Fréttablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 27
Tískuhönnuðurinn Tommy Hilfiger boðar endurkomu sína með nýrri haustlínu. Tommy Hilfiger boðaði endur- komu sína í tískuheiminn með sýningu á nýrri haustlínu í New York um helgina, en eitt og hálft ár er liðið síðan hönnuðurinn hélt sýningu. Sýningastúlkur voru sumar hverjar klæddar í föt sem þóttu minna á breska skólabúninga sjöunda áratugarins og liðu eftir svörtum sýningarpalli á meðan tregafull tónlist Simons og Gar- funkels var leikin undir. Svart, hvítt og grátt voru áberandi, en Hilfiger braut grámann upp með sterkum litum. Þannig blandaði hann gráum sjóliðsfrakka saman við sítrónu- gulan kjól og rauða skó. Rauðum kjól og hönskum saman við gráa skó með bláum slaufum og þar fram eftir götum. Þá klæddust margar stúlknanna gráum ullar- sokkabuxum. Herrarnir fengu svipaða með- ferð. Kúluhöttum, ullarfrökkum, köflóttum buxum, skyrtum og bindum í gráu, svörtu, hvítu, rauðu og gulu var þannig hagan- lega blandað saman í herralín- unni. Hilfiger lét hafa eftir sér að sýningu lokinni að hún markaði nýtt skeið í hönnun sinni. „Mér líður eins og ég sé endurfæddur. Nýtt skeið í mínu lífi er runnið upp.“ Hann bætti því við að engin ástæða væri til að óttast að hann tæki sér jafn langt hlé. Hann væri nú þegar með aðra línu í bígerð. Hilfiger snýr aftur með litríka línu Franski snyrtivöruiðnaðurinn skilaði að vanda hagnaði á síð- asta ári og var það fertugasta árið í röð. Mikilvægi ilmvatns- iðnaðarins verður seint ofmetið fyrir tískuiðnaðinn. En heimur- inn breytist og markaðurinn um leið, Asíulönd eins og Kína eiga sífellt fleiri efnaða íbúa og sama má segja um löndin í Austur- Evrópu og því eykst útflutning- urinn á ilmvötnum til þessara landa. Útflutningur til Rúss- lands jókst til dæmis um tæp 44 prósent á síðasta ári. Snyrti- vöruiðnaðurinn er fjórða mikil- vægasta útflutningsgreinin hér í Frakklandi á eftir vínfram- leiðslu, flugvéla- og bílaiðnaði. Það er því ekki skrítið að hver hönnuður vilji skapa sitt eigið ilmvatn sem verður eins konar tákn fyrir tískuhús hans og rak- inn gróðavegur. Það þarf hins vegar að leita upphafs þessarar hefðar aftur til ársins 1921 þegar Mademois- elle Chanel fékk Ernest Beaux, ilmvatnsblandara rússnesku keisarafjölskyldunnar, til að blanda ilmvatn fyrir sig og var það fyrsta tískuhúsið sem eign- aðist ilmvatn með sínu nafni. Coco Chanel féll fyrir fimmtu flöskunni og þannig var skapað hið fræga ilmvatn Númer 5. Chanel heldur áfram sögunni því á mánudag var heimsfrum- sýning á sex nýjum ilmum sem aðeins eru seldir hjá tískuhús- inu en ekki í ilmvatnsbúðum um heim allan. Í dag er það Jacques Polge sem er „nef“ Chanel eins og það er kallað í ilmvatnsheim- inum, hann er sá sem skapar ilmvatnið og þekkir tíu mis- mundandi ilmgjafa í sama ilm- vatninu með nefinu einu saman. Monsieur Polge fékk frjálsar hendur og fjármagn til að skapa nýja „exclusif“ ilm fyrir Chan- el-búðirnar. Þeir bætast við hina fjóra sem fyrir eru, Bois des Îles, Gardénia, Cuir de Russie og 22. Nýju ilmirnir sex eru allir meira eða minna ættaðir úr sköpunarheimi Coco Chanel. Til dæmis Númer 31 sem tengist 31, Rue Cambon í París þar sem fyrsta Chanel-búðin var opnuð og þar sem Karl Lager- feld hannar enn í dag fyrir Chan- el og hátískan er sömuleiðis til húsa. Sama má segja um Númer 18 sem er einmitt heimilisfang skartgripabúðar Coco Chanel á Place Vendôme sem var beint á móti Ritz-hótelinu þar sem hún hafði íbúð. Bel Respiro var fyrsta sumarhús Coco í sveit- inni sem hún keypti 1920 og 28 La Pausa er annað hús sem hún lét byggja svo einhver dæmis séu tekin. Hver ilmur endurspeglar þann stað sem nafnið kemur frá. Flöskurnar eru allar eins, ein- faldar og stílhreinar, gerðar fyrir einstaka ilmi. Það er þó ólíklegt að einhver af hinum sex nýju ilmum eigi eftir að taka sæti Chanel númer 5 en í dag selst flaska af Númer 5, sem er mest selda ilmvatn í heimi, á tíu sekúndna fresti. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.