Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 15.02.2007, Qupperneq 8
 Tveir karlmenn á þrí- tugsaldri voru í gær dæmdir í fangelsi fyrir tilraun til að smygla inn ríflega 360 grömmum af kóka- íni. Annar var dæmdur í 18 mán- aða fangelsi en hinn í 12 mánaða fangelsi. Tæplega tvítug stúlka var dæmd í 12 mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Tvö hin síðastnefndu voru stöðvuð í tollhliði í Leifsstöð. Á manninum fundust tæp 200 grömm af kókaíni. Stúlkan reynd- ist síðan vera með rúmlega 161 gramm af sama efni innvortis. Við húsleit hjá þeim fundust svo fjór- ar e-töflur. Maðurinn átti sakarferil að baki. Stúlkan hefur ekki áður sætt refsingu svo kunnugt sé. Þá liggur fyrir að hún er barnshafandi og á að eiga barnið í sumar. Þriðji maðurinn, sem þyngstan dóminn hlaut, á að baki langan sakarferil. Í þessu máli var hann sakfelldur fyrir að hafa verið milligöngumaður í fíkniefnainn- flutningi, að beiðni „óþekkts milli- göngumanns“. Þremenningunum var gert að greiða rúmlega 700 þúsund krón- ur í málskostnað hverjum fyrir sig. Tvö burðardýr og skipuleggj- andi dæmd fyrir kókaínsmygl „Þetta er bara fyrri hálf- leikur. Við munum áfrýja þessum dómi,“ segir Sigurbjörn Þorbergs- son, lögmaður JB byggingafélags og Trésmiðju Snorra Hjaltasonar, en kröfu þeirra um að fram- kvæmd á sölu ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) yrði dæmd ólögmæt var vísað frá dómi í gær. Ríkið var auk þess sýknað af bótakröfu stefnendanna. „Þessi frávísun er tæknilegt atriði sem engu skiptir. Kröfugerðin var sett þannig upp að í fyrsta lagi var gerð krafa um viðurkenningu á ólögmæti. En síðan er gerð krafa um viðurkenningu á bótaskyldu, og til þess að dómurinn geti tekið afstöðu til þess hvort ríkið sé bóta- skylt eða ekki þá þurfa þeir að taka afstöðu til þess hvort málsmeð- ferðin sé ólögmæt eða ekki.“ Hann segir dóminn hafa fallist á það að Landsbankinn og starfs- maður bankans hafi verið gróflega vanhæf- ir í málinu. „Dómurinn segir hins vegar að það sé ekki nóg því að bankinn mat ekki til- boðin. En við teljum ekki síður mikilvægt hvernig vara er kynnt í söluferli og hvernig skil- málarnir eru samdir.“ Sigurbjörn segir þetta mál fyrst og fremst sýna fram á að það séu ákveðn- ir erfiðleikar fólgnir í því að sækja ríkið til saka. „Við rekum þau dómsmál eftir reglum um meðferð almennra einkamála. Þau byggja á því að aðilar séu jafn- stæðir. En það á alls ekki við þegar mál einstakl- inga eru gagnvart ríkinu. Þess vegna eru víða í nágrannalöndum okkar sérstakir stjórnlagadóm- stólar.“ Þetta er bara fyrri hálfleikur Listaháskóli Íslands ræðir nú við Háskóla Íslands og skipu- lagsyfirvöld í Reykjavík um bygg- ingarlóð í Vatnsmýrinni. Mikill áhugi er sagður fyrir þessu innan skólanna tveggja. Talið er að Listaháskóli Íslands þurfi 14.500 fermetra undir starf- semina. Um þriðjungur þess hús- næðis væri bókasafn og sýningar- salir sem almenningur hefði aðgang að. Í dag er skólinn í 10.500 fermetrum á fjórum stöðum. Nú er helst til skoðunar borgar- lóð austan náttúrufræðahússins Öskju. Sú lóð er reyndar ætluð undir starfsemi tengda Náttúru- fræðistofnun Íslands og þar er er aðeins gert ráð fyrir 7.000 fer- metra húsi. Til þess að koma þar fyrir byggingu Listaháskólans þyrfti því að breyta deiliskipulag- inu og hafa stóran hluta bílastæð- anna neðanjarðar. „Við teljum að skólinn gæti sómt sér mjög vel á þessum stað,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, sem þó viðurkennir að hafa meiri áhuga á lóð sem Háskóli Íslands á austan Sæmundargötu. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur hins vegar sagt í bréfi til skipulagsyfirvalda að slík bygging myndi skyggja um of á aðalbyggingu háskólans sjálfs sem táknmyndar skólans og kenni- leitis í borgarmyndinni. Auk þess myndi húsið ganga nærri friðlandi Vatnsmýrinnnar sem enn sé eftir að afmarka endanlega. Hjálmar segist þó enn eiga eftir að fá formlegt svar frá Háskólanum varðandi lóðina við Sæmundargötu: „Við teljum alveg hikstalaust að hægt sé að koma fyrir listaháskóla þarna í góðum samhljómi. Arkitektar í dag eru ekkert síðri en þeir arkitektar sem teiknuðu aðalbyggingu Háskóla Íslands og við teljum að það geti styrkt mjög ásýnd Háskóla Íslands og háskólasamfélagsins í heild að fá Listaháskólann þarna.“ Hjálmar ítrekar að enn hafi menn ekki gefið upp á bátinn að fá lóð í miðbænum sem sé óskastað- setning fyrir Listaháskólann. Áhugi sé fyrir lóð við hlið gamla útvarpshússins við Skúlagötu auk þess sem einkaaðilar hafi sett fram hugmyndir um staðsetningu í miðbænum. Fyrir um ári stóð til að skólinn fengi lóð á hafnarsvæðinu. „Það komu í ljós svo miklar takmarkan- ir á þeirri lóð gagnvart okkur að við höfum gefið burt frá okkur þann möguleika,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson. Listaháskóla Íslands ætluð lóð í Vatnsmýri Forsvarsmenn Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands hafa áhuga á að byggt verði yfir Listaháskólann í Vatnsmýrinni. Lóð austan náttúrufræðahússins Öskju kemur helst til greina en rektor Listaháskólans horfir þó enn til miðbæjarins. Við teljum að skólinn gæti sómt sér mjög vel á þessum stað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.