Fréttablaðið - 15.02.2007, Síða 46

Fréttablaðið - 15.02.2007, Síða 46
fréttablaðið háskóladagurinn 15. FEBRÚAR 2007 FIMMTUDAGUR4 „Ég var orðin leið á traffíkinni í bænum og langaði að prófa eitt- hvað nýtt og meira spennandi nám,“ segir Bryndís Ósk Jónsdótt- ir sem skipti úr viðskiptanámi í Reykjavík yfir í viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst. Hún mun ljúka B.S.-gráðu frá skólanum nú í vor og segir námið hafa gefið sér mjög mikið. „Þetta er svo raun- hæft nám. Maður er í endalausri verkefnavinnu og finnst maður kunna svo miklu meira heldur en bara það sem stendur í bókinni.“ Á Bifröst hefur orðið til ákveð- ið samfélag sem Bryndís segir nemendur falla vel inn í. „Maður býr eiginlega í skólanum og þekk- ir nánast alla. Allir eru að gera sömu hlutina; læra og vinna hérna uppfrá. Fólk leitar stuðnings hvert hjá öðru, þetta er ekki eins og í bænum þar sem hver fer í sína átt- ina eftir skóla,“ segir Bryndís. „Á kvöldin er farið saman út að skemmta sér, kíkt í pottinn eða á kaffihúsið. Síðan stendur skólafé- lagið meðal annars fyrir spurn- ingakeppnum, böllum og kaffi- húsakvöldum,“ segir Bryndís sem kveðst alls ekki sakna Reykjavík- ur þótt hún sé fædd og uppalin þar. Bryndís telur mikilvægt að háskólanám sé í tengslum við raunveruleikann. „Það skiptir miklu máli að geta unnið raunhæf verkefni og vera í tengslum við atvinnulífið svo maður kunni að takast á við og leysa raunveruleg vandamál þegar komið er út á vinnumarkaðinn. Á Bifröst er einnig meirihluti námsins hópa- vinna svo maður lærir svo vel að vinna með fólki,“ segir Bryndís sem ætlar ekki að segja skilið við skólann strax heldur byrja í mast- ersnámi þar næsta haust. mariathora@frettabladid.is Raunhæft nám í sveitasælunni á Bifröst „Manni finnst maður kunna svo miklu meira en bara það sem stendur í bókinni,“ segir Bryndís Ósk Jónsdóttir um námið á Háskólanum á Bifröst. ÚTÓPÍA HÖNNUNARSTOFA „Ég er á þriðja ári og útskrifast í vor með B.A.-próf í lögfræði. Að því loknu þarf að taka tveggja ára embættispróf til að verða lögfræð- ingur,“ segir Margrét Kristín Helgadóttir laganemi við Háskól- ann á Akureyri. Hún segir námið í Háskólanum á Akureyri byggt upp á þriggja vikna lotum. „Við tökum eitt nám- skeið í einu og klárum það alveg af á þrem vikum. Námið byggist á símati og það eru verkefni og próf í hverri viku. Þegar maður er búinn að venjast þessu getur maður ekki hugsað sér að fara yfir í hitt kerfið. “ Margrét segir að mikið og gott félagslíf sé í Háskólanum á Akur- eyri og það hafi átt sinn þátt í því að hann varð fyrir valinu. „Mig langaði alltaf í lögfræði en var ekki alveg viss hvort ég ætti að fara í hana. Þegar að því kom ákvað ég að láta slag standa og sé alls ekki eftir því.“ Margrét segir einn af kostunum við laganám í Háskólanum á Akureyri vera auð- velt aðgengi að kennurum. „Við erum það fá að maður þekkir kenn- arana og samnemendurna mjög vel. Það er því mjög auðvelt að leita til kennaranna sinna ef eitt- hvað er.“ Margrét er í framboði til Alþingis í vor og er meðal yngstu frambjóðenda í Norðausturkjör- dæmi, en hún skipar fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar. Hún segir námið í lögfræði hafa gagnast sér vel í kosningabaráttunni. „Vegna þess hversu fá við erum í náminu, fáum við miklu meiri þjálfun í því að koma fram og halda ræður.“ Í laganámi við Háskólann á Akureyri er lögð mikil áhersla á alþjóðlega lögfræði. „Þetta er alþjóðlegra en í öðrum háskólum. Við fáum mikið af skiptikennurum sem er auðvelt vegna þess hvernig námið er byggt upp. Við höfum verið með kennara frá Ítalíu, Kína, Frakklandi og Skotlandi svo eitt- hvað sé nefnt. Námið er að mestu kennt á ensku og við höfum lagt mikla áherslu á heimspeki lög- fræðinnar.“ - öhö Námið gagnast vel í kosningabaráttunni Margrét stundar nám í lögfræði við Háskólann á Akureyri. Auk þess er hún í framboði til Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/HNEFILL Það gerist hjá okkur laugardaginn 17. febrúar kl. 11-16 - Alþjóðlegur háskóli - Á fjórða hundrað námsleiðir - Innlent og erlent rannsóknasamstarf - Tækifæri til að vinna með fyrirtækjum - Sveigjanlegt og fjölbreytt nám - Kröfugt félagslíf - Háskólanám sem nýtur trausts Stúdentar og kennarar Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands taka vel á móti þér á Háskóladeginum. Grunn- og framhaldsnám við Háskóla Íslands er kynnt í Háskólabíói við Hagatorg. Nýtt grunn- og framhaldsnám er kynnt í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð. Eftirfarandi háskólar verða með kynningu í Borgarleikhúsi: Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Hólum - Hólaskóli, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands. www.khi.is www.hi.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.