Fréttablaðið - 15.02.2007, Page 11

Fréttablaðið - 15.02.2007, Page 11
 Eldri borgarar í Hafnarfirði fá á næstunni sent vildarkort fyrir 67 ára og eldri. Gegn framvísun kortsins fá eldri borgarar frítt á söfn bæjarins, í sund og á bókasafnið. Þá verður líkamsrækt og þátttaka í íþrótta- félögum og tómstundastarfi greidd niður um 2.000 krónur á mánuði eins og gert er fyrir fjór- tán ára og yngri. Vildarkortið verður sent út á næstu vikum. Sigurður Hallgríms- son, formaður Félags eldri borg- ara í Hafnarfirði, segir að kortið sé að danskri fyrirmynd og er ánægður með þróunina. Hann segir að það sé „ljómandi gott“ að fá vildarkortið því að þá sjái fólk svart á hvítu hvaða afslátt það fái og geti nýtt sér kortið að vild. Einnig er rætt um að gera strætó gjaldfrjálsan fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu, svipað og gert er á Akureyri og í Reykjanesbæ og þykir hafa reynst vel. Stefnt er að því að taka upp viðræður við samgönguráðuneyt- ið um greiðsluþátttöku á höfuð- borgarsvæðinu en niðurstaða ligg- ur ekki fyrir strax. Hof verður nafnið á menningarhúsinu sem er að rísa á Akureyri. Var það valið úr 241 nafni sem barst í samkeppni um nafnið. Einróma dómnefnd segir Hof merkja stórhýsi eða mikla byggingu og raunar einnig helgidóm. Hof sé stutt og þjált nafn og fari því vel í samsetningu. Tvö gerðu Hofs-nafnið að sinni tillögu, þau Aðalbjörg Sigmars- dóttir og Heimir Kristinsson sem bæði búa á Akureyri. Auk viðurkenningarskjala fengu þau í gær ársmiða á alla opinbera viðburði í húsinu á fyrsta starfsári þess. - Menningarhús skal heita Hof Skólaráðið í Kansas í Bandaríkjunum hefur heimilað kennurum í ríkinu að kenna þróunarkenningu Darwins, en það hafa þeir ekki mátt gera í átta ár nema hafa þann fyrirvara að kenningin sé ósönnuð með öllu. Mikið grín hefur verið gert að skólaráðinu í Kansas fyrir þessa afstöðu, en nú hafa orðið manna- breytingar í ráðinu þannig að demókratar og hófsamir repúblikanar eru komnir í meirihluta. Atkvæði féllu þannig að sex ráðsmenn samþykktu breyting- una en fjórir vilja enn ekki sjá þróunarkenninguna. Þróunarkenn- ingin aftur leyfð Að leggja sig yfir daginn getur dregið úr hættu á að deyja úr hjartasjúkdómi, samkvæmt viðamikilli rannsókn grískra vísindamanna sem sagt er frá á fréttavef BBC. Sex ára rannsóknir sýndu fram á að þeir sem lögðu sig í hálftíma yfir daginn að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku voru í 37 prósent minni hættu en aðrir á að deyja vegna hjartasjúkdóma eftir að tekið hafði verið tillit til heilsu- fars, aldurs og líkamlegs forms. Sérfræðingar sögðu að miðdegishvíldin gæti hjálpað fólki að slaka á og þar með draga úr streitu. Hollt að leggja sig yfir daginn ‘07 70ÁR Á FLUGI HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ W W W. I C E L A N DA I R . I S ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 61 31 0 2 /0 7 MADRID MINNEAPOLIS – ST. PAUL ORLANDO BOSTON HALIFAX GLASGOW LONDON STOKKHÓLMUR HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ BERLÍN FRANKFURT MÜNCHEN MÍLANÓ AMSTERDAM BARCELONA MANCHESTER PARÍS NEW YORK BALTIMORE – WASHINGTON REYKJAVÍK AKUREYRI BERGEN GAUTABORG FLUG OG GISTING Í 2 NÆTUR FRÁ 39.900* KR. DYREHAVSBAKKEN „Bakken er við Klampenborgarlestastöðina, fyrir norðan miðbæinn. Þar er gott að fara í pikknikkferðir og þar er einnig stór skemmtigarður, svipaður og Tívolí. Það er frítt inn á Bakken en kostar í tækin. Þar er líka fullt af veitingastöðum og hægt er að aka með hestakerru um garðinn sjálfan sem er svakalega stór.“ + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is *Á mann í tvíbýli á Dgi-byen *** í Kaupmannahöfn 13.–15. apríl og 12.–14. október. Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar og gisting. Ferðaávísun gildir BORGMÍN KAUPMANNAHÖFN JÓN ÁRNI KRISTINSSON SMIÐUR NÝI BÆKLINGURINN ER KOMINN ÚT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.