Fréttablaðið - 30.12.2006, Page 92

Fréttablaðið - 30.12.2006, Page 92
Sýndi og sannaði að hann hefur engu gleymt með ummælum sínum um „tækni- leg mistök“. En Árni þekkir sína þjóð betur en nokkur annar. Á það hefur verið bent oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að þó þjóðin sé refsiglöð, og þar með sé fyrir- gefningin ekki endilega ofarlega á blaði, þá hafa kjósendur minni á við gúbbífiska. Þrátt fyrir sigra og velgengni á árinu stendur það upp úr þegar hún flaug á hausinn á Broadway eins og belja á svelli. En þó svo að þar hafi þeir sem hafa ekkert allt of þróað- an húmor fengið sitthvað fyrir sinn snúð, þá hélt hún reisn sinni og steig á fætur jafn gullfalleg og allt- af. Og „kikkstartaði“ glanstímariti Reynis Traustasonar sem reyndi þar án árangurs að binda endi á fjölmiðlaþátttöku hennar. Sem er galin hugmynd. Ber ábyrgð á því að ofurfallegir jólatónleikar með þekktum söngdívum breyttust í martröð þar sem ríkti brjálað umferðar- öngþveiti – skipulagsslys. Sem varð til þess að fagur jólasöng- ur féll í skuggann sem er skaði. Smekkur þeirra og skynbragð á það sem er „flott“ og „kúl“ og „inn“ er óbrigðull. En hugsan- lega ofmátu þessir elskuðu og dáðu og virtu fjölmiðla- menn stöðu sína þegar þeir flögg- uðu yfir- lýsingum á borð við „ógeð“ og „viðbjóður“ um ástand venjulegr- ar íbúðar Ásgeirs fyrir breytingar í Innlit/útlit. Ummælin ollu miklu fjaðrafoki. Margir spurðu sig hvernig tals- máti þeirra félaga væri eigin- lega þegar ekki væri kveikt á myndavélunum. Söngkonan Britney Spears á ekki sjö dagana sæla um þessar mund- ir því nú hefur ein stærsta aðdá- endasíða henni til heiðurs ákveðið að hætta allri starfsemi. Ritstjóri og umsjónarmaður WorldofBritn- ey.com, Ruben Gray, lýsti þessu yfir við fjölmiðla í gær og sagði að poppprinsessan hefði misst sjónar á því sem hún stóð eitt sinn fyrir. „Britney hefur glatað sjálfs- myndinni og trúverðugleikanum gagnvart aðdáendum sínum,“ sagði Gray. „Heimasíðan hefur því sagt sitt síðasta orð, ekki vegna þess að ég hafi ekki tíma fyrir hana heldur af þeirri ein- földu ástæðu að Britney Spears er búin að vera í mínum augum,“ bætti Gray við. Samkvæmt götublaðinu The Sun virðast aðdáendur Britneyjar Spears vera að snúa baki við átrún- aðargoði sínu en hegðun hennar þykir ekki sæma tveggja barna móður. Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar Spears á bloggsíðu sinni um að hún hygðist taka sér tak er ekkert lát á fréttum um ósiðlegan klæðnað hennar á opin- berum stöðum en Spears virðist vera farin að leggja það í vana sinn að fara út á lífið án undirfata. Aðdáendur Britneyjar Spears hverfa Árið 2006 var um margt eftirminnilegt. Örfá atvik og gjörðir land- ans standa þó upp úr. Fréttablaðið tók saman lista yfir fólkið sem gerði árið ógleymanlegt. Þeir sem allt þykjast vita um refilstigu tón- listar supu hveljur þegar spurðist að ann- arrar deildar sveitaballapoppari hefði kom- ist áfram í Rock Star þáttunum. Hvað myndu hinir „ofursvölu“ LA–rokkarar halda um Ísland. En allt fór á annan veg. Magni ekki bara sló í gegn og sveitaballa- bransinn hlaut verðskuldaða uppreisn æru og Magni bjargaði í leiðinni Skjá einum og rakaði saman seðlum fyrir Símann í formi SMS-skeyta. Gullkálfur ársins Upprei snarmenn ársins Bubbi „eat your heart out“. Arftakarnir koma úr óvæntri átt sannast sagna. Nylon- stelpurnar eru einu poppararnir sem mót- mæltu hvalveiðum af einhverju viti með því að hætta við útgáfu plötu sinnar á Bret- landseyjum í kjölfari þess að Einar K. leyfði Kristjáni Loftssyni vini sínum að fara á ryðkláfi út á Ballarhaf og skutla nokkrar langreyðar með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Skrautleg ökuferð Eyþórs, þegar hann keyrði á staur og reynda að ljúga sig út úr því máli varð fréttamatur á árinu. „Hér er staur, en það er allt í lagi því ég er he-he-hermaur,“ mun Eyþór hafa sagt þegar hann klessti á staurinn. En batnandi mönnum er best að lifa og Eyþór fór í meðferð, þó hann ætti ekki við neitt sérstakt áfengisvandamál að stríða, sem gerir hann að AA-manni ársins. AA-maður ársins Eyddi hálfu árinu í að berjast fyrir að endurheimta titilinn Herra Ísland eftir að Elín Gests- dóttir svipti hann honum með fruntalegum hætti. Svo má aftur um það deila hvort þarna hafi verið til mikils að vinna. Baráttumaðurársins Grái fiðringur ársins Einlægni Bubba hefur meðal annars gert hann að því sem hann er. Þjóð- in elskar hann fyrir að segja hlutina eins og þeir eru. Grái fiðringurinn er staðreynd og Bubbi fer ekki í felur með það. Þess vegna tók þjóðin af heil- um hug þátt í fimmtugs- afmælisveislu sem Glitn- ir og Vodafone héldu goðinu sem kórónaði gott ár með því að bjóða nýjum tengdapabba sínum, árinu eldri, til veislu. Sýndu og sönnuðu að ástin sigrar. Þeim er að þakka að Jói í Kompás er sjónvarpsmaður ársins. Og broddborg- urum landsins þykir vænna um mjúk rúm sín vitandi af því að til er það hlutskipti að vera á götunni. Hjón ársins Fagurkerar ársins Tónlei kahaldariársins Gyðja ársins Pólitíkus ársins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.