Fréttablaðið - 15.02.2007, Síða 11

Fréttablaðið - 15.02.2007, Síða 11
 Eldri borgarar í Hafnarfirði fá á næstunni sent vildarkort fyrir 67 ára og eldri. Gegn framvísun kortsins fá eldri borgarar frítt á söfn bæjarins, í sund og á bókasafnið. Þá verður líkamsrækt og þátttaka í íþrótta- félögum og tómstundastarfi greidd niður um 2.000 krónur á mánuði eins og gert er fyrir fjór- tán ára og yngri. Vildarkortið verður sent út á næstu vikum. Sigurður Hallgríms- son, formaður Félags eldri borg- ara í Hafnarfirði, segir að kortið sé að danskri fyrirmynd og er ánægður með þróunina. Hann segir að það sé „ljómandi gott“ að fá vildarkortið því að þá sjái fólk svart á hvítu hvaða afslátt það fái og geti nýtt sér kortið að vild. Einnig er rætt um að gera strætó gjaldfrjálsan fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu, svipað og gert er á Akureyri og í Reykjanesbæ og þykir hafa reynst vel. Stefnt er að því að taka upp viðræður við samgönguráðuneyt- ið um greiðsluþátttöku á höfuð- borgarsvæðinu en niðurstaða ligg- ur ekki fyrir strax. Hof verður nafnið á menningarhúsinu sem er að rísa á Akureyri. Var það valið úr 241 nafni sem barst í samkeppni um nafnið. Einróma dómnefnd segir Hof merkja stórhýsi eða mikla byggingu og raunar einnig helgidóm. Hof sé stutt og þjált nafn og fari því vel í samsetningu. Tvö gerðu Hofs-nafnið að sinni tillögu, þau Aðalbjörg Sigmars- dóttir og Heimir Kristinsson sem bæði búa á Akureyri. Auk viðurkenningarskjala fengu þau í gær ársmiða á alla opinbera viðburði í húsinu á fyrsta starfsári þess. - Menningarhús skal heita Hof Skólaráðið í Kansas í Bandaríkjunum hefur heimilað kennurum í ríkinu að kenna þróunarkenningu Darwins, en það hafa þeir ekki mátt gera í átta ár nema hafa þann fyrirvara að kenningin sé ósönnuð með öllu. Mikið grín hefur verið gert að skólaráðinu í Kansas fyrir þessa afstöðu, en nú hafa orðið manna- breytingar í ráðinu þannig að demókratar og hófsamir repúblikanar eru komnir í meirihluta. Atkvæði féllu þannig að sex ráðsmenn samþykktu breyting- una en fjórir vilja enn ekki sjá þróunarkenninguna. Þróunarkenn- ingin aftur leyfð Að leggja sig yfir daginn getur dregið úr hættu á að deyja úr hjartasjúkdómi, samkvæmt viðamikilli rannsókn grískra vísindamanna sem sagt er frá á fréttavef BBC. Sex ára rannsóknir sýndu fram á að þeir sem lögðu sig í hálftíma yfir daginn að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku voru í 37 prósent minni hættu en aðrir á að deyja vegna hjartasjúkdóma eftir að tekið hafði verið tillit til heilsu- fars, aldurs og líkamlegs forms. Sérfræðingar sögðu að miðdegishvíldin gæti hjálpað fólki að slaka á og þar með draga úr streitu. Hollt að leggja sig yfir daginn ‘07 70ÁR Á FLUGI HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ W W W. I C E L A N DA I R . I S ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 61 31 0 2 /0 7 MADRID MINNEAPOLIS – ST. PAUL ORLANDO BOSTON HALIFAX GLASGOW LONDON STOKKHÓLMUR HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ BERLÍN FRANKFURT MÜNCHEN MÍLANÓ AMSTERDAM BARCELONA MANCHESTER PARÍS NEW YORK BALTIMORE – WASHINGTON REYKJAVÍK AKUREYRI BERGEN GAUTABORG FLUG OG GISTING Í 2 NÆTUR FRÁ 39.900* KR. DYREHAVSBAKKEN „Bakken er við Klampenborgarlestastöðina, fyrir norðan miðbæinn. Þar er gott að fara í pikknikkferðir og þar er einnig stór skemmtigarður, svipaður og Tívolí. Það er frítt inn á Bakken en kostar í tækin. Þar er líka fullt af veitingastöðum og hægt er að aka með hestakerru um garðinn sjálfan sem er svakalega stór.“ + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is *Á mann í tvíbýli á Dgi-byen *** í Kaupmannahöfn 13.–15. apríl og 12.–14. október. Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar og gisting. Ferðaávísun gildir BORGMÍN KAUPMANNAHÖFN JÓN ÁRNI KRISTINSSON SMIÐUR NÝI BÆKLINGURINN ER KOMINN ÚT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.