsækja þetta sér- staka land áður en túristarnir hrúgast inn. Þetta gróskumikla land býr yfir langri sögu og þar finnast yfir 2000 ára fornminjar, lengsta strönd í heimi og stærsti fenjaskógur veraldar. Karabíska hafið klikkar aldrei. San Juan lítur út eins og Havana á Kúbu fyrir byltingu og iðandi salsatónlist hljómar um göturnar þar sem Pina Colada er drukkið frá morgni til kvölds. Náttúruperlur Puerto Rico eru í dagsfjarlægð frá borginni. Skelltu þér í El Yunque regnskóginn þar sem yfir 400 plöntur, litríkir páfagaukar og „couqi“ froskurinn þrífast. Heimsóttu Culebra, eyði- eyju í hálftíma flugfjarlæð, ósnortin hvít ströndin var valin ein af tíu bestu ströndum í heimi. Sjávarrifin allt um kring eru paradís fyrir snorklara. Nýjasta brjálæðið í Mið-Austurlöndum er Dubai í Sameinuðu fursta- dæmunum sem voru stofnuð 1971. Þar er allt að finna sem olíupeningar geta keypt eða byggt. Sannkallaður framandi lúxus. Skýjagljúfrar og verslunarmiðstöðvar í vestrænum stíl í bland við arabíska menningu. Viltu eyðimerkursafarí eða versla föt eftir aðalhönnuðina? Fjöll, strand- ir, eyðimerkur, markaðir og hin fræga tollfrjálsa verslun gerir Dubai að hrífandi borg ólíkri öllum öðrum í heiminum. Í janúar er heldur betur tilvalið að skella sér í safari á kameldýri í Thar-eyðimörkinni, sofa á sandhóli, sjá gasellur, búa til „chapatti“ yfir opnum eldi, hitta eyðimerkurþorpsbúa sem rækta bæði vatns- melónur og hveiti í sandinum. Frá borginni Jaisalmer er hægt leggja af stað út í eyðimörkina, Rajastan-hérað er líka það litríkasta á Ind- landi og allar konur mjög fagurlega skreyttar skartgripum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.