Fréttablaðið - 15.02.2007, Page 46

Fréttablaðið - 15.02.2007, Page 46
fréttablaðið háskóladagurinn 15. FEBRÚAR 2007 FIMMTUDAGUR4 „Ég var orðin leið á traffíkinni í bænum og langaði að prófa eitt- hvað nýtt og meira spennandi nám,“ segir Bryndís Ósk Jónsdótt- ir sem skipti úr viðskiptanámi í Reykjavík yfir í viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst. Hún mun ljúka B.S.-gráðu frá skólanum nú í vor og segir námið hafa gefið sér mjög mikið. „Þetta er svo raun- hæft nám. Maður er í endalausri verkefnavinnu og finnst maður kunna svo miklu meira heldur en bara það sem stendur í bókinni.“ Á Bifröst hefur orðið til ákveð- ið samfélag sem Bryndís segir nemendur falla vel inn í. „Maður býr eiginlega í skólanum og þekk- ir nánast alla. Allir eru að gera sömu hlutina; læra og vinna hérna uppfrá. Fólk leitar stuðnings hvert hjá öðru, þetta er ekki eins og í bænum þar sem hver fer í sína átt- ina eftir skóla,“ segir Bryndís. „Á kvöldin er farið saman út að skemmta sér, kíkt í pottinn eða á kaffihúsið. Síðan stendur skólafé- lagið meðal annars fyrir spurn- ingakeppnum, böllum og kaffi- húsakvöldum,“ segir Bryndís sem kveðst alls ekki sakna Reykjavík- ur þótt hún sé fædd og uppalin þar. Bryndís telur mikilvægt að háskólanám sé í tengslum við raunveruleikann. „Það skiptir miklu máli að geta unnið raunhæf verkefni og vera í tengslum við atvinnulífið svo maður kunni að takast á við og leysa raunveruleg vandamál þegar komið er út á vinnumarkaðinn. Á Bifröst er einnig meirihluti námsins hópa- vinna svo maður lærir svo vel að vinna með fólki,“ segir Bryndís sem ætlar ekki að segja skilið við skólann strax heldur byrja í mast- ersnámi þar næsta haust. mariathora@frettabladid.is Raunhæft nám í sveitasælunni á Bifröst „Manni finnst maður kunna svo miklu meira en bara það sem stendur í bókinni,“ segir Bryndís Ósk Jónsdóttir um námið á Háskólanum á Bifröst. ÚTÓPÍA HÖNNUNARSTOFA „Ég er á þriðja ári og útskrifast í vor með B.A.-próf í lögfræði. Að því loknu þarf að taka tveggja ára embættispróf til að verða lögfræð- ingur,“ segir Margrét Kristín Helgadóttir laganemi við Háskól- ann á Akureyri. Hún segir námið í Háskólanum á Akureyri byggt upp á þriggja vikna lotum. „Við tökum eitt nám- skeið í einu og klárum það alveg af á þrem vikum. Námið byggist á símati og það eru verkefni og próf í hverri viku. Þegar maður er búinn að venjast þessu getur maður ekki hugsað sér að fara yfir í hitt kerfið. “ Margrét segir að mikið og gott félagslíf sé í Háskólanum á Akur- eyri og það hafi átt sinn þátt í því að hann varð fyrir valinu. „Mig langaði alltaf í lögfræði en var ekki alveg viss hvort ég ætti að fara í hana. Þegar að því kom ákvað ég að láta slag standa og sé alls ekki eftir því.“ Margrét segir einn af kostunum við laganám í Háskólanum á Akureyri vera auð- velt aðgengi að kennurum. „Við erum það fá að maður þekkir kenn- arana og samnemendurna mjög vel. Það er því mjög auðvelt að leita til kennaranna sinna ef eitt- hvað er.“ Margrét er í framboði til Alþingis í vor og er meðal yngstu frambjóðenda í Norðausturkjör- dæmi, en hún skipar fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar. Hún segir námið í lögfræði hafa gagnast sér vel í kosningabaráttunni. „Vegna þess hversu fá við erum í náminu, fáum við miklu meiri þjálfun í því að koma fram og halda ræður.“ Í laganámi við Háskólann á Akureyri er lögð mikil áhersla á alþjóðlega lögfræði. „Þetta er alþjóðlegra en í öðrum háskólum. Við fáum mikið af skiptikennurum sem er auðvelt vegna þess hvernig námið er byggt upp. Við höfum verið með kennara frá Ítalíu, Kína, Frakklandi og Skotlandi svo eitt- hvað sé nefnt. Námið er að mestu kennt á ensku og við höfum lagt mikla áherslu á heimspeki lög- fræðinnar.“ - öhö Námið gagnast vel í kosningabaráttunni Margrét stundar nám í lögfræði við Háskólann á Akureyri. Auk þess er hún í framboði til Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/HNEFILL Það gerist hjá okkur laugardaginn 17. febrúar kl. 11-16 - Alþjóðlegur háskóli - Á fjórða hundrað námsleiðir - Innlent og erlent rannsóknasamstarf - Tækifæri til að vinna með fyrirtækjum - Sveigjanlegt og fjölbreytt nám - Kröfugt félagslíf - Háskólanám sem nýtur trausts Stúdentar og kennarar Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands taka vel á móti þér á Háskóladeginum. Grunn- og framhaldsnám við Háskóla Íslands er kynnt í Háskólabíói við Hagatorg. Nýtt grunn- og framhaldsnám er kynnt í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð. Eftirfarandi háskólar verða með kynningu í Borgarleikhúsi: Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Hólum - Hólaskóli, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands. www.khi.is www.hi.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.