Fréttablaðið - 15.02.2007, Page 20

Fréttablaðið - 15.02.2007, Page 20
hagur heimilanna Verstu kaupin gerð fjórum sinnum Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingar, segir garðyrkjuna hafa hressandi áhrif á líkama og sál. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nýlega í máli sem snertir neytendur og rétt þeirra. Þar kom meðal ann- ars fram að í viðskiptum á neytandi að njóta góðs af afsláttarkjörum milligöngu- aðila þegar vörur og efni eru keypt. Talsmaður neyt- enda segir niðurstöðuna mikilvæga fyrir neytendur. Málið höfðaði lagnafyrirtæki vegna reiknings sem það hafði gefið út á konu sem keypti þjón- ustu af fyrirtækinu. Meðal annars var deilt um það hvort afsláttar- kjör fyrirtækisins í efniskaupum ættu að skila sér til neytandans og hvort fyrirtækinu hafi verið heim- ilt að leggja virðisaukaskatt ofan á vinnulaun og aðrar fjárhæðir eftir að þær hafi verið tilgreindar. Starfsmaður fyrirtækisins keypti vörur og efni fyrir konuna, og var konan rukkuð fyrir tímann sem fór í kaupin. Vörurnar voru keyptar á sérstökum afsláttar- kjörum, en í reikningi var konan krafin um kostnað án afsláttar. Þar sem starfsmaður fyrirtæk- isins var á launum hjá konunni þegar hann keypti vörurnar var ekki litið svo á að hann væri að selja henni vörurnar heldur hefði milligöngu við innkaupin. Því taldi héraðsdómur ósanngjarnt að konan hafi verið krafin um annað verð á vörunum en kaupandinn greiddi sjálfur, og hafnaði kröfu fyrirtækisins. Konan var einnig krafin um greiðslu vinnulauna, sem höfðu áður verið tilgreind, en að við- bættum virðisaukaskatti. Dómur- inn komst að þeirri niðurstöður að fyrirtækinu hafi ekki verið heim- ilt að bæta virðisaukaskatti ofan á vinnulaunin, og vísaði í lagagrein sem segir: „Í tilgreindu verði skulu innifalin öll opinber gjöld nema neytandi hafi sannanlega haft vitneskju um að þau væru það ekki.“ „Þetta er mjög mikilvæg niður- staða því ég veit ekki til þess að það hafi reynt á þetta áður,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, og á þar við úrskurðinn um að neytandinn skuli njóta góðs af afsláttarkjörum. Hann segir úrskurðinn um lagningu virðis- aukaskatts á tilgreind vinnulaun einnig athyglisverðan, en þar séu lögin mun skýrari og niðurstaðan komi því ekki beint á óvart. Neytendur eiga að njóta góðs af afsláttarkjörum 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.